Hugsanlegt krabbamein reyndust hárteygjur í tugatali Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. september 2023 23:07 Kötturinn Snúður var ættleiddur úr dýraathvarfi í Berlín árið 2020. Hörður Ágústsson Betur fór en á horfðist þegar Herði Ágústssyni athafnamanni og kattaeiganda var tjáð að það sem talið var vera krabbamein í kettinum Snúði var í raun haugur af hárteygjum, reimum og plasti í maganum á honum. Hann segir stærsta léttinn vera að hafa ekki þurft að segja börnunum vondar fréttir. Kötturinn Snúður hafði síðustu vikur verið að sýna undarleg einkenni. Að sögn Harðar var hann nær alltaf svangur og alltaf étandi, en í leið grenntist hann óðum. Hörður og Svala, sambýliskona hans, héldu þá með Snúð til dýralæknis. Þar hafi þeim verið tjáð að mögulega væri kötturinn með krabbamein. „Það var líklegra en ekki að þetta væri bara búið,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Hann lýsir Snúði sem ekkert svakalega klárum, af þremur köttum þeirra sé hann að minnsta kosti ekki sá gáfaðasti. „Hann hefur stigið ofan í kerti og kveikt í sér. Hann er algjör bjáni, en yndislegur. Þannig að við vorum náttúrlega mjög miður okkar í gær að heyra þetta,“ segir Hörður Hélt að læknirinn væri að grínast Um hádegið í gær segist Hörður hafa fengið símtal frá dýralækninum sem sagði að hann hefði bæði góðar og slæmar fréttir að færa. Slæmu fréttirnar væru þær að mögulega væri einhver flækja í meltingarkerfi Snúðs en góðu fréttirnar væru þær að það sem Hörður óttaðist að væri krabbamein var í raun hárteygjur, reimar og annað drasl í tugavís. „Ég hélt náttúrlega bara að hann væri að grínast. Svo sendi hann mér bara myndina í SMS-i,“ segir Hörður. „Ég er ennþá ekki búin að átta mig á því hvað þetta var mikið af drasli.“ Hann segir Snúð líklega hafa gætt sér á mununum yfir nokkurra mánaða skeið og það safnast upp í maganum á honum. Munirnir sem Snúður hefur gætt sér á síðustu mánuði.Hörður Ágústsson „Læknirinn sagði að hann hafi verið með tíu prósent virkan maga þegar hann kemur. Þannig að hann vildi borða endalaust. Hann hefur verið að borða og borða og borða, og svo hefur meltingin verið í rugli þannig að þetta fór alltaf beint út. Þannig að hann var alltaf svangur en bara með pínulítinn maga.“ Hörður segir fréttirnar hafa verið svakalegur léttir. „Það var mikill léttir aðallega að þurfa ekki að segja börnunum frá þessu. Að þetta væri eitthvað hræðilegt.“ Hörður segir Snúð nú vera á batavegi en hann er nú kominn með skerm. „Hann er búinn að vera liggjandi í einhverjum recovery mat og hefur aldrei verið betri. Allt fyrir snúð!“ Snúður á batavegi. Skerminn kallar Hörður „cone of shame“.Hörður Ágústsson Kettir Dýr Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Kötturinn Snúður hafði síðustu vikur verið að sýna undarleg einkenni. Að sögn Harðar var hann nær alltaf svangur og alltaf étandi, en í leið grenntist hann óðum. Hörður og Svala, sambýliskona hans, héldu þá með Snúð til dýralæknis. Þar hafi þeim verið tjáð að mögulega væri kötturinn með krabbamein. „Það var líklegra en ekki að þetta væri bara búið,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Hann lýsir Snúði sem ekkert svakalega klárum, af þremur köttum þeirra sé hann að minnsta kosti ekki sá gáfaðasti. „Hann hefur stigið ofan í kerti og kveikt í sér. Hann er algjör bjáni, en yndislegur. Þannig að við vorum náttúrlega mjög miður okkar í gær að heyra þetta,“ segir Hörður Hélt að læknirinn væri að grínast Um hádegið í gær segist Hörður hafa fengið símtal frá dýralækninum sem sagði að hann hefði bæði góðar og slæmar fréttir að færa. Slæmu fréttirnar væru þær að mögulega væri einhver flækja í meltingarkerfi Snúðs en góðu fréttirnar væru þær að það sem Hörður óttaðist að væri krabbamein var í raun hárteygjur, reimar og annað drasl í tugavís. „Ég hélt náttúrlega bara að hann væri að grínast. Svo sendi hann mér bara myndina í SMS-i,“ segir Hörður. „Ég er ennþá ekki búin að átta mig á því hvað þetta var mikið af drasli.“ Hann segir Snúð líklega hafa gætt sér á mununum yfir nokkurra mánaða skeið og það safnast upp í maganum á honum. Munirnir sem Snúður hefur gætt sér á síðustu mánuði.Hörður Ágústsson „Læknirinn sagði að hann hafi verið með tíu prósent virkan maga þegar hann kemur. Þannig að hann vildi borða endalaust. Hann hefur verið að borða og borða og borða, og svo hefur meltingin verið í rugli þannig að þetta fór alltaf beint út. Þannig að hann var alltaf svangur en bara með pínulítinn maga.“ Hörður segir fréttirnar hafa verið svakalegur léttir. „Það var mikill léttir aðallega að þurfa ekki að segja börnunum frá þessu. Að þetta væri eitthvað hræðilegt.“ Hörður segir Snúð nú vera á batavegi en hann er nú kominn með skerm. „Hann er búinn að vera liggjandi í einhverjum recovery mat og hefur aldrei verið betri. Allt fyrir snúð!“ Snúður á batavegi. Skerminn kallar Hörður „cone of shame“.Hörður Ágústsson
Kettir Dýr Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein