Flotbryggja slitnaði frá landi Árni Sæberg skrifar 20. september 2023 06:55 Íbúum Bakkafjarðar tókst að bjarga bátunum fimm. Aðsend Milli klukkan fimm og sex í morgun mældist engin úrkoma á Norð-austur- og Austurlandi eftir úrhellisrigningu síðustu daga. Flotbryggja á Bakkafirði losnaði frá landi í mikilli öldu í gærkvöldi. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að þó verði ekki alveg þurrt á Austurlandi í dag en veður verði mun skaplegra. Einnig hafi dregið vel úr vindi. Veðrið náði að valda töluverðum usla á Bakkafirði í gærkvöldi þegar flotbryggja í Bakkafirði slitnaði frá landi í vonskuveðri. Lesandi, sem sendi Vísi meðfylgjandi mynd, segir að fimm bátar hafi verið við bryggjuna og að tekist hafi að bjarga þeim yfir á aðrar bryggjur. Síðan hafi náðst að koma böndum á bryggjuna og tryggja hana í bili. Óli Þór segir að alda hafi verið há við Bakkafjörð í gær og í nótt. Það skýrist af því að stífur vindur hafi staðið úr sömu átt inn Bakkafjörðinn til lengri tíma og að Bakkafjörður sé mjög opinn. Þá séu flotbryggjur þess eðlis að þær þoli litla öldu og vind. Litlar skriður gætu enn fallið Í fréttatilkynningu frá Lögreglustjóranum á Austurlandi segir að þær skriður sem fallið hafa á Austfjörðum frá í fyrradag séu allar í lækjarfarvegum, fremur litlar og tjón óverulegt eftir því sem best er vitað. Slíkar skriður gætu enn fallið og því sé vel fylgst með stöðunni. Ekki sé talin ástæða til frekari rýminga að svo stöddu. Þar segir jafnframt að lítilsháttar úrkoma verði að líkindum í dag og næstu daga. Þá fylgist Veðurstofan með grunnvatnshæð í borholum á Eskifirði og Seyðisfirði. Fyrir þessa úrkomu hafi hún verið mjög lág en hækkað í mörgum holum í gær. Staðan sé enn ekki orðin há, en tíma taki fyrir vatnið að hripa niður í jarðveginn. Langanesbyggð Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Sjá meira
Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að þó verði ekki alveg þurrt á Austurlandi í dag en veður verði mun skaplegra. Einnig hafi dregið vel úr vindi. Veðrið náði að valda töluverðum usla á Bakkafirði í gærkvöldi þegar flotbryggja í Bakkafirði slitnaði frá landi í vonskuveðri. Lesandi, sem sendi Vísi meðfylgjandi mynd, segir að fimm bátar hafi verið við bryggjuna og að tekist hafi að bjarga þeim yfir á aðrar bryggjur. Síðan hafi náðst að koma böndum á bryggjuna og tryggja hana í bili. Óli Þór segir að alda hafi verið há við Bakkafjörð í gær og í nótt. Það skýrist af því að stífur vindur hafi staðið úr sömu átt inn Bakkafjörðinn til lengri tíma og að Bakkafjörður sé mjög opinn. Þá séu flotbryggjur þess eðlis að þær þoli litla öldu og vind. Litlar skriður gætu enn fallið Í fréttatilkynningu frá Lögreglustjóranum á Austurlandi segir að þær skriður sem fallið hafa á Austfjörðum frá í fyrradag séu allar í lækjarfarvegum, fremur litlar og tjón óverulegt eftir því sem best er vitað. Slíkar skriður gætu enn fallið og því sé vel fylgst með stöðunni. Ekki sé talin ástæða til frekari rýminga að svo stöddu. Þar segir jafnframt að lítilsháttar úrkoma verði að líkindum í dag og næstu daga. Þá fylgist Veðurstofan með grunnvatnshæð í borholum á Eskifirði og Seyðisfirði. Fyrir þessa úrkomu hafi hún verið mjög lág en hækkað í mörgum holum í gær. Staðan sé enn ekki orðin há, en tíma taki fyrir vatnið að hripa niður í jarðveginn.
Langanesbyggð Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Sjá meira