Innherji

Ís­fé­lagið setur stefnuna á risa­skráningu á markað undir lok ársins

Hörður Ægisson skrifar
Ólafur H. Marteinsson, sem var framkvæmdastjóri Ramma og einn af stærri hluthöfum þess í gegnum eignarhaldsfélagið Marteinn Haraldsson, og Guðbjörg Matthíasdóttir, langsamlega stærsti eigandi Ísfélagsins. Með skráningu í Kauphöllina verður félagið að líkindum sjöunda stærsta fyrirtækið á hlutabréfamarkaði.
Ólafur H. Marteinsson, sem var framkvæmdastjóri Ramma og einn af stærri hluthöfum þess í gegnum eignarhaldsfélagið Marteinn Haraldsson, og Guðbjörg Matthíasdóttir, langsamlega stærsti eigandi Ísfélagsins. Með skráningu í Kauphöllina verður félagið að líkindum sjöunda stærsta fyrirtækið á hlutabréfamarkaði.

Sjávarútvegsrisinn Ísfélagið, nýlega sameinað fyrirtæki Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði, hefur gengið frá ráðningum á helstu fjármálaráðgjöfum vegna undirbúnings að skráningu og frumútboði félagsins í Kauphöllina. Gangi núverandi áætlanir Ísfélagsins eftir verður fyrirtækið eitt hið stærsta að markaðsvirði á íslenskum hlutabréfamarkaði áður en árið er liðið.


Tengdar fréttir

Verður þriðja stærsta sjávar­út­vegs­fyrir­tækið mælt í veltu

Fyrirhugaður samruni Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði er nýjasti gjörningurinn í þeirri samrunahrinu sem hafin er í íslenskum sjávarútvegi. Mælt í veltu verður sameinað félag þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi miðað við rekstrartölur ársins 2021.

Ís­fé­lag Vest­manna­eyja og Rammi sam­einast

Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna undir nafninu Ísfélagið hf.. Sameiginleg aflahlutdeild félaganna tveggja er átta prósent heildarkvótans. Stefnt er að því að skrá félagið á markað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×