Torsótt þrjú stig hjá Ítalíumeisturunum í Portúgal Smári Jökull Jónsson skrifar 20. september 2023 20:58 Leikmenn Napoli fagna sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty Fyrstu umferð Meistaradeildarinnar í knattspyrnu lauk í kvöld. FC Bayern vann þægilegan sigur á Manchester United í Þýskalandi og þá vann Arsenal stórsigur í sínum fyrsta Meistaradeildarleik í sex ár. Það var líf og fjör í Portúgal í kvöld þar sem tveir leikir voru leiknir. SC Braga tók á móti Ítalíumeisturum Napoli á heimavelli sínum og áttu áttu í vök að verjast lengi vel í fyrri hálfleik. Hann var hins vegar markalaus en Giovanni Di Lorenzo kom Napoli yfir strax í byrjun síðari hálfleiks. Bruma jafnaði hins vegar metin fyrir Braga með góðu skallamarki á 84. mínútu og þegar allt stefndi í jafntefli skoraði Sikou Niakate sjálfsmark og tryggði Napoli 2-1 sigur. Leikmenn Braga komust afar nálægt því að jafna metin undir lokin þegar þeir áttu skot í stöngina. Svekkjandi niðurstaða fyrir Braga en þrjú góð stig fyrir Ítalíumeistarana. Benfica lenti í brekku snemma leiks gegn RB Salzburg. Karim Konate misnotaði vítaspyrnu fyrir Salzburg strax á þriðju mínútu og Antonio Silva fékk rautt tíu mínútum síðar þegar hann fékk boltann í höndina í markteignum og hafði dauðafæri af leikmanni Salzburg. Í þetta sinn steig Roko Simic á punktinn og skoraði af öryggi. Nicola Barella var ekki sáttur með spjaldið sem Michael Oliver sýndi honum og hljóp til fjórða dómarans og baðst miskunnar.Vísir/Getty Oscar Gloukh kom austurríska liðinu í 2-0 snemma í síðari hálfleiks og brekkan orðin brött fyrir heimaliðið. Lokatölur 2-0 og RB Salzburg komið með þrjú risastór stig í sarpinn. Lens frá Frakklandi náði í óvænt jafntefli gegn Sevilla á Spáni. Lucas Ocampos kom Sevilla yfir á 9. mínútu en Angelo Fulgini jafnaði fyrir gestina skömmu síðar. Leikmenn Sevilla sóttu meira það sem eftir lifði leiks en tókst ekki að skora sigurmarkið. Lokatölur 1-1. Að lokum gerðu Inter og Real Sociedad 1-1 jafntefli í leik liðanna á Spáni. Heimamenn komust yfir á 4. mínútu með marki Brais Mendez og spænska liðið var töluvert sterkara liðið í kjölfarið. Um miðjan síðari hálfleiks sýndi Michael Oliver dómari Nicola Barella rauða spjaldið en eftir skoðun í skjánum dró hann spjaldið til baka. Það efldi gestina og Lautaro Martinez jafnaði metin þremur mínútum fyrir leiksloks. Staðan 1-1 og leikmenn Inter sækja þar með gott stig til Spánar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Það var líf og fjör í Portúgal í kvöld þar sem tveir leikir voru leiknir. SC Braga tók á móti Ítalíumeisturum Napoli á heimavelli sínum og áttu áttu í vök að verjast lengi vel í fyrri hálfleik. Hann var hins vegar markalaus en Giovanni Di Lorenzo kom Napoli yfir strax í byrjun síðari hálfleiks. Bruma jafnaði hins vegar metin fyrir Braga með góðu skallamarki á 84. mínútu og þegar allt stefndi í jafntefli skoraði Sikou Niakate sjálfsmark og tryggði Napoli 2-1 sigur. Leikmenn Braga komust afar nálægt því að jafna metin undir lokin þegar þeir áttu skot í stöngina. Svekkjandi niðurstaða fyrir Braga en þrjú góð stig fyrir Ítalíumeistarana. Benfica lenti í brekku snemma leiks gegn RB Salzburg. Karim Konate misnotaði vítaspyrnu fyrir Salzburg strax á þriðju mínútu og Antonio Silva fékk rautt tíu mínútum síðar þegar hann fékk boltann í höndina í markteignum og hafði dauðafæri af leikmanni Salzburg. Í þetta sinn steig Roko Simic á punktinn og skoraði af öryggi. Nicola Barella var ekki sáttur með spjaldið sem Michael Oliver sýndi honum og hljóp til fjórða dómarans og baðst miskunnar.Vísir/Getty Oscar Gloukh kom austurríska liðinu í 2-0 snemma í síðari hálfleiks og brekkan orðin brött fyrir heimaliðið. Lokatölur 2-0 og RB Salzburg komið með þrjú risastór stig í sarpinn. Lens frá Frakklandi náði í óvænt jafntefli gegn Sevilla á Spáni. Lucas Ocampos kom Sevilla yfir á 9. mínútu en Angelo Fulgini jafnaði fyrir gestina skömmu síðar. Leikmenn Sevilla sóttu meira það sem eftir lifði leiks en tókst ekki að skora sigurmarkið. Lokatölur 1-1. Að lokum gerðu Inter og Real Sociedad 1-1 jafntefli í leik liðanna á Spáni. Heimamenn komust yfir á 4. mínútu með marki Brais Mendez og spænska liðið var töluvert sterkara liðið í kjölfarið. Um miðjan síðari hálfleiks sýndi Michael Oliver dómari Nicola Barella rauða spjaldið en eftir skoðun í skjánum dró hann spjaldið til baka. Það efldi gestina og Lautaro Martinez jafnaði metin þremur mínútum fyrir leiksloks. Staðan 1-1 og leikmenn Inter sækja þar með gott stig til Spánar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira