Amaroq Minerals mætt á aðalmarkað í Kauphöllinni Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2023 10:41 Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq Minerals, og fleiri starfsmenn félagsins í Kauphöllinni í morgun. Nasdaq Iceland Auðlindafélagið Amaroq Minerals verður í dag skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland, eftir að hafa áður verið skráð á First North vaxtarmarkaðnum. Í tilkynningu segir að félagið tilheyri efnisvinnslugeiranum (e. Basic materials) og sé 20. félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic í ár. Félagið var stofnað árið 2017 með megináherslu á að finna gull og aðra verðmæta málma á Suður-Grænlandi, rannsaka og þróa þau svæði þar sem málma er að finna og vinna þessa málma úr jörðu. „Verðmætasta eign Amaroq er Nalunaq svæðið, þar sem undirbúningur að vinnslu er langt kominn og vinnsluleyfi sem nær m.a. yfir Nalunaq gullnámuna sem þar var fyrir. Amaroq er einnig með leitar- og vinnsluleyfi á svæði, það stærsta á Suður-Grænlandi og nær það yfir tvö þekkt gullbelti á svæðinu. Eitt af meginmarkmiðum Amaroq Minerals er að byggja upp sjálfbæra námuvinnslu í samstarfi við íbúa Grænlands þar sem hefðir og menning samfélagsins eru höfð í heiðri,“ segir í tilkynningunni frá Nasdaq. Nasdaq Iceland Haft er eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra og stofnanda félagsins, að þetta ár sem skráð fyrirtæki á First North hafi sýnt að félagið sé á réttri leið til vaxtar. „Á þessum tíma höfum við fundið fyrir auknum áhuga fjárfesta á Amaroq, innlendum sem erlendum, og skráning á Aðalmarkað mun gera okkur enn betur kleift að undirbúa okkur undir framtíðarvöxt,“ segir Eldur. Kauphöllin Amaroq Minerals Grænland Námuvinnsla Tengdar fréttir Metur Amaroq á 36 milljarða og segir félagið vera í „einstakri stöðu“ Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals, sem mun flytjast yfir á Aðalmarkað í Kauphöllinni hér á landi síðar í vikunni, er sagt vera í „einstaklegra sterkri stöðu“ vegna þeirra fjölmörgu fágætismálma sem það hefur aðgang að til námugraftar og vinnslu í Grænlandi. Samkvæmt nýlegri greiningu bresks fjárfestingabanka er Amaroq verðmetið á jafnvirði liðlega 36 milljarða króna en félagið áformar að vera tilbúið til að hefja gullvinnslu á síðari hluta ársins 2024. 18. september 2023 15:44 Flýta vinnslu á Grænlandi eftir sjö milljarða lánsfjármögnun Auðlindafélagið Amaroq Minerals, sem heldur á víðtækum rannsóknar- og vinnsluheimildum á Grænlandi, hefur gengið frá sjö milljarða króna lánsfjármögnun. Fjármagnið verður nýtt til að hefja gullvinnslu í Nalunaq námunni fyrr en ella. Þá kannar félagið nú skráningu á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi. 28. mars 2023 07:46 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Í tilkynningu segir að félagið tilheyri efnisvinnslugeiranum (e. Basic materials) og sé 20. félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic í ár. Félagið var stofnað árið 2017 með megináherslu á að finna gull og aðra verðmæta málma á Suður-Grænlandi, rannsaka og þróa þau svæði þar sem málma er að finna og vinna þessa málma úr jörðu. „Verðmætasta eign Amaroq er Nalunaq svæðið, þar sem undirbúningur að vinnslu er langt kominn og vinnsluleyfi sem nær m.a. yfir Nalunaq gullnámuna sem þar var fyrir. Amaroq er einnig með leitar- og vinnsluleyfi á svæði, það stærsta á Suður-Grænlandi og nær það yfir tvö þekkt gullbelti á svæðinu. Eitt af meginmarkmiðum Amaroq Minerals er að byggja upp sjálfbæra námuvinnslu í samstarfi við íbúa Grænlands þar sem hefðir og menning samfélagsins eru höfð í heiðri,“ segir í tilkynningunni frá Nasdaq. Nasdaq Iceland Haft er eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra og stofnanda félagsins, að þetta ár sem skráð fyrirtæki á First North hafi sýnt að félagið sé á réttri leið til vaxtar. „Á þessum tíma höfum við fundið fyrir auknum áhuga fjárfesta á Amaroq, innlendum sem erlendum, og skráning á Aðalmarkað mun gera okkur enn betur kleift að undirbúa okkur undir framtíðarvöxt,“ segir Eldur.
Kauphöllin Amaroq Minerals Grænland Námuvinnsla Tengdar fréttir Metur Amaroq á 36 milljarða og segir félagið vera í „einstakri stöðu“ Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals, sem mun flytjast yfir á Aðalmarkað í Kauphöllinni hér á landi síðar í vikunni, er sagt vera í „einstaklegra sterkri stöðu“ vegna þeirra fjölmörgu fágætismálma sem það hefur aðgang að til námugraftar og vinnslu í Grænlandi. Samkvæmt nýlegri greiningu bresks fjárfestingabanka er Amaroq verðmetið á jafnvirði liðlega 36 milljarða króna en félagið áformar að vera tilbúið til að hefja gullvinnslu á síðari hluta ársins 2024. 18. september 2023 15:44 Flýta vinnslu á Grænlandi eftir sjö milljarða lánsfjármögnun Auðlindafélagið Amaroq Minerals, sem heldur á víðtækum rannsóknar- og vinnsluheimildum á Grænlandi, hefur gengið frá sjö milljarða króna lánsfjármögnun. Fjármagnið verður nýtt til að hefja gullvinnslu í Nalunaq námunni fyrr en ella. Þá kannar félagið nú skráningu á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi. 28. mars 2023 07:46 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Metur Amaroq á 36 milljarða og segir félagið vera í „einstakri stöðu“ Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals, sem mun flytjast yfir á Aðalmarkað í Kauphöllinni hér á landi síðar í vikunni, er sagt vera í „einstaklegra sterkri stöðu“ vegna þeirra fjölmörgu fágætismálma sem það hefur aðgang að til námugraftar og vinnslu í Grænlandi. Samkvæmt nýlegri greiningu bresks fjárfestingabanka er Amaroq verðmetið á jafnvirði liðlega 36 milljarða króna en félagið áformar að vera tilbúið til að hefja gullvinnslu á síðari hluta ársins 2024. 18. september 2023 15:44
Flýta vinnslu á Grænlandi eftir sjö milljarða lánsfjármögnun Auðlindafélagið Amaroq Minerals, sem heldur á víðtækum rannsóknar- og vinnsluheimildum á Grænlandi, hefur gengið frá sjö milljarða króna lánsfjármögnun. Fjármagnið verður nýtt til að hefja gullvinnslu í Nalunaq námunni fyrr en ella. Þá kannar félagið nú skráningu á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi. 28. mars 2023 07:46