Lífið

Fyrrverandi ráðherra selur glæsihús í Þingholtunum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið er byggt árið 1920 og er einstaklega sjarmerandi með frönskum gluggum.
Húsið er byggt árið 1920 og er einstaklega sjarmerandi með frönskum gluggum. Kristján Orri

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, og Sigurmar Kristján Albertsson, lögmaður og eiginmaður hennar, hafa sett fallegt einbýlishús sitt í Þingholtunum í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 215 milljónir.

Um er að ræða 316,5 fermetra glæsihús við Fjólugötu 7, byggt árið 1920. Húsið er á tveimur hæðum auk kjallara og rislofts. Auk þess er möguleiki á aukaíbúð.

Á fyrstu hæðinni eru stórar og rúmgóðar stofur með aukinni lofthæð og fallegri loftklæðningu. Úr borðstofu er gengið fram í einstaklega fallega sólstofu og frá henni er hægt að ganga niður í garð.

Gluggar, hurðir og loftlistar eru upprunalegir og gefa eigninni einstakan sjarma, að því er segir í auglýsingu fyrir eignina. Lóðin er einstaklega falleg og vel gróin með tveimur veröndum. 

Álfheiður var þingmaður Vinstri grænna á árunum 2007 til 2013 og heilbrigðisráðherra á árunum 2009 og 2010.

Húsið var byggt árið 1920 og er á tveimur hæðum.Kristján Orri
Úr forstofu er gengið inn í hol en þar er stigi upp á aðra hæð.Kristján Orri
Eldhúsið er grænt og sjarmerandi.Kristján Orri
Úr eldhúsi er stigi niður í rúmgott hol en úr því er hægt er að ganga út í garð.Kristján Orri
Fallegi klæðning er í lofti í borðstofu.Kristján Orri
Franskir gluggar gefa rýminu mikinn sjarma.Kristján Orri
Sólstofan er rauð og glæsileg.Kristján Orri
Stofan er rúmgóð og björt.Kristján Orri





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.