Hringdi í neyðarlínuna og sagðist ekki vita hvar orrustuþotan væri Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2023 10:37 Orrustuþota af gerðinni F-35 Lightning II. Enn liggur ekki fyrir af hverju flugmaður einnar stökk úr henni á flugi yfir Suður-Karólínu en flugvélin flaug áfram meira en hundrað kílómetra. AP/Michel Euler Flugmaður F-35 orrustuþotu sem týndist á dögunum í Bandaríkjunum, lenti í fallhlíf í bakgarði manns í Suður-Karólínu. Þegar eigandi hússins hringdi í neyðarlínuna virtist sú sem svaraði eiga erfitt með að átta sig á hvað væri að gerast, sem gæti ef til vill talist eðlilegt, en flugmaðurinn tilkynnti henni að hann hefði skotið sér úr orrustuþotu og vissi ekki hvar flugvélin væri. Eigandi hússins sagði að flugmaðurinn hefði lent í garði sínum og vildi kanna hvort hann gæti fengið sjúkrabíl sendan til sín þar sem flugmaðurinn fann til í bakinu eftir að hafa skotið sér úr flugvélinni í tvö þúsund feta hæð, sem samsvarar um sex hundruð metrum. Eftir að flugmaðurinn yfirgaf herþotuna mun hún hafa flogið á sjálfstýringu, í um þúsund feta hæð. Flugmaðurinn, sem er 47 ára gamall landgönguliði með mikla reynslu af flugstörfum, yfirgaf orrustuþotuna vegna ótilgreindrar bilunar. Flugvélin flaug þá áfram á sjálfstýringu meira en hundrað kílómetra og brotlenti á strjálbýlu svæði í Suður-Karólínu. Það tók meira en sólarhring að finna brak orrustuþotunnar en málið hefur vakið mikla furðu. „Fröken. Herþota brotlenti. Ég er flugmaðurinn. Við þurfum að koma björgunarsveitum af stað. Ég er ekki viss um hvar flugvélin er en hún hefur væntanlega brotlent. Ég skaut mér úr henni." Seinan meir bað hann aftur um sjúkrabíl, vegna þess að hann hefði svifið til jarðar í fallhlíf. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir upptöku af símtalinu til Neyðarlínunnar og má heyra það hér að neðan. Myndbandið er þó ekki textað. Forsvarsmenn Landgönguliðs Bandaríkjanna segjast ekki vita með vissu af hverju flugvélin flaug svo langt áfram en það gæti verið vegna öryggisbúnaðar sem ætlað er að verja flugmenn í neyðartilfellum. Vísa þeir til hugbúnaðar sem á að halda þotum stöðugum ef flugmaður er ekki með hendur á stjórntækjum hennar. Hugbúnaðurinn er hannaður til að bjarga flugmönnum ef þeir missa meðvitund eða tapa áttum á flugi. Eins og áður segir liggur ekki fyrir af hverju flugmaðurinn yfirgaf flugvélina en samkvæmt upplýsingum frá landgönguliðinu er talið að þessi hugbúnaður hafi mögulega bjargað lífi hans og annarra á jörðinni með því að fljúga þotunni áfram. Mörgum spurningum um atvikið er ósvarað og þá helst þeirri af hverju það tók rúman sólarhring að finna brak þotunnar. F-35 eru hannaðar til að vera illgreinanlegar á ratsjám og þær eru einnig með hugbúnað sem eyðir uupplýsingum úr tölvukerfi þeirra og samskiptakerfi en þessum hugbúnaði er ætlað að vernda flugmenn þurfi þeir að yfirgefa þoturnar yfir yfirráðasvæði óvina. Þetta í samblandi við veðrið og hversu lágskýjað var, gerði leitina að orrustuþotuni erfiða. Eitt vitni sem sá herþotuna á flugi hefur vakið mikla lukku á internetinu síðustu daga. A F-35 crash witness describes the sounds he heard. Not uncommon that people don t think it s an aircraft crashing when it comes to loud sounds and don t report it. WBTW pic.twitter.com/tK62V0AMeJ— Thenewarea51 (@thenewarea51) September 20, 2023 Bandaríkin Fréttir af flugi Hernaður Tengdar fréttir Herþotan sem týndist er fundin Brak úr F-35 herþotunni, sem landgöngulið Bandaríkjanna týndi um helgina, fannst í sveit í Suður-Karólínu í gær. Herinn hafði óskað eftir hjálp borgaranna við leit að vélinni en gat þó ekki staðfest að hún hefði brotlent. 19. september 2023 07:20 Herinn óskar eftir aðstoð almennings við að finna týnda herþotu Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til almennings um aðstoð við að finna herþotu sem týndist einhvers staðar yfir Suður-Karólínu eftir að flugmaðurinn skaut sér úr þotunni. 18. september 2023 07:21 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Eigandi hússins sagði að flugmaðurinn hefði lent í garði sínum og vildi kanna hvort hann gæti fengið sjúkrabíl sendan til sín þar sem flugmaðurinn fann til í bakinu eftir að hafa skotið sér úr flugvélinni í tvö þúsund feta hæð, sem samsvarar um sex hundruð metrum. Eftir að flugmaðurinn yfirgaf herþotuna mun hún hafa flogið á sjálfstýringu, í um þúsund feta hæð. Flugmaðurinn, sem er 47 ára gamall landgönguliði með mikla reynslu af flugstörfum, yfirgaf orrustuþotuna vegna ótilgreindrar bilunar. Flugvélin flaug þá áfram á sjálfstýringu meira en hundrað kílómetra og brotlenti á strjálbýlu svæði í Suður-Karólínu. Það tók meira en sólarhring að finna brak orrustuþotunnar en málið hefur vakið mikla furðu. „Fröken. Herþota brotlenti. Ég er flugmaðurinn. Við þurfum að koma björgunarsveitum af stað. Ég er ekki viss um hvar flugvélin er en hún hefur væntanlega brotlent. Ég skaut mér úr henni." Seinan meir bað hann aftur um sjúkrabíl, vegna þess að hann hefði svifið til jarðar í fallhlíf. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir upptöku af símtalinu til Neyðarlínunnar og má heyra það hér að neðan. Myndbandið er þó ekki textað. Forsvarsmenn Landgönguliðs Bandaríkjanna segjast ekki vita með vissu af hverju flugvélin flaug svo langt áfram en það gæti verið vegna öryggisbúnaðar sem ætlað er að verja flugmenn í neyðartilfellum. Vísa þeir til hugbúnaðar sem á að halda þotum stöðugum ef flugmaður er ekki með hendur á stjórntækjum hennar. Hugbúnaðurinn er hannaður til að bjarga flugmönnum ef þeir missa meðvitund eða tapa áttum á flugi. Eins og áður segir liggur ekki fyrir af hverju flugmaðurinn yfirgaf flugvélina en samkvæmt upplýsingum frá landgönguliðinu er talið að þessi hugbúnaður hafi mögulega bjargað lífi hans og annarra á jörðinni með því að fljúga þotunni áfram. Mörgum spurningum um atvikið er ósvarað og þá helst þeirri af hverju það tók rúman sólarhring að finna brak þotunnar. F-35 eru hannaðar til að vera illgreinanlegar á ratsjám og þær eru einnig með hugbúnað sem eyðir uupplýsingum úr tölvukerfi þeirra og samskiptakerfi en þessum hugbúnaði er ætlað að vernda flugmenn þurfi þeir að yfirgefa þoturnar yfir yfirráðasvæði óvina. Þetta í samblandi við veðrið og hversu lágskýjað var, gerði leitina að orrustuþotuni erfiða. Eitt vitni sem sá herþotuna á flugi hefur vakið mikla lukku á internetinu síðustu daga. A F-35 crash witness describes the sounds he heard. Not uncommon that people don t think it s an aircraft crashing when it comes to loud sounds and don t report it. WBTW pic.twitter.com/tK62V0AMeJ— Thenewarea51 (@thenewarea51) September 20, 2023
Bandaríkin Fréttir af flugi Hernaður Tengdar fréttir Herþotan sem týndist er fundin Brak úr F-35 herþotunni, sem landgöngulið Bandaríkjanna týndi um helgina, fannst í sveit í Suður-Karólínu í gær. Herinn hafði óskað eftir hjálp borgaranna við leit að vélinni en gat þó ekki staðfest að hún hefði brotlent. 19. september 2023 07:20 Herinn óskar eftir aðstoð almennings við að finna týnda herþotu Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til almennings um aðstoð við að finna herþotu sem týndist einhvers staðar yfir Suður-Karólínu eftir að flugmaðurinn skaut sér úr þotunni. 18. september 2023 07:21 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Herþotan sem týndist er fundin Brak úr F-35 herþotunni, sem landgöngulið Bandaríkjanna týndi um helgina, fannst í sveit í Suður-Karólínu í gær. Herinn hafði óskað eftir hjálp borgaranna við leit að vélinni en gat þó ekki staðfest að hún hefði brotlent. 19. september 2023 07:20
Herinn óskar eftir aðstoð almennings við að finna týnda herþotu Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til almennings um aðstoð við að finna herþotu sem týndist einhvers staðar yfir Suður-Karólínu eftir að flugmaðurinn skaut sér úr þotunni. 18. september 2023 07:21