„Búið að vera æðislegt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2023 14:30 Vinstri bakvörðurinn Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur leikið vel með Stjörnunni í sumar. vísir/arnar Stjörnukonan Sædís Rún Heiðarsdóttir gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland tekur á móti Wales í Þjóðadeild Evrópu í kvöld. Sædís er annar tveggja nýliða í íslenska hópnum ásamt markverðinum Fanneyju Ingu Birkisdóttur. „Þetta er búið að vera æðislegt. Það er virkilega skemmtilegt að vera hérna og stelpurnar hafa tekið mjög vel á móti mér,“ sagði Sædís fyrir landsliðsæfingu á þriðjudaginn, aðspurð hvernig fyrstu kynni af A-landsliðinu hefðu verið. Sædísi líst vel á leikina sem framundan eru í Þjóðadeildinni. Ísland mætir Wales í kvöld og Þýskalandi á mánudaginn. „Þetta eru virkilega sterkir andstæðingar en við erum líka með sterkan hóp. Við förum inn í alla leiki til að sækja þrjú stig,“ sagði Sædís. En gerir hún sér vonir um að fá tækifæri í leikjunum sem framundan eru? „Það er undir Steina [Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara] komið. Ég tek bara því hlutverki sem ég fæ og reyni að skila því eins vel af mér og ég get,“ svaraði Sædís. Hún var fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem tók þátt á EM í sumar. Sú reynsla kemur að góðum notum þegar ofar í fótboltakeðjuna er komið. „Það mun klárlega hjálpa hér og ég reyni að nýta mér þá reynslu sem ég hef,“ sagði Sædís. Hún segist mátulega sátt við tímabilið hingað til hjá Stjörnunni. Liðið er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 35 stig, tveimur stigum á eftir Breiðabliki sem er í 2. sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. „Við byrjuðum ekkert alltof vel en náðum að koma okkur í gang og sem er mjög mikilvægt. Ég er ágætlega sátt. Við eigum enn bullandi séns á að ná Evrópusæti. Það er nóg eftir af þessu móti og við þurfum bara að klára okkar leiki og vona það besta,“ sagði Sædís að lokum. Leikur Íslands og Wales hefst klukkan 18:00 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira
„Þetta er búið að vera æðislegt. Það er virkilega skemmtilegt að vera hérna og stelpurnar hafa tekið mjög vel á móti mér,“ sagði Sædís fyrir landsliðsæfingu á þriðjudaginn, aðspurð hvernig fyrstu kynni af A-landsliðinu hefðu verið. Sædísi líst vel á leikina sem framundan eru í Þjóðadeildinni. Ísland mætir Wales í kvöld og Þýskalandi á mánudaginn. „Þetta eru virkilega sterkir andstæðingar en við erum líka með sterkan hóp. Við förum inn í alla leiki til að sækja þrjú stig,“ sagði Sædís. En gerir hún sér vonir um að fá tækifæri í leikjunum sem framundan eru? „Það er undir Steina [Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara] komið. Ég tek bara því hlutverki sem ég fæ og reyni að skila því eins vel af mér og ég get,“ svaraði Sædís. Hún var fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem tók þátt á EM í sumar. Sú reynsla kemur að góðum notum þegar ofar í fótboltakeðjuna er komið. „Það mun klárlega hjálpa hér og ég reyni að nýta mér þá reynslu sem ég hef,“ sagði Sædís. Hún segist mátulega sátt við tímabilið hingað til hjá Stjörnunni. Liðið er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 35 stig, tveimur stigum á eftir Breiðabliki sem er í 2. sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. „Við byrjuðum ekkert alltof vel en náðum að koma okkur í gang og sem er mjög mikilvægt. Ég er ágætlega sátt. Við eigum enn bullandi séns á að ná Evrópusæti. Það er nóg eftir af þessu móti og við þurfum bara að klára okkar leiki og vona það besta,“ sagði Sædís að lokum. Leikur Íslands og Wales hefst klukkan 18:00 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira