„Búið að vera æðislegt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2023 14:30 Vinstri bakvörðurinn Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur leikið vel með Stjörnunni í sumar. vísir/arnar Stjörnukonan Sædís Rún Heiðarsdóttir gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland tekur á móti Wales í Þjóðadeild Evrópu í kvöld. Sædís er annar tveggja nýliða í íslenska hópnum ásamt markverðinum Fanneyju Ingu Birkisdóttur. „Þetta er búið að vera æðislegt. Það er virkilega skemmtilegt að vera hérna og stelpurnar hafa tekið mjög vel á móti mér,“ sagði Sædís fyrir landsliðsæfingu á þriðjudaginn, aðspurð hvernig fyrstu kynni af A-landsliðinu hefðu verið. Sædísi líst vel á leikina sem framundan eru í Þjóðadeildinni. Ísland mætir Wales í kvöld og Þýskalandi á mánudaginn. „Þetta eru virkilega sterkir andstæðingar en við erum líka með sterkan hóp. Við förum inn í alla leiki til að sækja þrjú stig,“ sagði Sædís. En gerir hún sér vonir um að fá tækifæri í leikjunum sem framundan eru? „Það er undir Steina [Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara] komið. Ég tek bara því hlutverki sem ég fæ og reyni að skila því eins vel af mér og ég get,“ svaraði Sædís. Hún var fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem tók þátt á EM í sumar. Sú reynsla kemur að góðum notum þegar ofar í fótboltakeðjuna er komið. „Það mun klárlega hjálpa hér og ég reyni að nýta mér þá reynslu sem ég hef,“ sagði Sædís. Hún segist mátulega sátt við tímabilið hingað til hjá Stjörnunni. Liðið er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 35 stig, tveimur stigum á eftir Breiðabliki sem er í 2. sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. „Við byrjuðum ekkert alltof vel en náðum að koma okkur í gang og sem er mjög mikilvægt. Ég er ágætlega sátt. Við eigum enn bullandi séns á að ná Evrópusæti. Það er nóg eftir af þessu móti og við þurfum bara að klára okkar leiki og vona það besta,“ sagði Sædís að lokum. Leikur Íslands og Wales hefst klukkan 18:00 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Sjá meira
„Þetta er búið að vera æðislegt. Það er virkilega skemmtilegt að vera hérna og stelpurnar hafa tekið mjög vel á móti mér,“ sagði Sædís fyrir landsliðsæfingu á þriðjudaginn, aðspurð hvernig fyrstu kynni af A-landsliðinu hefðu verið. Sædísi líst vel á leikina sem framundan eru í Þjóðadeildinni. Ísland mætir Wales í kvöld og Þýskalandi á mánudaginn. „Þetta eru virkilega sterkir andstæðingar en við erum líka með sterkan hóp. Við förum inn í alla leiki til að sækja þrjú stig,“ sagði Sædís. En gerir hún sér vonir um að fá tækifæri í leikjunum sem framundan eru? „Það er undir Steina [Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara] komið. Ég tek bara því hlutverki sem ég fæ og reyni að skila því eins vel af mér og ég get,“ svaraði Sædís. Hún var fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem tók þátt á EM í sumar. Sú reynsla kemur að góðum notum þegar ofar í fótboltakeðjuna er komið. „Það mun klárlega hjálpa hér og ég reyni að nýta mér þá reynslu sem ég hef,“ sagði Sædís. Hún segist mátulega sátt við tímabilið hingað til hjá Stjörnunni. Liðið er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 35 stig, tveimur stigum á eftir Breiðabliki sem er í 2. sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. „Við byrjuðum ekkert alltof vel en náðum að koma okkur í gang og sem er mjög mikilvægt. Ég er ágætlega sátt. Við eigum enn bullandi séns á að ná Evrópusæti. Það er nóg eftir af þessu móti og við þurfum bara að klára okkar leiki og vona það besta,“ sagði Sædís að lokum. Leikur Íslands og Wales hefst klukkan 18:00 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Sjá meira