Vantar einhvern til að halda lífi í líkhúsinu Bjarki Sigurðsson skrifar 23. september 2023 08:00 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir líkhúsið þurfa umsjónarmann. Snæfellsbær/Google Yfirvöld í Snæfellsbæ munu ekki ráðast í endurbætur á líkhúsi sveitarfélagsins fyrr en einhver finnst sem vill sjá um þjónustuna. Skorað hefur verið á sveitarfélagið að breyta afstöðu sinni. Í fundargerð bæjarstjórnar Snæfellsbæjar kemur fram að henni hafi borist bréf frá öldungaráði varðandi líkhús sveitarfélagsins. Húsið er staðsett við Hjarðartún í Ólafsvík, við hliðina á bókasafninu. Tónlistarskólinn er staðsettur vinstra megin í húsinu, bókasafnið hægra megin og svo er líkhúsið í húsinu sem líkist bílskúr lengst til hægri. „Bæjarstjórn telur að ekki sé forsvaranlegt að fara í fjárfrekar framkvæmdir við húsið á meðan ekki er fyrirséð hver, eða hverjir, munu koma til með að sjá um þá þjónustu sem þarf að veita þar. Bæjarstjórn bendir á að þessa þjónustu er hægt að sækja í Stykkishólm,“ segir í svari bæjarstjórnar við bréfinu. Í samtali við fréttastofu segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, að bréfið hafi borist þeim vegna þess að óskað var eftir því að veitt væri fjár til endurnýjunar á húsnæðinu en sveitarfélagið á húsnæðið þrátt fyrir að sóknarnefndirnar á svæðinu reki líkhúsið. Umsjónarmaður á leið burt Hins vegar er kominn upp sá vandi að sá aðili hjá sóknarnefndunum sem sá um líkhúsin er á leið úr Snæfellsbæ. Enn sem komið er er ekki búið að finna neinn til að taka við af honum. „Við viljum bara sjá að það ætli einhver að þjónusta þetta. Að það sé einhver fullvissa fyrir því að ef við förum í einhverjar framkvæmdir á húsinu, það kostar einhverjar milljónir. Viljum ekki að þegar við erum búin að laga það að það komi í ljós að enginn vilji sjá um þjónustuna. Þá var ekki sniðugt að fara í framkvæmdirnar,“ segir Kristinn. Viðkvæmt mál Enginn hefur lýst yfir áhuga sínum á að taka við rekstrinum og því er boltinn enn hjá sóknarnefndunum. „Á Vestfjörðum, þar sem ég er fæddur og uppalinn, var líkhús í hverri einustu byggð. En í dag er bara á Ísafirði. Þetta er bara breyting, þetta er viðkvæmt mál og ég geri mér alveg grein fyrir því að fólk vilji hafa þjónustuna í nærsamfélaginu en það verður að fara einhver til að þjónusta,“ segir Kristinn. Stígi enginn fram mun starfsemin að öllum líkindum leggjast niður. Þá þurfa íbúar sveitarfélagsins reiða sig á líkhúsið í Stykkishólmi. Trúmál Snæfellsbær Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Í fundargerð bæjarstjórnar Snæfellsbæjar kemur fram að henni hafi borist bréf frá öldungaráði varðandi líkhús sveitarfélagsins. Húsið er staðsett við Hjarðartún í Ólafsvík, við hliðina á bókasafninu. Tónlistarskólinn er staðsettur vinstra megin í húsinu, bókasafnið hægra megin og svo er líkhúsið í húsinu sem líkist bílskúr lengst til hægri. „Bæjarstjórn telur að ekki sé forsvaranlegt að fara í fjárfrekar framkvæmdir við húsið á meðan ekki er fyrirséð hver, eða hverjir, munu koma til með að sjá um þá þjónustu sem þarf að veita þar. Bæjarstjórn bendir á að þessa þjónustu er hægt að sækja í Stykkishólm,“ segir í svari bæjarstjórnar við bréfinu. Í samtali við fréttastofu segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, að bréfið hafi borist þeim vegna þess að óskað var eftir því að veitt væri fjár til endurnýjunar á húsnæðinu en sveitarfélagið á húsnæðið þrátt fyrir að sóknarnefndirnar á svæðinu reki líkhúsið. Umsjónarmaður á leið burt Hins vegar er kominn upp sá vandi að sá aðili hjá sóknarnefndunum sem sá um líkhúsin er á leið úr Snæfellsbæ. Enn sem komið er er ekki búið að finna neinn til að taka við af honum. „Við viljum bara sjá að það ætli einhver að þjónusta þetta. Að það sé einhver fullvissa fyrir því að ef við förum í einhverjar framkvæmdir á húsinu, það kostar einhverjar milljónir. Viljum ekki að þegar við erum búin að laga það að það komi í ljós að enginn vilji sjá um þjónustuna. Þá var ekki sniðugt að fara í framkvæmdirnar,“ segir Kristinn. Viðkvæmt mál Enginn hefur lýst yfir áhuga sínum á að taka við rekstrinum og því er boltinn enn hjá sóknarnefndunum. „Á Vestfjörðum, þar sem ég er fæddur og uppalinn, var líkhús í hverri einustu byggð. En í dag er bara á Ísafirði. Þetta er bara breyting, þetta er viðkvæmt mál og ég geri mér alveg grein fyrir því að fólk vilji hafa þjónustuna í nærsamfélaginu en það verður að fara einhver til að þjónusta,“ segir Kristinn. Stígi enginn fram mun starfsemin að öllum líkindum leggjast niður. Þá þurfa íbúar sveitarfélagsins reiða sig á líkhúsið í Stykkishólmi.
Trúmál Snæfellsbær Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira