Hélt að PCOS kaflanum væri lokið eftir barneignir Helena Rós Sturludóttir skrifar 23. september 2023 15:45 Guðrún Rútsdóttir Aðsend Þörf er á frekari vitundarvakningu um fjölblöðrueggjastokkaheilkenni að sögn formanns PCOS samtakanna. Átta til þrettán prósent kvenna eru með heilkennið en sjötíu prósent vita ekki af því. Septembermánuður ár hvert er alþjóðlegur vitundarvakningarmánuður um PCOS eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni. „Hvað getum við gert“ er yfirskrift ráðstefnu PCOS samtakanna sem fer fram í dag. Guðrún Rútsdóttir, formaður PCOS samtakanna, segir heilkennið geta haft margvísleg áhrif á konur. „Þetta er sem sagt innkirtlaröskun sem veldur óreglu á hormónakerfi líkamans og þetta er ein algengasta orsök ófrjósemi hjá konum. Þetta er heilkenni og hefur margvíslegar afleiðingar og lýsir sér á mismunandi hátt hjá mismunandi konum,“ segir Guðrún. Ekki eingöngu ófrjósemi Guðrún þekkir PCOS vel sjálf en hún greindist á barneignaraldri en það reyndist henni erfitt að verða ófrísk „Sem svo tókst og þá í rauninni hélt ég að mín PCOS saga væri búin því þetta er það sem er svo oft einblínt á, ófrjósemin,“ segir Guðrún. Það sé þó margt annað sem heilkennið getur haft áhrif á. „Ég kemst ekki að því fyrr en ég er 39 ára gömul að líkurnar á að fá sykursýki tvö eru yfirgnæfandi og hjarta og æðasjúkdómar, krabbamein í legslími,“ segir hún jafnframt og bætir við að einnig séu mun meiri líkur á að konur með PCOS glími við átröskun, þunglyndi og kvíða. „Sem hefði verið ofboðslega gott að vera meðvitaður um frá upphafi.“ Skilningsleysi og fitusmánun Að sögn Guðrúnar er heilkennið ólæknandi en ýmsar leiðir séu til að halda einkennum niðri. Konur hafi mætt skilningsleysi og fitusmánun í heilbrigðiskerfinu. „Það þarf bara meiri þekkingu og vitundarvakningu í heilbrigðiskerfinu og samfélaginu. Það er bara þannig og þetta vandamál er ekki einangrað við Ísland,“ segir Guðrún og bendir á hin Norðurlöndin. „Við erum öll á sama stað – Ísland er ekkert öðruvísi en hin Norðurlöndin og ég held það sé að verða þessi vitundarvakning núna,“ segir Guðrún að lokum. Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Vandamál hve oft læknar svari konum: „Þú verður bara að léttast“ Guðrún Rútsdóttir, varaformaður PCOS samtaka Íslands og doktor í próteinefnafræði, vill auka meðvitund um PCOS heilkennið hjá almenningi og starfsfólki í heilbrigðiskerfinu. Ástæðan fyrir þessari ósk um aukna vitundarvakningu er umfjöllun um notkun Íslendinga á lyfjunum Saxenda, Ozempic og Viscosa. 4. febrúar 2023 07:00 Með blöðru á stærð við epli á eggjastokknum Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig við fylgjendur sína á Instagram í gær og sagði frá því að hún væri með stóra blöðru á eggjastokknum sem ylli henni talsverðum óþægindum. Hún sagðist vilja deila þessu, þar sem fjölmargar aðrar konur væru að glíma við sama vandamál. 29. nóvember 2022 15:31 Eiga loksins von á barni eftir langa baráttu við ófrjósemi Hjónin Ása Hulda Oddsdóttir og Hörður Þór Jóhannsson eiga von á barni, en þau hafa um árabil staðið í baráttu við ófrjósemi. 8. janúar 2020 18:00 Stofnuðu PCOS samtök Íslands: Þessi hópur þurfti málsvara PCOS samtök Íslands hafa verið stofnuð sem málsvari fyrir hóp þeirra einstaklinga sem eru með sjúkdóminn og er búið að opna á skráningu fyrir meðlimi. Áætlað er að um 10-15% kvenna á frjósemiskeiði séu með PCOS sem gerir þetta einn algengasta innkirtlasjúkdóminn hjá konum. 11. febrúar 2022 09:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Septembermánuður ár hvert er alþjóðlegur vitundarvakningarmánuður um PCOS eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni. „Hvað getum við gert“ er yfirskrift ráðstefnu PCOS samtakanna sem fer fram í dag. Guðrún Rútsdóttir, formaður PCOS samtakanna, segir heilkennið geta haft margvísleg áhrif á konur. „Þetta er sem sagt innkirtlaröskun sem veldur óreglu á hormónakerfi líkamans og þetta er ein algengasta orsök ófrjósemi hjá konum. Þetta er heilkenni og hefur margvíslegar afleiðingar og lýsir sér á mismunandi hátt hjá mismunandi konum,“ segir Guðrún. Ekki eingöngu ófrjósemi Guðrún þekkir PCOS vel sjálf en hún greindist á barneignaraldri en það reyndist henni erfitt að verða ófrísk „Sem svo tókst og þá í rauninni hélt ég að mín PCOS saga væri búin því þetta er það sem er svo oft einblínt á, ófrjósemin,“ segir Guðrún. Það sé þó margt annað sem heilkennið getur haft áhrif á. „Ég kemst ekki að því fyrr en ég er 39 ára gömul að líkurnar á að fá sykursýki tvö eru yfirgnæfandi og hjarta og æðasjúkdómar, krabbamein í legslími,“ segir hún jafnframt og bætir við að einnig séu mun meiri líkur á að konur með PCOS glími við átröskun, þunglyndi og kvíða. „Sem hefði verið ofboðslega gott að vera meðvitaður um frá upphafi.“ Skilningsleysi og fitusmánun Að sögn Guðrúnar er heilkennið ólæknandi en ýmsar leiðir séu til að halda einkennum niðri. Konur hafi mætt skilningsleysi og fitusmánun í heilbrigðiskerfinu. „Það þarf bara meiri þekkingu og vitundarvakningu í heilbrigðiskerfinu og samfélaginu. Það er bara þannig og þetta vandamál er ekki einangrað við Ísland,“ segir Guðrún og bendir á hin Norðurlöndin. „Við erum öll á sama stað – Ísland er ekkert öðruvísi en hin Norðurlöndin og ég held það sé að verða þessi vitundarvakning núna,“ segir Guðrún að lokum.
Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Vandamál hve oft læknar svari konum: „Þú verður bara að léttast“ Guðrún Rútsdóttir, varaformaður PCOS samtaka Íslands og doktor í próteinefnafræði, vill auka meðvitund um PCOS heilkennið hjá almenningi og starfsfólki í heilbrigðiskerfinu. Ástæðan fyrir þessari ósk um aukna vitundarvakningu er umfjöllun um notkun Íslendinga á lyfjunum Saxenda, Ozempic og Viscosa. 4. febrúar 2023 07:00 Með blöðru á stærð við epli á eggjastokknum Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig við fylgjendur sína á Instagram í gær og sagði frá því að hún væri með stóra blöðru á eggjastokknum sem ylli henni talsverðum óþægindum. Hún sagðist vilja deila þessu, þar sem fjölmargar aðrar konur væru að glíma við sama vandamál. 29. nóvember 2022 15:31 Eiga loksins von á barni eftir langa baráttu við ófrjósemi Hjónin Ása Hulda Oddsdóttir og Hörður Þór Jóhannsson eiga von á barni, en þau hafa um árabil staðið í baráttu við ófrjósemi. 8. janúar 2020 18:00 Stofnuðu PCOS samtök Íslands: Þessi hópur þurfti málsvara PCOS samtök Íslands hafa verið stofnuð sem málsvari fyrir hóp þeirra einstaklinga sem eru með sjúkdóminn og er búið að opna á skráningu fyrir meðlimi. Áætlað er að um 10-15% kvenna á frjósemiskeiði séu með PCOS sem gerir þetta einn algengasta innkirtlasjúkdóminn hjá konum. 11. febrúar 2022 09:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Vandamál hve oft læknar svari konum: „Þú verður bara að léttast“ Guðrún Rútsdóttir, varaformaður PCOS samtaka Íslands og doktor í próteinefnafræði, vill auka meðvitund um PCOS heilkennið hjá almenningi og starfsfólki í heilbrigðiskerfinu. Ástæðan fyrir þessari ósk um aukna vitundarvakningu er umfjöllun um notkun Íslendinga á lyfjunum Saxenda, Ozempic og Viscosa. 4. febrúar 2023 07:00
Með blöðru á stærð við epli á eggjastokknum Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig við fylgjendur sína á Instagram í gær og sagði frá því að hún væri með stóra blöðru á eggjastokknum sem ylli henni talsverðum óþægindum. Hún sagðist vilja deila þessu, þar sem fjölmargar aðrar konur væru að glíma við sama vandamál. 29. nóvember 2022 15:31
Eiga loksins von á barni eftir langa baráttu við ófrjósemi Hjónin Ása Hulda Oddsdóttir og Hörður Þór Jóhannsson eiga von á barni, en þau hafa um árabil staðið í baráttu við ófrjósemi. 8. janúar 2020 18:00
Stofnuðu PCOS samtök Íslands: Þessi hópur þurfti málsvara PCOS samtök Íslands hafa verið stofnuð sem málsvari fyrir hóp þeirra einstaklinga sem eru með sjúkdóminn og er búið að opna á skráningu fyrir meðlimi. Áætlað er að um 10-15% kvenna á frjósemiskeiði séu með PCOS sem gerir þetta einn algengasta innkirtlasjúkdóminn hjá konum. 11. febrúar 2022 09:30