Finnur Freyr: Nýir möguleikar og nýir hlutir sem þróa liðið aðeins Smári Jökull Jónsson skrifar 24. september 2023 21:31 Þeir vinna vel saman, Kristófer Acox og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Kristófer átti frábæran leik hjá Val með 18 stig og 17 fráköst. Vísir Bára Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals var ánægður með sigur sinna manna gegn Tindastóli í Meistarakeppni KKÍ. „Bara sitt lítið af hverju,“ sagði Finnur Freyr aðspurður hvað Valsmenn hefðu gert vel til að vinna Tindastól fyrir norðan. „Við gerðum ágætlega að spila vörn heilt yfir. Þegar við vorum að hreyfa boltann vel og sækja á þá vorum við að skapa okkur skot allan leikinn.“ Valsmenn náðu að halda tempóinu aðeins niðri í leiknum en Finnur var þó ekki endilega á því að það væri leikur Vals frekar en Stólanna. „Ég veit ekki um okkar leik eða þennan. Þetta var jafn leikur. Mér fannst við gera það sem við gerðum oft illa í fyrra, að koma út úr hálfleiknum, gera það vel. Mér fannst þeir vera að halda sér inni í leiknum á óþarfa körfum sem Þórir var að skora og einhverjum mjúkum villum í skotum. Mér fannst mikið af óþarfa vítum sem þeir voru að fá, bæði lélegt af okkur og svo var eitthvað verið að jafna dómgæsluna frá því í fyrri hálfleik.“ Valsmenn eru í meiðslavandræðum og til að mynda voru bæði Kári Jónsson og Ástþór Svalason í borgaralegum klæðum á varamannabekknum. Finnur Freyr hrósaði Daða Lár Jónssyni sérstaklega. „Sterkt að koma inn og ég er virkilega ánægður með Daða Lár hvernig hann stígur inn í bakvarðastöðuna í fjarveru allra hinna bakvarðanna. Kristinn Pálsson náttúrulega, mjög flott fyrsta framminstaða hans í Valsbúningnum,“ en Kristinn átti frábæran leik í kvöld og var stigahæstur Valsmanna. Hann kom til liðsins fyrir tímabilið. „Eins og þú veist þá vantar helling í bakvarðasveitina okkar. Það er styrkur okkar að við höfum verið að spila án manna og verið að prófa okkur áfram. Þó þetta sé mikið til sama lið og í fyrra þá eru að koma nýir strákar inn, nýir möguleikar og nýir hlutir sem þróa liðið aðeins og breyta því.“ Hann sagði gott að verja Meistarabikarinn þó hann sagði álit fólks á honum mismunandi. „Allavega titill í dag. Týpískur titill sem maður talar vel um þegar maður vinnur hann en spilar hann niður þegar maður tapar. Gott að ná að verja þennan eftir að hafa unnið hann líka í fyrra.“ Valur Tindastóll Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
„Bara sitt lítið af hverju,“ sagði Finnur Freyr aðspurður hvað Valsmenn hefðu gert vel til að vinna Tindastól fyrir norðan. „Við gerðum ágætlega að spila vörn heilt yfir. Þegar við vorum að hreyfa boltann vel og sækja á þá vorum við að skapa okkur skot allan leikinn.“ Valsmenn náðu að halda tempóinu aðeins niðri í leiknum en Finnur var þó ekki endilega á því að það væri leikur Vals frekar en Stólanna. „Ég veit ekki um okkar leik eða þennan. Þetta var jafn leikur. Mér fannst við gera það sem við gerðum oft illa í fyrra, að koma út úr hálfleiknum, gera það vel. Mér fannst þeir vera að halda sér inni í leiknum á óþarfa körfum sem Þórir var að skora og einhverjum mjúkum villum í skotum. Mér fannst mikið af óþarfa vítum sem þeir voru að fá, bæði lélegt af okkur og svo var eitthvað verið að jafna dómgæsluna frá því í fyrri hálfleik.“ Valsmenn eru í meiðslavandræðum og til að mynda voru bæði Kári Jónsson og Ástþór Svalason í borgaralegum klæðum á varamannabekknum. Finnur Freyr hrósaði Daða Lár Jónssyni sérstaklega. „Sterkt að koma inn og ég er virkilega ánægður með Daða Lár hvernig hann stígur inn í bakvarðastöðuna í fjarveru allra hinna bakvarðanna. Kristinn Pálsson náttúrulega, mjög flott fyrsta framminstaða hans í Valsbúningnum,“ en Kristinn átti frábæran leik í kvöld og var stigahæstur Valsmanna. Hann kom til liðsins fyrir tímabilið. „Eins og þú veist þá vantar helling í bakvarðasveitina okkar. Það er styrkur okkar að við höfum verið að spila án manna og verið að prófa okkur áfram. Þó þetta sé mikið til sama lið og í fyrra þá eru að koma nýir strákar inn, nýir möguleikar og nýir hlutir sem þróa liðið aðeins og breyta því.“ Hann sagði gott að verja Meistarabikarinn þó hann sagði álit fólks á honum mismunandi. „Allavega titill í dag. Týpískur titill sem maður talar vel um þegar maður vinnur hann en spilar hann niður þegar maður tapar. Gott að ná að verja þennan eftir að hafa unnið hann líka í fyrra.“
Valur Tindastóll Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira