Viðskipti innlent

Nýr eigandi hjá Yrki

Bjarki Sigurðsson skrifar
Eigendur Yrki eru fjórir talsins. Frá hægri: Sólveig Berg, Ásdís Helga Ágústsdóttir, Gunnar Ágústsson og Yngvi Karl Sigurjónsson. 
Eigendur Yrki eru fjórir talsins. Frá hægri: Sólveig Berg, Ásdís Helga Ágústsdóttir, Gunnar Ágústsson og Yngvi Karl Sigurjónsson. 

Gunnar Ágústsson skipulagsfræðingur hefur bæst í eigendahóp Yrki arkitekta þar sem hann hefur starfað síðustu fimm ár. Á sama tíma bætir Yngvi Karl Sigurjónsson arkitekt við hlut sinn í félaginu, en hann hefur verið í eigendahópnum frá 2018.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Yrki. 

Gunnar sérhæfir sig í samræmingu hönnunar og skipulagsáætlana, ráðgjöf varðandi skipulags- og áætlanagerð, umhverfismál og ýmis önnur verkefni á höndum sveitarfélaga.

Yrki arkitektar voru stofnaðir af Ásdísi Helgu Ágústsdóttur arkitekt og Sólveigu Berg arkitekt árið 1997 og hefur frá upphafi boðið upp á alhliða þjónustu á sviði arkitektúrs og skipulags. Í dag samanstendur þá eigendahópurinn af þeim fjórum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×