Svandís matvælaráðherra hefur eignast nöfnu í Keldudal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. september 2023 20:17 Svandís og Sunna í Keldudal en kýrin Svandís er mjög spök og verður vonandi dugleg að framleiða íslenska mjólk í mjaltaþjóni fjóssins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra hefur eignast nöfnu en það er kýr á bænum Keldudal í Hegranesi í Skagafirði. Kýrin, sem er rétt rúmlega eins árs þykir efnileg og á vonandi eftir að mjólka mikið í framtíðinni. Í Keldudal er nýtt og glæsilegt fjós hjá bændunum á bænum, þeim Guðrúnu Lárusdóttur og Þórarni Leifssyni með einum mjaltaþjóni. Fjósið var 14 mánuði í byggingu. „Þetta er svona þægilegra en vinnutíminn hefur ekki styst en þetta er svona miklu sveigjanlegra og hreinlegra, léttari vinna. Við erum með um 70 kýr og hálfa milljón lítra í framleiðslu,“ segir Guðrún Lárusdóttir kúabóndi í Keldudal. Guðrún og Þórarinn eru alsæl með nýja fjósið sitt í Keludal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allar kýrnar í fjósinu hafa nöfn og kvígurnar líka. Sunna Þórarinsdóttir, heimasætan á bænum sér um að gefa nöfnin. „Já, ég fæ að ráða svona flestum nöfnunum en það er misvel tekið í þau en það er búið að vera vel tekið í þau undanfarið. Það hefur aðeins verið Guðrúnar frá Lundi þema þannig að við eigum Þóru, Lilju og Borghildi og Sigurlínu. Síðan erum við alltaf með hefðbundnar Huppur og Skjöldur en mér finnst skemmtilegra að þær heiti svona fjölbreytt,“ segir Sunna. Og ein kvíga fékk nafn Svandísar matvælaráðherra og heitir í höfuðið á henni. „Heyrðu, jú, jú, það er ein Svandís Svavars hjá okkur. Hún er orðin ársgömul kvíga núna. Við höfum stundum látið heita eftir landbúnaðarráðherrunum ef okkur líst vel á þá,“ segir Sunna hlægjandi og bætir við. „Svandís er ansi spök því hún á það til að elta mann aðeins um. Hún hagar sér alltaf vel samt.“ En eru einhverjir ráðherrataktar í henni? „Ég veit það ekki alveg, það á eftir að koma í ljós. Ég býst við að við sjáum það þegar hún fer að læra á róbótinn þegar hún verður eldri,“ segir Sunna og hlær. Svandís ráðherra heimsótti nýlega nýja fjósið í Keldudal en hún er hér með Sunnu og Þórarni. Hún hitti að sjálfsögðu nöfnu sína líka.Aðsend En hún er mjög falleg? „Já, hún er mjög falleg, líka stór eftir aldri og svona.“ Nýja fjósið í Keldudal er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skagafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Í Keldudal er nýtt og glæsilegt fjós hjá bændunum á bænum, þeim Guðrúnu Lárusdóttur og Þórarni Leifssyni með einum mjaltaþjóni. Fjósið var 14 mánuði í byggingu. „Þetta er svona þægilegra en vinnutíminn hefur ekki styst en þetta er svona miklu sveigjanlegra og hreinlegra, léttari vinna. Við erum með um 70 kýr og hálfa milljón lítra í framleiðslu,“ segir Guðrún Lárusdóttir kúabóndi í Keldudal. Guðrún og Þórarinn eru alsæl með nýja fjósið sitt í Keludal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allar kýrnar í fjósinu hafa nöfn og kvígurnar líka. Sunna Þórarinsdóttir, heimasætan á bænum sér um að gefa nöfnin. „Já, ég fæ að ráða svona flestum nöfnunum en það er misvel tekið í þau en það er búið að vera vel tekið í þau undanfarið. Það hefur aðeins verið Guðrúnar frá Lundi þema þannig að við eigum Þóru, Lilju og Borghildi og Sigurlínu. Síðan erum við alltaf með hefðbundnar Huppur og Skjöldur en mér finnst skemmtilegra að þær heiti svona fjölbreytt,“ segir Sunna. Og ein kvíga fékk nafn Svandísar matvælaráðherra og heitir í höfuðið á henni. „Heyrðu, jú, jú, það er ein Svandís Svavars hjá okkur. Hún er orðin ársgömul kvíga núna. Við höfum stundum látið heita eftir landbúnaðarráðherrunum ef okkur líst vel á þá,“ segir Sunna hlægjandi og bætir við. „Svandís er ansi spök því hún á það til að elta mann aðeins um. Hún hagar sér alltaf vel samt.“ En eru einhverjir ráðherrataktar í henni? „Ég veit það ekki alveg, það á eftir að koma í ljós. Ég býst við að við sjáum það þegar hún fer að læra á róbótinn þegar hún verður eldri,“ segir Sunna og hlær. Svandís ráðherra heimsótti nýlega nýja fjósið í Keldudal en hún er hér með Sunnu og Þórarni. Hún hitti að sjálfsögðu nöfnu sína líka.Aðsend En hún er mjög falleg? „Já, hún er mjög falleg, líka stór eftir aldri og svona.“ Nýja fjósið í Keldudal er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skagafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira