Einstök verslun í 50 ár Fjarðarkaup 27. september 2023 08:31 Fjarðarkaup hefur verið vinsæl verslun í hálfa öld. Þessa dagana fagnar verslunin 50 ára afmæli sínu en hátíðarhöldunum lýkur á laugardag. Kíktu í Fjarðarkaup og fagnaðu með okkur! Verslunin Fjarðarkaup hefur verið samofinn sögu Hafnarfjarðar undanfarna hálfa öld en hún heldur upp á 50 ára afmæli sitt dagana 21.-30. september. Þessa daga er boðið upp á margar skemmtilegar uppákomur og frábær afmælistilboð auk þess sem skemmtilegur afmælisleikur verður í gangi meðan afmælisveislan stendur yfir segir Ingibjörg Sveinsdóttir, mannauðs- og markaðsstjóri Fjarðarkaupa. Sigurbergur Sveinsson var einn fjögurra stofnanda Fjarðarkaups og er í dag aðaleigandi verslunarinnar. „Við munum bjóða upp á á gómsætt smakk í mat og drykk alla dagana frá helstu birgjum okkar en líka frá frábæra bakaríinu okkar. Ég vil hvetja alla til að taka þátt í afmælisleiknum en hann má finna á vefnum okkar og verða fjöldi glæsilegra vinninga í boði.“ Fjarðarkaup hefur verið samofinn sögu Hafnarfjarðar undanfarna hálfa öld auk þess sem íbúar í nágranna sveitafélögum hafa haldið tryggð við hana lengi. Afmælisdagskráin sjálf er fjölbreytt og skemmtileg. „Síðustu daga hafa Klói kókómjólk ásamt íþróttaálfinum og Sollu kíkt í heimsókn og við höfum boðið upp á köku, mjólk og ís. Dagana 28.-30. september höldum við svo áfram að bjóða upp á köku, mjólk og ís og á föstudag og laugardag kíkir hinn síkáti Klói kókómjólk aftur í heimsókn til okkar. Nánari tímasetningar má finna á vef okkar." íþróttaálfurinn og Solla kíktu í heimsókn í vikunni og vöktu mikla kátínu meðal gesta á öllum aldri. Farsæl 50 ár fyrir neytendur Verslunin Fjarðarkaup var upphaflega opnuð við Trönuhraun í Hafnarfirði þann 7. júlí 1973 og var því með fyrstu lágvöruverðsverslunum sem opnaðar voru hér á landi. Stofnendur og fyrstu eigendur voru annars vegar hjónin Ingibjörg Gísladóttir og Sigurbergur Sveinsson og hins vegar Valgerður Jónsdóttir og Bjarni Blomsterberg. Ingibjörg og Sigurbergur keyptu fyrirtækið að fullu á 20 ára afmælisárinu árið 1993 og hafa Fjarðarkaup síðan verið í eigu fjölskyldunnar Bæjarbúar hafa alla tíð haldið tryggð við Fjarðarkaup. Sigurbergur Sveinsson er enn þann dag í dag aðaleigandi verslunarinnar og með honum starfa við reksturinn synir þeirra Ingibjargar heitinnar: Sveinn og Gísli. Þeir eiga síðan börn sem einnig hafa staðið vaktina um lengri eða skemmri tíma. Já, það er og verður fjölskyldubragur á Fjarðarkaupum. Hér má kynna sér sögu Fjarðarkaupa í stuttu máli: Verslun Hafnarfjörður Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Þessa daga er boðið upp á margar skemmtilegar uppákomur og frábær afmælistilboð auk þess sem skemmtilegur afmælisleikur verður í gangi meðan afmælisveislan stendur yfir segir Ingibjörg Sveinsdóttir, mannauðs- og markaðsstjóri Fjarðarkaupa. Sigurbergur Sveinsson var einn fjögurra stofnanda Fjarðarkaups og er í dag aðaleigandi verslunarinnar. „Við munum bjóða upp á á gómsætt smakk í mat og drykk alla dagana frá helstu birgjum okkar en líka frá frábæra bakaríinu okkar. Ég vil hvetja alla til að taka þátt í afmælisleiknum en hann má finna á vefnum okkar og verða fjöldi glæsilegra vinninga í boði.“ Fjarðarkaup hefur verið samofinn sögu Hafnarfjarðar undanfarna hálfa öld auk þess sem íbúar í nágranna sveitafélögum hafa haldið tryggð við hana lengi. Afmælisdagskráin sjálf er fjölbreytt og skemmtileg. „Síðustu daga hafa Klói kókómjólk ásamt íþróttaálfinum og Sollu kíkt í heimsókn og við höfum boðið upp á köku, mjólk og ís. Dagana 28.-30. september höldum við svo áfram að bjóða upp á köku, mjólk og ís og á föstudag og laugardag kíkir hinn síkáti Klói kókómjólk aftur í heimsókn til okkar. Nánari tímasetningar má finna á vef okkar." íþróttaálfurinn og Solla kíktu í heimsókn í vikunni og vöktu mikla kátínu meðal gesta á öllum aldri. Farsæl 50 ár fyrir neytendur Verslunin Fjarðarkaup var upphaflega opnuð við Trönuhraun í Hafnarfirði þann 7. júlí 1973 og var því með fyrstu lágvöruverðsverslunum sem opnaðar voru hér á landi. Stofnendur og fyrstu eigendur voru annars vegar hjónin Ingibjörg Gísladóttir og Sigurbergur Sveinsson og hins vegar Valgerður Jónsdóttir og Bjarni Blomsterberg. Ingibjörg og Sigurbergur keyptu fyrirtækið að fullu á 20 ára afmælisárinu árið 1993 og hafa Fjarðarkaup síðan verið í eigu fjölskyldunnar Bæjarbúar hafa alla tíð haldið tryggð við Fjarðarkaup. Sigurbergur Sveinsson er enn þann dag í dag aðaleigandi verslunarinnar og með honum starfa við reksturinn synir þeirra Ingibjargar heitinnar: Sveinn og Gísli. Þeir eiga síðan börn sem einnig hafa staðið vaktina um lengri eða skemmri tíma. Já, það er og verður fjölskyldubragur á Fjarðarkaupum. Hér má kynna sér sögu Fjarðarkaupa í stuttu máli:
Verslun Hafnarfjörður Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira