Þýski landsliðsþjálfarinn fjarverandi á móti Íslandi í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2023 11:00 Martina Voss-Tecklenburg ræðir við leikmenn þýska liðsins eftir að það datt úr leik í riðlakeppni HM í sumar. Getty/Elsa Þýska kvennalandsliðið í fótbolta er í vandræðum þessi misserin og þetta er því góður tími fyrir íslensku stelpurnar að mæta þeim í Þjóðadeildinni. Liðin mætast í Bochum í dag. Þýska liðið er ekki aðeins í vandræðum inn á vellinum því utan hans glímir landsliðsþjálfarinn við veikindi. Martina Voss-Tecklenburg gat ekki stýrt liðinu á móti Dönum og hún verður heldur ekki við stjórnvölinn í leiknum á móti Íslandi í dag. View this post on Instagram A post shared by DFB-Frauen (@dfb_frauenteam) Aðstoðarkona hennar Britta Carlson mun stýra liðinu eins og í tapleiknum á móti Dönum. Carlson hefur hins vegar tekið það fram að hún vilji alls ekki taka við liðinu. Þessi afstaða Carlson og óvissa um veikindi Voss-Tecklenburg þýðir að þýska liðið er svolítið í lausu lofti eins og sá í 2-0 tapi á móti Dönum fyrir nokkrum dögum. Íslenska liðið vann 1-0 sigur á Wales á sama tíma. Þjóðadeildin er í raun barátta um sæti á Ólympíuleikunum í París á næsta ári því sigurvegari hvers riðils á enn möguleika á að komast þangað. Tapið á móti Danmörku í fyrsta leik þýðir að þýska liðið verður helst að vinna íslensku stelpurnar í dag og pressan er mikil á þýska liðinu eftir ófarirnar á HM í sumar. Þýska liðið vann vissulega 6-0 sigur í fyrsta leik á HM en náði bara einu stigi út úr síðustu tveimur leikjunum og sat því eftir í riðlinum. Voss-Tecklenburg hefur verið landsliðsþjálfari frá árinu 2019 og árangurinn hefur ekki verið til að hrópa húrra fyrir sérstaklega í samanburði við fyrri ár. Silfrið á EM 2022 gaf þó von um að bjartari tímar væru í vændum og þess vegar voru vonbrigðin á HM í sumar enn meiri. Hún er með samning til ársins 2025 og það er því óvissuástand í gangi á meðan ekki er vitað um alvarleika veikindanna og um hvort hún geti hreinlega snúið aftur á hliðarlínuna. Leikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan 16.15 og verður fylgst með honum í beinni textalýsingu hér á Vísi. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Sjá meira
Þýska liðið er ekki aðeins í vandræðum inn á vellinum því utan hans glímir landsliðsþjálfarinn við veikindi. Martina Voss-Tecklenburg gat ekki stýrt liðinu á móti Dönum og hún verður heldur ekki við stjórnvölinn í leiknum á móti Íslandi í dag. View this post on Instagram A post shared by DFB-Frauen (@dfb_frauenteam) Aðstoðarkona hennar Britta Carlson mun stýra liðinu eins og í tapleiknum á móti Dönum. Carlson hefur hins vegar tekið það fram að hún vilji alls ekki taka við liðinu. Þessi afstaða Carlson og óvissa um veikindi Voss-Tecklenburg þýðir að þýska liðið er svolítið í lausu lofti eins og sá í 2-0 tapi á móti Dönum fyrir nokkrum dögum. Íslenska liðið vann 1-0 sigur á Wales á sama tíma. Þjóðadeildin er í raun barátta um sæti á Ólympíuleikunum í París á næsta ári því sigurvegari hvers riðils á enn möguleika á að komast þangað. Tapið á móti Danmörku í fyrsta leik þýðir að þýska liðið verður helst að vinna íslensku stelpurnar í dag og pressan er mikil á þýska liðinu eftir ófarirnar á HM í sumar. Þýska liðið vann vissulega 6-0 sigur í fyrsta leik á HM en náði bara einu stigi út úr síðustu tveimur leikjunum og sat því eftir í riðlinum. Voss-Tecklenburg hefur verið landsliðsþjálfari frá árinu 2019 og árangurinn hefur ekki verið til að hrópa húrra fyrir sérstaklega í samanburði við fyrri ár. Silfrið á EM 2022 gaf þó von um að bjartari tímar væru í vændum og þess vegar voru vonbrigðin á HM í sumar enn meiri. Hún er með samning til ársins 2025 og það er því óvissuástand í gangi á meðan ekki er vitað um alvarleika veikindanna og um hvort hún geti hreinlega snúið aftur á hliðarlínuna. Leikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan 16.15 og verður fylgst með honum í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Sjá meira