Fótbolti

„Alls ekki nógu gott“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Glódís Perla var allt annað en sátt með frammistöðu íslenska liðsins.
Glódís Perla var allt annað en sátt með frammistöðu íslenska liðsins. Frank Zeising/DeFodi Images via Getty Images

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var alls ekki ánægð með frammistöðu liðsins eftir 4-0 tap gegn Þjóðverjum í Þjóðadeild UEFA í dag.

„Mjög erfiður leikur í dag. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega, en eftir að þær skora fyrsta markið fannst mér þetta bara vera einstefna,“ sagði Glódís í viðtali við RÚV að leik loknum.

„Við erum bara í nauðvörn og náum ekkert að halda í boltann þegar við vinnum hann. Við töpum bara á móti betra liði, því miður.“

Hún segir að þýska liðið hafi einfaldlega verið betra í dag.

„Það er ekkert skemmtilegt og það er ekkert sem við viljum endilega gera. En það er eitthvað sem okkur á að líða vel með og á að vera styrkleiki hjá okkur, en það var ekki alveg nógu gott hjá okkur í dag. Við vorum ekki eins þétta á milli lína og við þurftum að vera og við vorum ekki eins harðar að boxinu og við þurftum að vera. Það var bara margt sem gekk ekki upp í dag og við töpuðum bara á móti betra liði.“

Þá segir Glódís að íslenska liðið muni læra af þessum leik.

„Ég veit það ekki. Það er erfitt að segja til um það núna og maður vill náttúrulega segja að þetta hafi verið betri frammistaða á móti Wales af því að við unnum þann leik, en að sama skapi er Þýskaland töluvert betra lið. Það er klárlega margt sem við munu geta lært af þessum leik og þetta var kannski ekki leikurinn sem við bjuggumst við að taka þrjú stig, þó það hafi klárlega verið eitthvað sem við hefðum verið til í að gera.“

„Í dag vorum við ekki að ná að útfæra það sem við ætluðum að gera á vellinum og þetta var alls ekki nógu gott.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×