Lífið

Enok opnar sig um hnífaárás: „Ég mæli ekki með að vera stunginn“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Enok og Birgitta Líf byrjaði að rugla saman reytum í ársbyrjun 2022 en þó nokkur aldursmunur er á parinu þar sem Birgitta er nýorðin þrítug og Enok er 21 árs. Parið á von á sínu fyrsta barni í byrjun næsta árs.
Enok og Birgitta Líf byrjaði að rugla saman reytum í ársbyrjun 2022 en þó nokkur aldursmunur er á parinu þar sem Birgitta er nýorðin þrítug og Enok er 21 árs. Parið á von á sínu fyrsta barni í byrjun næsta árs. Enok

Enok Vatnar Jónsson, sjómaður og kærasti athafnakonunnar og áhrifavaldsins Birgittu Lífar Björnsdóttur, ber ör víða um líkamann eftir stunguárás í áramótapartýi. Hann segir frá árásinni í hlaðvarpsþættinum Götustrákar.

„Ég mæli ekki með að vera stunginn. Þetta er úti um allt maður,“ segir Enok og sýndi tvö ör á bringunni og eitt á öðrum handleggnum í þættinum.

Stjórnendur þáttarins eru Aron Mímir Gylfason og Bjarki Viðarsson. 

Enok lýsir atburðarrásinni fyrir strákunum en hann kveðst hafa verið í áramótagleðskap fyrir nokkrum árum.

„Það er einhver pillufíkill inni á klósetti að fá sér dóp. Við erum að reyna að halda „respectful“ partý. Gæinn er bara læstur inni á klósetti allan tímann og stelpur eru að reyna að pissa og eitthvað. Það er verið að banka á hurðina og hann er með einhverja stæla. Ég segi við gæjann sem er að halda þetta partý: hentu honum út. Við nennum ekki að hafa svona fólk hérna.“

„Hann fer að henda honum út. Þá byrja einhverjir stælar og þeir fara að slást. Hann ýtir honum upp við vegg og gæinn kemur bara hlaupandi að honum með hníf og byrjar að stinga hann í bakið. Þá þarf maður að gera eitthvað í málunum,“ segir Enok sem var að eigin sögn nýbúinn að blanda sér drykk. 

„Ég kem á hliðina og slæ hann í andlitið með drykknum. Ég ætlaði að blinda hann en þá hefði ég átt að skvetta á hann. En ég hleyp þá á hann og dreg úlpuna hans yfir augun á honum.“

Enok segist hafa ýtt honum í kjölfarið upp við vegg þar sem hann náði hálstaki á manninum. Hann gerði sér þó ekki grein fyrir því að maðurinn væri með hníf.

„Þá er stór blóðpollur fyrir framan mig sem ég hélt að væri úr nefinu á honum,“ segir Enok.

„Þá eru allir strákarnir mínir mættir og ætla að fara að stappa á honum. Ég segi: strákar, hættið. Leyfið honum að fara. Ég stend upp og er í svartri skyrtu og þá kemur einhver oh, my god. Þá er skyrtan rifin og bara brjóstvöðvinn kominn út úr henni.“

Stikluna úr þættinum má sjá hér að neðan en þar talar Enok meðal annars um hvernig hann kynntist Birgittu Líf og hvernig föðurhlutverkið leggst í hann.


Tengdar fréttir

Tilkynntu kyn barnsins með þyrlu

Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson héldu kynjaveislu í kvöld þar sem þau greindu frá kyni ófædds barns síns með því að láta þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti. Ef marka má bláan litinn á parið von á dreng.

Þrítugsafmæli Birgittu var upp á tíu

Fyrsti þátturinn af annarri seríu af LXS var á dagskrá á Stöð 2 í gærkvöldi en í þáttunum er fylgst með skærustu samfélagsmiðlastjörnum landsins.

Eyða hundruðum þúsunda í kynjaveislur

Dæmi eru um að fólk eyði hundruðum þúsunda í skreytingar og annan aðbúnað fyrir kynjaveislur, að sögn eiganda verslunar með partívörur. Ein íburðarmesta kynjaveisla sem haldin hefur verið hér á landi vakti gríðarlega athygli í gær.

„Sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum“

Birgitta Líf Björnsdóttir og kærasti hennar Enok Vatnar Jónsson ræða árásina sem hann varð fyrir við Vínbúð ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Birgittu grunar að árásarmennirnir tveir hafi elt þau að búðinni en kveðst ekki vita hvaðan árásin sé sprottin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×