Lá inni á spítala í viku með gat á vélinda: „Ég var bara hálfur út úr heiminum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 27. september 2023 14:17 Gunnar Helgason og eiginkona hans, Björk Jakobsdóttir. Vísir/Einar Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason var hætt kominn er gat kom á vélinda hans eftir magaspeglun. Hann segist ekki hafa verið í lífshættu þrátt fyrir að atvikið hafi verið alvarlegt. Það var í sumar sem Gunnar fór í magaspeglun þar sem hann var með óvenju mikið bakflæði. Átti hann erfitt með að borða mat og drekka vökva vegna bakflæðisins. „Í magaspegluninni gerist það að kemur gat á vélindað, sem hefur einu sinni gerst áður á Íslandi. Það var þegar tækið sem spegla með, þá var það úr járni. En núna er þetta allt úr silíkoni og á ekki að gerast. Strax eftir magaspeglunina þá bara get ég ekki kyngt og reyni samt og byrja að kasta upp og enda á bráðamóttökunni,“ sagði Gunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Klippa: Bítið - Gunni Helga nær dauða en lífi Endaði Gunnar á bráðamóttökunni í Fossvogi og eftir að hafa dvalið þar mættu nokkrir læknar á svæðið, þar af einn sem Gunnar segir hafa augljóslega verið sérfræðing sem kallaður var út bara fyrir þetta mál. Ákváðu læknarnir að hann færi í aðgerð. „Gatið var mjög ofarlega og mér leið mjög illa, svo bara beint inn á skurðarborðið og leita gatinu og reyna að setja net yfir það eða eitthvað svoleiðis. En þeir fundu ekki gatið þannig þau töldu að hefði lokast, hefðu bara verið lítið og lokast,“ segir Gunnar. Læknarnir höfðu miklar áhyggjur af því að hann fengi sýkingu þannig hann lá inni á spítala næstu vikuna. „Ég var bara hálfur út úr heiminum sko bara á verkjalyfjum og einhverju. Ég var svo pirraður af því ég var að æfa leikrit og við höfðum svo stuttan tíma til að æfa leikritið. Þarna datt bara vika út. Svo braggaðist maður og var sendur heim og bara daginn eftir heim kominn heim, náttúrulega ekki búinn að borða í viku, fimm kílóum léttari, guði sé lof, hallelúja, mæli með þessu,“ segir Gunnar. Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Það var í sumar sem Gunnar fór í magaspeglun þar sem hann var með óvenju mikið bakflæði. Átti hann erfitt með að borða mat og drekka vökva vegna bakflæðisins. „Í magaspegluninni gerist það að kemur gat á vélindað, sem hefur einu sinni gerst áður á Íslandi. Það var þegar tækið sem spegla með, þá var það úr járni. En núna er þetta allt úr silíkoni og á ekki að gerast. Strax eftir magaspeglunina þá bara get ég ekki kyngt og reyni samt og byrja að kasta upp og enda á bráðamóttökunni,“ sagði Gunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Klippa: Bítið - Gunni Helga nær dauða en lífi Endaði Gunnar á bráðamóttökunni í Fossvogi og eftir að hafa dvalið þar mættu nokkrir læknar á svæðið, þar af einn sem Gunnar segir hafa augljóslega verið sérfræðing sem kallaður var út bara fyrir þetta mál. Ákváðu læknarnir að hann færi í aðgerð. „Gatið var mjög ofarlega og mér leið mjög illa, svo bara beint inn á skurðarborðið og leita gatinu og reyna að setja net yfir það eða eitthvað svoleiðis. En þeir fundu ekki gatið þannig þau töldu að hefði lokast, hefðu bara verið lítið og lokast,“ segir Gunnar. Læknarnir höfðu miklar áhyggjur af því að hann fengi sýkingu þannig hann lá inni á spítala næstu vikuna. „Ég var bara hálfur út úr heiminum sko bara á verkjalyfjum og einhverju. Ég var svo pirraður af því ég var að æfa leikrit og við höfðum svo stuttan tíma til að æfa leikritið. Þarna datt bara vika út. Svo braggaðist maður og var sendur heim og bara daginn eftir heim kominn heim, náttúrulega ekki búinn að borða í viku, fimm kílóum léttari, guði sé lof, hallelúja, mæli með þessu,“ segir Gunnar.
Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira