Fótbolti

PSV tryggði toppsætið með öruggum sigri

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Willum og félagar lutu í gras gegn PSV.
Willum og félagar lutu í gras gegn PSV. vísir/getty

Willum Þór Willumsson lék allan leikinn í 3-0 tapi Go Ahead Eagles gegn PSV Eindhoven. PSV tryggir þar með sæti sitt á toppi deildinnar og er með fullt hús stiga eftir 6 umferðir. GA Eagles er í 6. sætinu með 10 stig.

PSV hefur byrjað tímabilið af gríðarlegum krafti og voru mun sterkari aðilinn í þessum leik. Liðið hafði unnið alla sína leiki í deildinni og engin breyting varð þar á í dag. 

Luuk de Jong skoraði fyrsta markið á 21. mínútu leiksins, GA Eagles færðu sig framar á völlinn í leit að jöfnunarmarki en PSV tókst að halda út fram að hálfleik og fóru með eins marks forystu inn til búningsherbergjanna. 

Þeir komu svo sterkir út í seinni seinni hálfleikinn, Guus Til skoraði annað mark PSV á 49. mínútu og Luuk de Jong skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark leiksins aðeins fjórum mínútum síðar. 

PSV var algjörlega við stjórnvölinn það sem eftir var leiks, niðurbrotnir GA Eagles menn máttu sín lítils gegn heitasta liði Hollands þessa stundina og töpuðu leiknum sannfærandi að endingu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×