Nýtt líf Öldu Lóu Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2023 08:01 Um þessar mundir er Alda Lóa að umturna lífi sínu. Á sunnudaginn frumsýnir hún myndina Togolísa sem þegar hefur hlotið alþjóðleg verðlaun en myndin fjallar um afar athyglisverðar rokkbúðir stúlkna í Afríku. Antje Taigan Alda Lóa Leifsdóttir er að senda frá sér sína fyrstu heimildamynd: Togolísu. Hún er skilin við mann sinn sósíalistaleiðtogann Gunnar Smára Egilsson, hefur hafið djáknanám og er að taka saman efni í bók um hugvíkkandi efni. Togulísu verður frumsýnd á RIFF á sunnudaginn. Um er að ræða mynd sem fjallar um árlegar „Stelpur rokka! – tónlistarbúðir í Togo sem sönkonan Mirlinda Muakavi hefur stjórnað síðan 2016. Rokkbúðirnar eru samstarfsverkefni Mirlindu og Stelpur Rokka á Íslandi. Um er ræða rokkbúðir fyrir unglingsstúlkur í Togo, þar sem stúlkurnar fá tíma og rými til að vera saman og búa til tónlist. Togolísa var nýverið valin besta heimildamyndin á City of Angels hátíðinni, sem er kvikmyndahátíð kvenna í Los Angeles. Þegar Alda Lóa sá svartan mann á Bankastræti En við vöðum beint í vélarnar og spyrjum Öldu Lóu að því hvernig allt þetta hafi komið til? „Ég skal reyna að vera stuttorð en svarið er langt. Ég hef líklega verið sirka sjö ára í hallanum á Bankastræti þegar heimurinn snarstansaði allt varð kyrrt. Hinum megin við götuna var maður í svartri rúllukragapeysu og grá svörtum rykfrakka. Þarna stóð svartur maður frá Afríku. Ég hafði aldrei séð svartan mann áður. En fyrir mér var þetta eins og að sjá sjálfan sannleikann lýsa upp grámann í Þingholtunum. Þannig að ég tók auðvitað boði Þráins Bertelssonar og Sólveigar Eggertsdóttur að fara með þeim tæpum fjörutíu árum síðar til Togo.“ Öldu Lóu minnir að þetta hafi verið árið 2005. „Þegar þarna var komið við sögu hafði mig dreymt um að ættleiða barn frá Afríku og þessi ferð var gæfusöm að því leyti að ættleiðingaferlið hófst og um mitt sumar 2007 fékk ég Sóley mína. Alda Lóa heldur því fram að hið heimsfræga "cool" í NY komi frá Afríku. Eftir að hafa starfað með nunnu í Togo í mörg ár og farið margar ferðir þangað kviknaði þessi hugmynd að fá Stelpur Rokka! á Íslandi í samvinnu við Mirlindu, togóíska söngdívu, til þess að halda rokkbúðir, lokað rými fyrir stelpur þar sem þær geta tjáð sig, spilað og sungið í friði fyrir strákunum í nokkra daga á ári.“ Þetta hófst 2016 en utanríkisráðuneytið og Stelpur Rokka sjá alfarið um þetta samstarf í dag. „En ég fékk að gera heimildarmynd um þetta ævintýri. Tók upp efni samt aðallega árið 2019 og vann myndina hérna heima í Covid. Hún tók alltof langan tíma í framleiðslu og ég vona bara að ég komist á sjóinn til þess að geta borgað skuldirnar sem fylgdu í kjölfarið.“ Hin kynjaða hírakía Þetta er þín fyrsta mynd, er það ekki svo? „Jú, reyndar. Ég hafði gert einhver skólaverkefni í skólanum mínum í Berlín. En þessi mynd var eiginlega minn strangi skóli í kvikmyndagerð.“ Myndin var sýnd í Bandaríkjunum í fyrra og hlaut þá, eins og áður sagði, verðlaun á kvikmyndahátíð í LA en sýningin á RIFF á sunnudaginn er Evrópufrumsýning. Þetta verður í annað sinn sem hún er sýnd. Umfjöllunarefnið er býsna... hvernig á að orða það... kvenlægt? „Já þetta eru rokkbúðir fyrir stúlkur og flottar konur sem standa að þeim. Ég held að það sjáist engin karlmaður í myndinni fyrr en rétt í svipinn á lokatónleikunum þá mæta nokkrir pabbar. Rokkbúðirnar eru tilraun til þess að milda hina kynjuðu hírakíu sem ríkir í Togo eins og annars staðar. Hins vegar sagði Mirlinda, sem er svo mikið vit í, að kynjamunurinn væri þar sem engir peningar væru til. Stúlkur í Togo hefðu sömu tækifæri og strákar ef þær ættu peninga, vill hún halda fram. Það væri í fátæku fjölskyldunum sem strákarnir fengu frelsi og skólagöngu á meðan stelpurnar skúra og skrúbba og elda ofan í þá. Og það er gríðarleg fátækt í Togo þar sem stúlkurnar verða undir.“ Mirlinda Muakavi og Alda Lóa. Mirlinda er goðsögn og hún er stödd á Íslandi vegna frumsýningarinnar.Antje Taigan Mirlinda virðist vera potturinn og pannan í þessu verkefni? „Já, Mirlinda er yndisleg manneskja. Hún er einstæð tveggja barna móðir og Zouk-söngkona.“ Er hún miðlæg persóna í myndinni? „Nei, alls ekki. Myndin líður fyrir það að vera miðjulaus, kannski. En það er ástæða fyrir því.“ Kúlið í NY kemur frá Afríku Núnú? „Í fyrsta lagi þá fór ég að verða svo meðvituð um minn hvíta lit og forréttindi þegar ég var komin með allt efnið og fór að vinna myndina. Öll línuleg saga í mínum höndum hafði tilhneigingu til þess að verða gróf og fyrirséð. Það var ekki fyrr en ég settist niður með Einari Snorra, sem klippti myndina með mér, að við gátum saman galdrað eitthvað fallegt.“ En hvað geturðu sagt mér um þessar rokkbúðir, er þetta einhvers konar athvarf fyrir stúkur? „Já, þetta eru fimm daga gistibúðir einu sinni á ári. Milli fjörutíu og fimmtíu stelpur gista ásamt ungum konum sem leiðbeina þeim á hljóðfærin, söng og dans. Síðan er heill hellingur, eða um átta konur að elda og sinna þeim, þannig að þetta eru hátt í sextíu kvenmenn á svæðinu. Stelpurnar eru frá 10-18 ára.“ Og hvað svo, hvað verður um stelpurnar eftir búðirnar? „Það fer eftir því úr hvaða stétt þær koma. Fátæku stúlkurnar fara allavega heim að hjálpa mæðrum sínum sem eru oft einstæðar en það er mikið fjölkvæni í Togo og oft eru feðurnir ekki á heimilinu. En þessar stelpur eru rosalegir töffarar og þegar þú hittir þessar stelpur þá ertu að horfa á upprunann af kúlinu í New York, bein tenging. Einhver sagði að kúlið í NY kæmi frá Vestur-Afríku.“ Ók. Og gerir þú ráð fyrir því að gera fleiri heimildamyndir? „Þetta er svo dýrt. Ég þyrfti að vera stórkallalegri og gera þrjár í einu. Og eina leikna seríu til að þetta gangi upp. Á þessu tempói mínu er þetta svo mikil vosbúð. Þannig að ég veit ekki hvort ég eigi að gera ráð fyrir því.“ Sextugar konur rjúka upp hamingjustigann Ég velti fyrir mér stöðu heimildakvikmyndagerðarmannsins… þegar hann gerir myndir þá er það oft þannig að hann stillir sér upp með viðfangsefninu, hann heldur með því. Í stað þess kannski að vera hlutlaus í umfjöllun sinni. Hvernig horfir þetta við þér? „Ég fór af stað með einhvern strúktur og stöðu eins og maður gerir þegar maður sækir um styrk eða reynir að selja sitt project áður en lagt er af stað. En þessi staða er svo bara fokinn daginn sem þú byrjar að kvikmynda. Menningin er svo gjörólík þar og hér. Þú missir auðveldlega haldreipið.“ Alda Lóa skilur ekki Ewe-tungumálið sem er talað á suðurströndinni í Togo og þar segir hún að strax skilji milli hennar og viðfangsefnisins. „Ég er bara með mína brotnu frönsku eða túlk. Hins vegar er kosturinn við svona nálgun sú að viðfangsefnið reynir að hjálpa þér. Stelpurnar sjá hvað þú ert umkomulaus og leggja sig fram við að vera skemmtilegar eða gera eitthvað sem passar inn í rammann þinn. Þannig erum við kannski allar mættar á hlutlaust svæði. Myndin er uppfull af aðdáun á orku og fegurð sem er kannski ekki hlutlaus.“ Alda Lóa fer nú í gegnum hamskipti og heldur því fram að sextugar konur, öfugt við sextuga karla, rjúki upp hamingjuskalann.Antje Taigan Ók. Það má segja að frumsýning myndarinnar marki að einhverju leyti nýtt upphaf. Þú varst að skilja við Smára og ert komin í nám? „Hamskipti. Það er transformation-ferli í gangi í mínu lífi og þá skilja leiðir. Við förum í sitthvora áttina. Ég er komin í djáknanám og er að taka saman efni í bók um fólk sem fer í ferðalög á hugvíkkandi efnum í meðferðartilgangi.“ Alda Lóa hugsa sig um. „Ég vona að þetta hljómi ekki eins og eitthvað kapphlaup en allar rannsóknir sýna líka að einstæðar konur yfir sextugt rjúka upp hamingjuskalann og fara fram úr körlunum og pörunum. Allt að gerast í guðfræðinni Og svo ertu sest á skólabekk? „Mig langar að æfa hlustun og ég held að djáknanámið sé ágætis vettvangur. Get ekki útskýrt það betur en mig langar að heyra það sem er á bakvið orðin. Nálgast hjartað mitt og þitt. Síðan finnst mér guðfræðin alltaf svo spennandi. Sagan, heimspekin og trúarpælingarnar. Það er líka fullt að gerast í guðfræði í dag. Ég var einmitt að koma af á fyrirlestri hjá samískum presti og fræðimanni sem var að fjalla um hið heilaga í náttúrunni. Eins og margir samar í Norður-Noregi upplifa Guð sem er allt annar en Guð ríkiskirkjunnar sem trónar uppi fyrir ofan allt. Og þá erum við aftur komin að þessari hírarkíu sem ég nefndi áðan sem er í öllum okkar innviðum og þarf að uppræta ef eitthvað vit á að koma út úr þessu samfélagi manna.“ Ertu trúuð? „Ég trúi að það sé meining með þessu öllu og ég trúi á guðsneistann í fólki en ég er ekki góð í svona trúfélögum, enda alin upp á amerískum bíómyndum þar sem hin kristna fjölskylda er samansafn af fjöldamorðingjum. Þannig að bæði er ég lituð af þeim fordómum en síðan hef ég forðast öll félög alla mína ævi má segja að ég sé ekki góður félagsmaður en það stendur kannski til bóta eftir námið vonandi.“ Leitið og þér munið finna. „Tak sæng þína og gakk.“ Alda Lóa mælir ekki með því að fólk prófi hugvíkkandi efni eitt úti í horni, því það hefur hitt djöfulinn.Antje Taigan Fyrirgefðu að ég spyrji, en af því að við erum alltaf að leita að einhverjum tengingum; hvað kemur allt þetta ferðalögum á hugvíkkandi efnum í meðferðartilgangi við? „Alveg eins og hugvíkkandi efni hafa verið notuð við helgihald af innfæddum í Norður- og Suður-Ameríku um ómunatíð eru miklar líkur á því að hugvíkkandi efni hafi verið notuð við helgihald í fornkristni. Sterkar vísbendingar eru um það til dæmis hjá forngrikkjum í Eleusis helgihaldinu og Gnósta sem er kristin hreyfing í frumkristni sem varð undir þegar kirkjan og feðraveldið tók yfir Róm í kringum 2. öld eftir Krist. En trú þeirra Gnósta-manna fjallaði um Guð innra með okkur.“ Fólk hefur hitt djöfulinn Og Alda Lóa heldur áfram að útskýra… „Fjölgyðistrú eins og sú hjá forngrikkjum sem rann inn í kristnina er heldur ekki með einn guð sem er fyrir utan þig og yfir heldur eru þar margir og alls ekki fullkomnir. Það var hin skipulagða kirkja sem tók sér þetta hlutverk að vera milliliður á milli guðs og þín. Eins og samíski presturinn fjallaði um áðan á fyrirlestri sínum þá hafa alltaf verið þessi átök í kristni um guðinn inni í okkur og náttúrunni sem við nálgumst með dulhyggju og hugleiðslu og guðinn fyrir utan okkur sem við nálgumst í gegnum orðið og kirkjuveldið. Á hugvíkkandi efnum hefur fólk nálgast Guð eða leiðsögn innra með sér og fundið kærleika til annarra og séð lífið í víðara samhengi sem er alltaf gott.“ Ók. „En ég mæli ekki með að fólk sé að prófa þetta eitt út í horni af því fólk hefur nú líka hitt djöfulinn: „The Shadow“ sem Jung vill meina að sé hluti af okkur sem við þurfum að horfast í augu við.“ Höfundatal Kvikmyndagerð á Íslandi Hugvíkkandi efni Háskólar Vistaskipti Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Togulísu verður frumsýnd á RIFF á sunnudaginn. Um er að ræða mynd sem fjallar um árlegar „Stelpur rokka! – tónlistarbúðir í Togo sem sönkonan Mirlinda Muakavi hefur stjórnað síðan 2016. Rokkbúðirnar eru samstarfsverkefni Mirlindu og Stelpur Rokka á Íslandi. Um er ræða rokkbúðir fyrir unglingsstúlkur í Togo, þar sem stúlkurnar fá tíma og rými til að vera saman og búa til tónlist. Togolísa var nýverið valin besta heimildamyndin á City of Angels hátíðinni, sem er kvikmyndahátíð kvenna í Los Angeles. Þegar Alda Lóa sá svartan mann á Bankastræti En við vöðum beint í vélarnar og spyrjum Öldu Lóu að því hvernig allt þetta hafi komið til? „Ég skal reyna að vera stuttorð en svarið er langt. Ég hef líklega verið sirka sjö ára í hallanum á Bankastræti þegar heimurinn snarstansaði allt varð kyrrt. Hinum megin við götuna var maður í svartri rúllukragapeysu og grá svörtum rykfrakka. Þarna stóð svartur maður frá Afríku. Ég hafði aldrei séð svartan mann áður. En fyrir mér var þetta eins og að sjá sjálfan sannleikann lýsa upp grámann í Þingholtunum. Þannig að ég tók auðvitað boði Þráins Bertelssonar og Sólveigar Eggertsdóttur að fara með þeim tæpum fjörutíu árum síðar til Togo.“ Öldu Lóu minnir að þetta hafi verið árið 2005. „Þegar þarna var komið við sögu hafði mig dreymt um að ættleiða barn frá Afríku og þessi ferð var gæfusöm að því leyti að ættleiðingaferlið hófst og um mitt sumar 2007 fékk ég Sóley mína. Alda Lóa heldur því fram að hið heimsfræga "cool" í NY komi frá Afríku. Eftir að hafa starfað með nunnu í Togo í mörg ár og farið margar ferðir þangað kviknaði þessi hugmynd að fá Stelpur Rokka! á Íslandi í samvinnu við Mirlindu, togóíska söngdívu, til þess að halda rokkbúðir, lokað rými fyrir stelpur þar sem þær geta tjáð sig, spilað og sungið í friði fyrir strákunum í nokkra daga á ári.“ Þetta hófst 2016 en utanríkisráðuneytið og Stelpur Rokka sjá alfarið um þetta samstarf í dag. „En ég fékk að gera heimildarmynd um þetta ævintýri. Tók upp efni samt aðallega árið 2019 og vann myndina hérna heima í Covid. Hún tók alltof langan tíma í framleiðslu og ég vona bara að ég komist á sjóinn til þess að geta borgað skuldirnar sem fylgdu í kjölfarið.“ Hin kynjaða hírakía Þetta er þín fyrsta mynd, er það ekki svo? „Jú, reyndar. Ég hafði gert einhver skólaverkefni í skólanum mínum í Berlín. En þessi mynd var eiginlega minn strangi skóli í kvikmyndagerð.“ Myndin var sýnd í Bandaríkjunum í fyrra og hlaut þá, eins og áður sagði, verðlaun á kvikmyndahátíð í LA en sýningin á RIFF á sunnudaginn er Evrópufrumsýning. Þetta verður í annað sinn sem hún er sýnd. Umfjöllunarefnið er býsna... hvernig á að orða það... kvenlægt? „Já þetta eru rokkbúðir fyrir stúlkur og flottar konur sem standa að þeim. Ég held að það sjáist engin karlmaður í myndinni fyrr en rétt í svipinn á lokatónleikunum þá mæta nokkrir pabbar. Rokkbúðirnar eru tilraun til þess að milda hina kynjuðu hírakíu sem ríkir í Togo eins og annars staðar. Hins vegar sagði Mirlinda, sem er svo mikið vit í, að kynjamunurinn væri þar sem engir peningar væru til. Stúlkur í Togo hefðu sömu tækifæri og strákar ef þær ættu peninga, vill hún halda fram. Það væri í fátæku fjölskyldunum sem strákarnir fengu frelsi og skólagöngu á meðan stelpurnar skúra og skrúbba og elda ofan í þá. Og það er gríðarleg fátækt í Togo þar sem stúlkurnar verða undir.“ Mirlinda Muakavi og Alda Lóa. Mirlinda er goðsögn og hún er stödd á Íslandi vegna frumsýningarinnar.Antje Taigan Mirlinda virðist vera potturinn og pannan í þessu verkefni? „Já, Mirlinda er yndisleg manneskja. Hún er einstæð tveggja barna móðir og Zouk-söngkona.“ Er hún miðlæg persóna í myndinni? „Nei, alls ekki. Myndin líður fyrir það að vera miðjulaus, kannski. En það er ástæða fyrir því.“ Kúlið í NY kemur frá Afríku Núnú? „Í fyrsta lagi þá fór ég að verða svo meðvituð um minn hvíta lit og forréttindi þegar ég var komin með allt efnið og fór að vinna myndina. Öll línuleg saga í mínum höndum hafði tilhneigingu til þess að verða gróf og fyrirséð. Það var ekki fyrr en ég settist niður með Einari Snorra, sem klippti myndina með mér, að við gátum saman galdrað eitthvað fallegt.“ En hvað geturðu sagt mér um þessar rokkbúðir, er þetta einhvers konar athvarf fyrir stúkur? „Já, þetta eru fimm daga gistibúðir einu sinni á ári. Milli fjörutíu og fimmtíu stelpur gista ásamt ungum konum sem leiðbeina þeim á hljóðfærin, söng og dans. Síðan er heill hellingur, eða um átta konur að elda og sinna þeim, þannig að þetta eru hátt í sextíu kvenmenn á svæðinu. Stelpurnar eru frá 10-18 ára.“ Og hvað svo, hvað verður um stelpurnar eftir búðirnar? „Það fer eftir því úr hvaða stétt þær koma. Fátæku stúlkurnar fara allavega heim að hjálpa mæðrum sínum sem eru oft einstæðar en það er mikið fjölkvæni í Togo og oft eru feðurnir ekki á heimilinu. En þessar stelpur eru rosalegir töffarar og þegar þú hittir þessar stelpur þá ertu að horfa á upprunann af kúlinu í New York, bein tenging. Einhver sagði að kúlið í NY kæmi frá Vestur-Afríku.“ Ók. Og gerir þú ráð fyrir því að gera fleiri heimildamyndir? „Þetta er svo dýrt. Ég þyrfti að vera stórkallalegri og gera þrjár í einu. Og eina leikna seríu til að þetta gangi upp. Á þessu tempói mínu er þetta svo mikil vosbúð. Þannig að ég veit ekki hvort ég eigi að gera ráð fyrir því.“ Sextugar konur rjúka upp hamingjustigann Ég velti fyrir mér stöðu heimildakvikmyndagerðarmannsins… þegar hann gerir myndir þá er það oft þannig að hann stillir sér upp með viðfangsefninu, hann heldur með því. Í stað þess kannski að vera hlutlaus í umfjöllun sinni. Hvernig horfir þetta við þér? „Ég fór af stað með einhvern strúktur og stöðu eins og maður gerir þegar maður sækir um styrk eða reynir að selja sitt project áður en lagt er af stað. En þessi staða er svo bara fokinn daginn sem þú byrjar að kvikmynda. Menningin er svo gjörólík þar og hér. Þú missir auðveldlega haldreipið.“ Alda Lóa skilur ekki Ewe-tungumálið sem er talað á suðurströndinni í Togo og þar segir hún að strax skilji milli hennar og viðfangsefnisins. „Ég er bara með mína brotnu frönsku eða túlk. Hins vegar er kosturinn við svona nálgun sú að viðfangsefnið reynir að hjálpa þér. Stelpurnar sjá hvað þú ert umkomulaus og leggja sig fram við að vera skemmtilegar eða gera eitthvað sem passar inn í rammann þinn. Þannig erum við kannski allar mættar á hlutlaust svæði. Myndin er uppfull af aðdáun á orku og fegurð sem er kannski ekki hlutlaus.“ Alda Lóa fer nú í gegnum hamskipti og heldur því fram að sextugar konur, öfugt við sextuga karla, rjúki upp hamingjuskalann.Antje Taigan Ók. Það má segja að frumsýning myndarinnar marki að einhverju leyti nýtt upphaf. Þú varst að skilja við Smára og ert komin í nám? „Hamskipti. Það er transformation-ferli í gangi í mínu lífi og þá skilja leiðir. Við förum í sitthvora áttina. Ég er komin í djáknanám og er að taka saman efni í bók um fólk sem fer í ferðalög á hugvíkkandi efnum í meðferðartilgangi.“ Alda Lóa hugsa sig um. „Ég vona að þetta hljómi ekki eins og eitthvað kapphlaup en allar rannsóknir sýna líka að einstæðar konur yfir sextugt rjúka upp hamingjuskalann og fara fram úr körlunum og pörunum. Allt að gerast í guðfræðinni Og svo ertu sest á skólabekk? „Mig langar að æfa hlustun og ég held að djáknanámið sé ágætis vettvangur. Get ekki útskýrt það betur en mig langar að heyra það sem er á bakvið orðin. Nálgast hjartað mitt og þitt. Síðan finnst mér guðfræðin alltaf svo spennandi. Sagan, heimspekin og trúarpælingarnar. Það er líka fullt að gerast í guðfræði í dag. Ég var einmitt að koma af á fyrirlestri hjá samískum presti og fræðimanni sem var að fjalla um hið heilaga í náttúrunni. Eins og margir samar í Norður-Noregi upplifa Guð sem er allt annar en Guð ríkiskirkjunnar sem trónar uppi fyrir ofan allt. Og þá erum við aftur komin að þessari hírarkíu sem ég nefndi áðan sem er í öllum okkar innviðum og þarf að uppræta ef eitthvað vit á að koma út úr þessu samfélagi manna.“ Ertu trúuð? „Ég trúi að það sé meining með þessu öllu og ég trúi á guðsneistann í fólki en ég er ekki góð í svona trúfélögum, enda alin upp á amerískum bíómyndum þar sem hin kristna fjölskylda er samansafn af fjöldamorðingjum. Þannig að bæði er ég lituð af þeim fordómum en síðan hef ég forðast öll félög alla mína ævi má segja að ég sé ekki góður félagsmaður en það stendur kannski til bóta eftir námið vonandi.“ Leitið og þér munið finna. „Tak sæng þína og gakk.“ Alda Lóa mælir ekki með því að fólk prófi hugvíkkandi efni eitt úti í horni, því það hefur hitt djöfulinn.Antje Taigan Fyrirgefðu að ég spyrji, en af því að við erum alltaf að leita að einhverjum tengingum; hvað kemur allt þetta ferðalögum á hugvíkkandi efnum í meðferðartilgangi við? „Alveg eins og hugvíkkandi efni hafa verið notuð við helgihald af innfæddum í Norður- og Suður-Ameríku um ómunatíð eru miklar líkur á því að hugvíkkandi efni hafi verið notuð við helgihald í fornkristni. Sterkar vísbendingar eru um það til dæmis hjá forngrikkjum í Eleusis helgihaldinu og Gnósta sem er kristin hreyfing í frumkristni sem varð undir þegar kirkjan og feðraveldið tók yfir Róm í kringum 2. öld eftir Krist. En trú þeirra Gnósta-manna fjallaði um Guð innra með okkur.“ Fólk hefur hitt djöfulinn Og Alda Lóa heldur áfram að útskýra… „Fjölgyðistrú eins og sú hjá forngrikkjum sem rann inn í kristnina er heldur ekki með einn guð sem er fyrir utan þig og yfir heldur eru þar margir og alls ekki fullkomnir. Það var hin skipulagða kirkja sem tók sér þetta hlutverk að vera milliliður á milli guðs og þín. Eins og samíski presturinn fjallaði um áðan á fyrirlestri sínum þá hafa alltaf verið þessi átök í kristni um guðinn inni í okkur og náttúrunni sem við nálgumst með dulhyggju og hugleiðslu og guðinn fyrir utan okkur sem við nálgumst í gegnum orðið og kirkjuveldið. Á hugvíkkandi efnum hefur fólk nálgast Guð eða leiðsögn innra með sér og fundið kærleika til annarra og séð lífið í víðara samhengi sem er alltaf gott.“ Ók. „En ég mæli ekki með að fólk sé að prófa þetta eitt út í horni af því fólk hefur nú líka hitt djöfulinn: „The Shadow“ sem Jung vill meina að sé hluti af okkur sem við þurfum að horfast í augu við.“
Höfundatal Kvikmyndagerð á Íslandi Hugvíkkandi efni Háskólar Vistaskipti Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira