Býður upp á bótox án nokkurrar læknismenntunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. september 2023 12:08 Engar reglur gilda um fylliefni hér á landi en mjög strangar reglur gilda um bótox. kompás/skjáskot Meðferðaraðili í Reykjavík býður upp á bótox þrátt fyrir að vera ekki með læknismenntun. Snyrtifræðingur segist ítrekað hafa tilkynnt stofuna, en að ekkert sé aðhafst. Í Kompás sem sýndur var í vikunni er fjallað um hætturnar sem geta falist í því að hér á landi gilda engar reglur um hverjir mega sprauta fylliefni í varir eða andlit annarra. Í þættinum var rætt við íslenska konu sem lenti í lífshættu eftir varafyllingu á snyrtistofu sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. Kristín María Kristmannsdóttir, snyrtifræðingur, segir ömurlegt að hópur fólks sverti orðspor heillar stéttar. Snyrtifræðingar séu fagstétt og gagnrýnir að snyrtistofum án tilskilinna réttinda fari fjölgandi. „Þetta er lögvernduð starfsgrein og þú þarft að fara í skóla og fá sveinsprófsréttindi til að geta starfað í greininni. En það virðist bara sem hver sem er geti opnað stofu án þess að vera með nokkur réttindi.“ Finnið þið fyrir því að margir sem ekki hafa sveinspróf opni stofur hér og þar og stunda alls konar meðferðir? „Guð minn almáttugur já. Þetta er bara úti um allt.“ Hún segist ítrekað hafa tilkynnt stofu sem ólöglega bjóði upp á bótox. „Það er ekkert gert, það er engin sekt. Ekkert. Þau láta þetta bara fljóta fram hjá sér.“ Kristín María segist ítrekað hafa tilkynnt stofu sem bjóði upp á bótox og aðrar meðferðir en að ekki sé hlustað. Hún hefur áhyggjur af stöðunni.aðsend Þessi stofa sem þú ert að vísa í, hvað býður hún upp á? „Til dæmis bótox og fylliefni, gatanir og tattú, líkamstattú.“ Þú ert búin að láta ítrekað vita af þessu og enginn gerir neitt? „Enginn gerir neitt,“ segir Kristín. Eins og sést er mjög auðvelt er að panta tíma í bótox á netinu.skjáskot/vísir Einungis læknar mega nota bótox Ólíkt fylliefnum gilda strangar reglur um notkun bótox hér á landi. Um er að ræða lyf sem einungis læknar með sérfræðiþekkingu og reynslu af mega gefa. Við hringdum í umrædda stofu og athuguðum hvort hægt væri að fá tíma í bótox. Er hægt að panta tíma í bótox hjá ykkur? „Já.“ Sprautar þú þá í mig? „Við erum með frábæran snyrtifræðing sem gerir það.“ Er hún læknir? „Hún er fagmaður, er með margra ára reynslu í þessu.“ Meðferðaraðilinn er samkvæmt símtalinu snyrtifræðingur með mikla reynslu. Hann er ekki læknir og ekki heldur heilbrigðisstarfsmaður þar sem ekki er unnt að finna hann í sérleyfaskrá Landlæknis. Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15 Fylliefni hættuleg í röngum höndum og ástandið óásættanlegt Ástandið á fylliefnamarkaðnum er óásættanlegt og frelsið allt of mikið að sögn yfirlæknis hjá Embætti landlæknis. Fylliefni geti verið hættuleg í röngum höndum. 27. september 2023 19:30 Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Í Kompás sem sýndur var í vikunni er fjallað um hætturnar sem geta falist í því að hér á landi gilda engar reglur um hverjir mega sprauta fylliefni í varir eða andlit annarra. Í þættinum var rætt við íslenska konu sem lenti í lífshættu eftir varafyllingu á snyrtistofu sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. Kristín María Kristmannsdóttir, snyrtifræðingur, segir ömurlegt að hópur fólks sverti orðspor heillar stéttar. Snyrtifræðingar séu fagstétt og gagnrýnir að snyrtistofum án tilskilinna réttinda fari fjölgandi. „Þetta er lögvernduð starfsgrein og þú þarft að fara í skóla og fá sveinsprófsréttindi til að geta starfað í greininni. En það virðist bara sem hver sem er geti opnað stofu án þess að vera með nokkur réttindi.“ Finnið þið fyrir því að margir sem ekki hafa sveinspróf opni stofur hér og þar og stunda alls konar meðferðir? „Guð minn almáttugur já. Þetta er bara úti um allt.“ Hún segist ítrekað hafa tilkynnt stofu sem ólöglega bjóði upp á bótox. „Það er ekkert gert, það er engin sekt. Ekkert. Þau láta þetta bara fljóta fram hjá sér.“ Kristín María segist ítrekað hafa tilkynnt stofu sem bjóði upp á bótox og aðrar meðferðir en að ekki sé hlustað. Hún hefur áhyggjur af stöðunni.aðsend Þessi stofa sem þú ert að vísa í, hvað býður hún upp á? „Til dæmis bótox og fylliefni, gatanir og tattú, líkamstattú.“ Þú ert búin að láta ítrekað vita af þessu og enginn gerir neitt? „Enginn gerir neitt,“ segir Kristín. Eins og sést er mjög auðvelt er að panta tíma í bótox á netinu.skjáskot/vísir Einungis læknar mega nota bótox Ólíkt fylliefnum gilda strangar reglur um notkun bótox hér á landi. Um er að ræða lyf sem einungis læknar með sérfræðiþekkingu og reynslu af mega gefa. Við hringdum í umrædda stofu og athuguðum hvort hægt væri að fá tíma í bótox. Er hægt að panta tíma í bótox hjá ykkur? „Já.“ Sprautar þú þá í mig? „Við erum með frábæran snyrtifræðing sem gerir það.“ Er hún læknir? „Hún er fagmaður, er með margra ára reynslu í þessu.“ Meðferðaraðilinn er samkvæmt símtalinu snyrtifræðingur með mikla reynslu. Hann er ekki læknir og ekki heldur heilbrigðisstarfsmaður þar sem ekki er unnt að finna hann í sérleyfaskrá Landlæknis.
Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15 Fylliefni hættuleg í röngum höndum og ástandið óásættanlegt Ástandið á fylliefnamarkaðnum er óásættanlegt og frelsið allt of mikið að sögn yfirlæknis hjá Embætti landlæknis. Fylliefni geti verið hættuleg í röngum höndum. 27. september 2023 19:30 Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00
Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15
Fylliefni hættuleg í röngum höndum og ástandið óásættanlegt Ástandið á fylliefnamarkaðnum er óásættanlegt og frelsið allt of mikið að sögn yfirlæknis hjá Embætti landlæknis. Fylliefni geti verið hættuleg í röngum höndum. 27. september 2023 19:30
Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55