Biden segir Trump og stuðningsmenn hans beina ógn við lýðræðið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. september 2023 08:06 MAGA stendur fyrir Make America Great Again, sem voru kosningaslagorð Donald Trump þegar hann var kjörinn forseti. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin standa á krossgötum og að MAGA-hreyfing Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sé bein ógn við lýðræði landsins. „Það er dálítið hættulegt að gerast í Bandaríkjunum,“ sagði Biden í Phoenix í Arizona í gær. „Það er öfgahreyfing sem deilir ekki grundvallargildum lýðræðis okkar; MAGA-hreyfingin... Við stöndum frammi fyrir sögulegri prófraun,“ sagði forsetinn. Hann sagði alla Bandaríkjamenn standa frammi fyrir þeirri spurningu hvað þeir þyrftu að gera til að bjarga lýðræðinu. Þrátt fyrir að nefna Trump aðeins einu sinni á nafn tókst honum að gera skýran greinarmun á stjórnunarstíl þeirra tveggja. Lýðræðið snérist um að valið væri í höndum fólksins; ekki í höndum einvaldsins, auðmagnsins eða hinna valdamiklu. Burtséð frá hvaða því hvaða flokki fólk tilheyrði þá þýddi þetta frjálsar og sanngjarnar kosningar og að menn virtu niðurstöðurnar, hvort sem þeir ynnu eða töpuðu. „Þetta þýðir að þú getur ekki bara elskað landið þitt þegar þú vinnur,“ sagði Biden. „Lýðræði þýðir að hafna og fordæma pólitískt ofbeldi. Óháð flokkapólitík þá er slíkt ofbeldi aldrei, aldrei, aldrei ásættanlegt í Bandaríkjunum. Það er ólýðræðislegt og má aldrei verða normalíserað til að öðlast pólitískt vald,“ sagði forsetinn og var augljóslega að vísa til árásarinnar inn í þinghúsið í Washington. Biden sagði engar ýkjur að lýðræðið væri í hættu og að hættan á ofbeldi væri enn yfirvofandi. Hann vísaði meðal annars til hótana gegn Mark Milley, yfirmanni herforingjaráðsins, sem Trump sagði á dögunum að hefði gerst sekur um landráð. „Í hreinskilni sagt þá hafa þessir MAGA-öfgamenn ekki hundsvit á því sem þeir eru að tala um,“ sagði Biden. Hann minntist Repúblikanans John McCain heitins, sem var harður andstæðingur Trump en vann oftsinnis með Biden þrátt fyrir að síðarnefndi væri Demókrati. Biden sagði Repúblikanaflokkinn nú drifinn áfram að MAGA-hugsjónum og að ekkert rúm væri fyrir samstarf þvert á flokka. Öfgahugsjónir MAGA-manna myndu kollvarpa innviðum Bandaríkjanna ef þær kæmust til framkvæmda. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Sjá meira
„Það er dálítið hættulegt að gerast í Bandaríkjunum,“ sagði Biden í Phoenix í Arizona í gær. „Það er öfgahreyfing sem deilir ekki grundvallargildum lýðræðis okkar; MAGA-hreyfingin... Við stöndum frammi fyrir sögulegri prófraun,“ sagði forsetinn. Hann sagði alla Bandaríkjamenn standa frammi fyrir þeirri spurningu hvað þeir þyrftu að gera til að bjarga lýðræðinu. Þrátt fyrir að nefna Trump aðeins einu sinni á nafn tókst honum að gera skýran greinarmun á stjórnunarstíl þeirra tveggja. Lýðræðið snérist um að valið væri í höndum fólksins; ekki í höndum einvaldsins, auðmagnsins eða hinna valdamiklu. Burtséð frá hvaða því hvaða flokki fólk tilheyrði þá þýddi þetta frjálsar og sanngjarnar kosningar og að menn virtu niðurstöðurnar, hvort sem þeir ynnu eða töpuðu. „Þetta þýðir að þú getur ekki bara elskað landið þitt þegar þú vinnur,“ sagði Biden. „Lýðræði þýðir að hafna og fordæma pólitískt ofbeldi. Óháð flokkapólitík þá er slíkt ofbeldi aldrei, aldrei, aldrei ásættanlegt í Bandaríkjunum. Það er ólýðræðislegt og má aldrei verða normalíserað til að öðlast pólitískt vald,“ sagði forsetinn og var augljóslega að vísa til árásarinnar inn í þinghúsið í Washington. Biden sagði engar ýkjur að lýðræðið væri í hættu og að hættan á ofbeldi væri enn yfirvofandi. Hann vísaði meðal annars til hótana gegn Mark Milley, yfirmanni herforingjaráðsins, sem Trump sagði á dögunum að hefði gerst sekur um landráð. „Í hreinskilni sagt þá hafa þessir MAGA-öfgamenn ekki hundsvit á því sem þeir eru að tala um,“ sagði Biden. Hann minntist Repúblikanans John McCain heitins, sem var harður andstæðingur Trump en vann oftsinnis með Biden þrátt fyrir að síðarnefndi væri Demókrati. Biden sagði Repúblikanaflokkinn nú drifinn áfram að MAGA-hugsjónum og að ekkert rúm væri fyrir samstarf þvert á flokka. Öfgahugsjónir MAGA-manna myndu kollvarpa innviðum Bandaríkjanna ef þær kæmust til framkvæmda.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Sjá meira