Óperudraugurinn: Tekist á um framtíð óperunnar á Íslandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. september 2023 12:02 Steinunn Birna og Gissur Páll eru gestir dagsins í Pallborðinu. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að ný þjóðarópera taki til starfa árið 2025 en hún mun taka við því menningarhlutverki sem Íslenska óperan hefur sinnt hingað til. Ekki eru allir á eitt sáttir við áformin. Ný þjóðarópera og Íslenska óperan verða til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag. Hólmfríður Gísladóttir stjórnar þættinum, sem hefst klukkan 14, en gestir hennar verða Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Gissur Páll Gissurarson, óperusöngvari og staðgengill formanns Klassís. Stjórnarhættir stjórnenda Íslensku óperunnar hafa sætt nokkurri gagnrýni undanfarin ár, eða allt frá því að Steinunn Birna var ráðinn óperustjóri árið 2015. Gagnrýnin snérist ekki um persónu Steinunnar Birnu heldur ráðningarferlið, meðal annars að enginn annar umsækjenda hefði verið boðaður í viðtal. Meðal umsækjenda voru Kristján Jóhannsson, Gunnar Guðbjörnsson og Davíð Ólafsson en stjórn Óperunnar neitaði að veita upplýsingar um hverjir hefðu sótt um. Þá var aðkoma Capacent að ferlinu gagnrýnd. Launamál Óperunnar hafa einnig verið í umræðunni en árið 2020 stefndi Þóra Einarsdóttir óperusöngkona stofnuninni vegna vangoldinna launa. Óperan var sýknuð í héraðsdómi en niðurstöðunni snúið í Landsrétti. Árið 2021 sendi stjórn Klassís frá sér vantraustsyfirlýsingu á hendur stjórn Óperunnar og óperustjóra vegna stjórnarhátta. Í henni sagði meðal annars að aðkoma söngvara að stjórn hefði eitt sinn verið mikil en væri nú engin. Kvartað var yfir áhugaleysi stjórnar og skort á gagnsæi. Þá má einnig nefna gagnrýni á uppsetninguna Madama Butterfly, þar sem Óperan var sökuð um menningarnám. Menningarmálaráðherra hefur tekið ákvörðun um stofnun Þjóðaróperu og fátt sem virðist geta komið í veg fyrir að sjálfseignarstofnunin Íslenska óperan sé að syngja sitt síðasta. Engu að síður er enn deilt um Óperuna, bæði bak við tjöldin og frammi fyrir opnum tjöldum. Um hvað snýst málið? Pallborðið verður sýnt í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. Menning Íslenska óperan Pallborðið Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira
Ný þjóðarópera og Íslenska óperan verða til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag. Hólmfríður Gísladóttir stjórnar þættinum, sem hefst klukkan 14, en gestir hennar verða Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Gissur Páll Gissurarson, óperusöngvari og staðgengill formanns Klassís. Stjórnarhættir stjórnenda Íslensku óperunnar hafa sætt nokkurri gagnrýni undanfarin ár, eða allt frá því að Steinunn Birna var ráðinn óperustjóri árið 2015. Gagnrýnin snérist ekki um persónu Steinunnar Birnu heldur ráðningarferlið, meðal annars að enginn annar umsækjenda hefði verið boðaður í viðtal. Meðal umsækjenda voru Kristján Jóhannsson, Gunnar Guðbjörnsson og Davíð Ólafsson en stjórn Óperunnar neitaði að veita upplýsingar um hverjir hefðu sótt um. Þá var aðkoma Capacent að ferlinu gagnrýnd. Launamál Óperunnar hafa einnig verið í umræðunni en árið 2020 stefndi Þóra Einarsdóttir óperusöngkona stofnuninni vegna vangoldinna launa. Óperan var sýknuð í héraðsdómi en niðurstöðunni snúið í Landsrétti. Árið 2021 sendi stjórn Klassís frá sér vantraustsyfirlýsingu á hendur stjórn Óperunnar og óperustjóra vegna stjórnarhátta. Í henni sagði meðal annars að aðkoma söngvara að stjórn hefði eitt sinn verið mikil en væri nú engin. Kvartað var yfir áhugaleysi stjórnar og skort á gagnsæi. Þá má einnig nefna gagnrýni á uppsetninguna Madama Butterfly, þar sem Óperan var sökuð um menningarnám. Menningarmálaráðherra hefur tekið ákvörðun um stofnun Þjóðaróperu og fátt sem virðist geta komið í veg fyrir að sjálfseignarstofnunin Íslenska óperan sé að syngja sitt síðasta. Engu að síður er enn deilt um Óperuna, bæði bak við tjöldin og frammi fyrir opnum tjöldum. Um hvað snýst málið? Pallborðið verður sýnt í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi.
Menning Íslenska óperan Pallborðið Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira