Lífið

Sænskur draumur eftir hvatvísa ákvörðun Ásu og Leos

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ása og Leo festu kaup á húsi í Svíþjóð.
Ása og Leo festu kaup á húsi í Svíþjóð. Ása Steinars

Ferðaljósmyndarinn og ævintýrakonan, Ása Steinarsdóttir og eiginmaður hennar, Leo Alsved, festu kaup á rómantísku gulu timburhúsi í Svíþjóð. 

Ása tilkynnti tímamótin á samfélagsmiðlinum Instagram.

„Við keyptum okkur hús. Við erum orðin húseigendur í Svíþjóð,“ skrifar Ása og lýsir aðdragandanum að kaupunum:🫶🏼

„Eftir heimsókn okkar til Svíþjóðar í vor tókum við afar hvatvísa ákvörðun og keyptum okkur hús. Líkt og þið mögulega vitið nú þegar erum við fjölskylda með íslenskar og sænskar rætur.“ 

Ása segir kaupin gera fjölskyldunni kleift að njóta þess besta frá báðum löndum. 

„Það skemmtilegasta er í þann mund að hefjast. Nýja sænska heimilið okkar býður upp á marga möguleika sem þarf þó að gera upp og endurnýja töluvert,“ segir Ása sem mun gefa fylgjendum sínum innsýn í þá skemmtilegu vegferð sem framundan er.

Rætt var við Ásu í Íslandi í dag árið 2019.

Ása og Leo giftu sig í júlí í fyrra á eyj­unni Vis í Króa­tíu en eyj­una kann­ast marg­ir við úr kvik­mynd­inni Mamma Mia. Saman eiga þau drenginn Atlas sem fæddist í janúar 2022. 

Ása hefur getið sér gott orð fyrir stórbrotnar landslagsmyndir hérlendis sem og víða um heim. Myndir hennar hafa meðal annars fengið birtingu í tískutímaritinu Vogue þar sem hún starfar að hluta til. Hún hefur ferðast um allan heim og komið til 53 landa á ferli sínum.


Tengdar fréttir

Feimin að eðlisfari en milljónir manna fylgjast með

Ásu Steinarsdóttur er margt til lista lagt. Hún er menntaður tölvunarfræðingur og verkfræðingur en starfar núna sem áhrifavaldur í fullu starfi. Ása er meðal fremstu kvenna í heiminum á sínu sviði. Hún sérhæfir sig í ævintýramennsku, ljósmyndun og gerð myndbanda bæði fyrir sína miðla og fyrir fyrirtæki. Rætt var við Ásu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×