Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir uppsagnir fjölda starfsmanna dvalarheimilisins Áss í Hveragerði högg fyrir bæinn. Hann ætlar að reyna að fá Grund til að hætta við uppsagnirnar.
Forsætisráðherra segir að upptaka evru leysi ekki öll vandamál Íslands. Henni fylgi allir kostir og gallar þess að ganga í Evrópusambandið. Taka þurfi umræðuna heildstætt og ekki taka gjaldeyrismálin ein út fyrir sviga.
Mikill viðbúnaður er á Húsavíkurflugvelli þessa stundina því þar fer fram flugslysaæfing þar sem um eitt hundrað viðbragðsaðilar á svæðinu taka þátt. Gengið er út frá því að flugvél með tuttugu innanborðs hafi hrapað á vellinum; margir illa slasaðir og einhverjir látnir.
Þetta og fleira í hádegisfréttum á samtengdum rásum Bylgjunnar á slaginu tólf.