Ekki megi taka evruna út fyrir sviga Bjarki Sigurðsson skrifar 30. september 2023 12:05 Katrín Jakobsdóttir er forsætisráðherra og formaður VG. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að upptaka evru leysi ekki öll vandamál Íslands. Henni fylgi allir kostir og gallar þess að ganga í Evrópusambandið. Taka þurfi umræðuna heildstætt og ekki taka gjaldeyrismálin ein út fyrir sviga. Síðustu daga hafa ýmsir kallað eftir upptöku evrunnar, þar á meðal Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins, en hann hefur í mörg ár verið talsmaður krónunnar. Það sem fékk hann til að skipta um skoðun var að eigin sögn okurvextir, verðtrygging og fákeppni sem bitni á neytendum og heimilum landsins. Greip formaður Viðreisnar orð Vilhjálms fyrr í vikunni og ræddi þau á þingi. Skoraði hún á ríkisstjórnina að meta stöðuna fyrir heimilin í landinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist skilja það að umræðan sé komin enn og aftur í gang, þá sérstaklega eftir að verðbólgan jókst enn og aftur í síðasta mánuði. „Ég vil bara minna á það að taka upp evru felur í sér stærri ákvörðun. Það snýst um að ganga í Evrópusambandið með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgja. Ég held að það megi ekki einangra þetta mál eingöngu við gjaldmiðilinn. Við þurfum þá að taka umræðuna heildstætt hvað það felur í sér. Þar er nú mín afstaða óbreytt og minnar hreyfingar um að við teljum að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins,“ segir Katrín. Hún segir horfurnar í efnahagsmálum vera ágætar. „Áfram eru allar vísbendingar um að verðbólgan muni lækka á komandi mánuðum. Þannig ég vil ítreka það að ég tel að forsendur til þess að fara að lækka vexti muni skapast á næstu mánuðum eftir því sem verðbólgan fer niður,“ segir Katrín. Efnahagsmál Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Síðustu daga hafa ýmsir kallað eftir upptöku evrunnar, þar á meðal Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins, en hann hefur í mörg ár verið talsmaður krónunnar. Það sem fékk hann til að skipta um skoðun var að eigin sögn okurvextir, verðtrygging og fákeppni sem bitni á neytendum og heimilum landsins. Greip formaður Viðreisnar orð Vilhjálms fyrr í vikunni og ræddi þau á þingi. Skoraði hún á ríkisstjórnina að meta stöðuna fyrir heimilin í landinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist skilja það að umræðan sé komin enn og aftur í gang, þá sérstaklega eftir að verðbólgan jókst enn og aftur í síðasta mánuði. „Ég vil bara minna á það að taka upp evru felur í sér stærri ákvörðun. Það snýst um að ganga í Evrópusambandið með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgja. Ég held að það megi ekki einangra þetta mál eingöngu við gjaldmiðilinn. Við þurfum þá að taka umræðuna heildstætt hvað það felur í sér. Þar er nú mín afstaða óbreytt og minnar hreyfingar um að við teljum að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins,“ segir Katrín. Hún segir horfurnar í efnahagsmálum vera ágætar. „Áfram eru allar vísbendingar um að verðbólgan muni lækka á komandi mánuðum. Þannig ég vil ítreka það að ég tel að forsendur til þess að fara að lækka vexti muni skapast á næstu mánuðum eftir því sem verðbólgan fer niður,“ segir Katrín.
Efnahagsmál Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent