Ekki megi taka evruna út fyrir sviga Bjarki Sigurðsson skrifar 30. september 2023 12:05 Katrín Jakobsdóttir er forsætisráðherra og formaður VG. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að upptaka evru leysi ekki öll vandamál Íslands. Henni fylgi allir kostir og gallar þess að ganga í Evrópusambandið. Taka þurfi umræðuna heildstætt og ekki taka gjaldeyrismálin ein út fyrir sviga. Síðustu daga hafa ýmsir kallað eftir upptöku evrunnar, þar á meðal Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins, en hann hefur í mörg ár verið talsmaður krónunnar. Það sem fékk hann til að skipta um skoðun var að eigin sögn okurvextir, verðtrygging og fákeppni sem bitni á neytendum og heimilum landsins. Greip formaður Viðreisnar orð Vilhjálms fyrr í vikunni og ræddi þau á þingi. Skoraði hún á ríkisstjórnina að meta stöðuna fyrir heimilin í landinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist skilja það að umræðan sé komin enn og aftur í gang, þá sérstaklega eftir að verðbólgan jókst enn og aftur í síðasta mánuði. „Ég vil bara minna á það að taka upp evru felur í sér stærri ákvörðun. Það snýst um að ganga í Evrópusambandið með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgja. Ég held að það megi ekki einangra þetta mál eingöngu við gjaldmiðilinn. Við þurfum þá að taka umræðuna heildstætt hvað það felur í sér. Þar er nú mín afstaða óbreytt og minnar hreyfingar um að við teljum að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins,“ segir Katrín. Hún segir horfurnar í efnahagsmálum vera ágætar. „Áfram eru allar vísbendingar um að verðbólgan muni lækka á komandi mánuðum. Þannig ég vil ítreka það að ég tel að forsendur til þess að fara að lækka vexti muni skapast á næstu mánuðum eftir því sem verðbólgan fer niður,“ segir Katrín. Efnahagsmál Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Síðustu daga hafa ýmsir kallað eftir upptöku evrunnar, þar á meðal Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins, en hann hefur í mörg ár verið talsmaður krónunnar. Það sem fékk hann til að skipta um skoðun var að eigin sögn okurvextir, verðtrygging og fákeppni sem bitni á neytendum og heimilum landsins. Greip formaður Viðreisnar orð Vilhjálms fyrr í vikunni og ræddi þau á þingi. Skoraði hún á ríkisstjórnina að meta stöðuna fyrir heimilin í landinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist skilja það að umræðan sé komin enn og aftur í gang, þá sérstaklega eftir að verðbólgan jókst enn og aftur í síðasta mánuði. „Ég vil bara minna á það að taka upp evru felur í sér stærri ákvörðun. Það snýst um að ganga í Evrópusambandið með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgja. Ég held að það megi ekki einangra þetta mál eingöngu við gjaldmiðilinn. Við þurfum þá að taka umræðuna heildstætt hvað það felur í sér. Þar er nú mín afstaða óbreytt og minnar hreyfingar um að við teljum að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins,“ segir Katrín. Hún segir horfurnar í efnahagsmálum vera ágætar. „Áfram eru allar vísbendingar um að verðbólgan muni lækka á komandi mánuðum. Þannig ég vil ítreka það að ég tel að forsendur til þess að fara að lækka vexti muni skapast á næstu mánuðum eftir því sem verðbólgan fer niður,“ segir Katrín.
Efnahagsmál Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira