Fótbolti

Vaessen vaknaður og á batavegi

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Etienne Vaessen, markvörður RKC Waalwijk, er kominn til meðvitundar
Etienne Vaessen, markvörður RKC Waalwijk, er kominn til meðvitundar

Leikur RKC Waalwijk gegn Ajax var stöðvaður á 85. mínútu í gær óhugnanleg meiðsli sem Etienne Vaessen, markvörður heimaliðsins, varð fyrir. 

Atvikið átti sér stað undir lok leiks þegar Ajax var 3-2 yfir, Brian Brobbey sóknarmaður Ajax gerði atlögu að boltanum inni í vítateig en lenti í samstuði við markvörð Waalvijk sem fékk höfuðhögg og missti meðvitund. 

Þær fréttir bárust svo seint í gærkvöldi að Vaessen væri kominn til meðvitundar og væri á leið í frekari rannsóknir á spítalanum. RKC Waalvijk sendi  svo frá sér aðra yfirlýsingu í dag þar sem sagt er frá því að markvörðurinn sé á batavegi. 

Eins og áður segir var komið fram á 85. mínútu þegar leikurinn var flautaður af, Ajax var 3-2 yfir en það er enn óljóst hvernig framkvæmd leiksins verður háttað.

Þetta er annar leikur Ajax á einni viku sem flautaður er af, síðast var það vegna óeirða stuðningsmanna gegn Feyenoord. 


Tengdar fréttir

Leikur Ajax og Feyenoord flautaður af vegna óeirða

Leikur erkifjendanna í Ajax og Feyenoord í dag var flautaður af í hálfleik þar sem stuðningsmenn Ajax létu öllum illum látum. Feyenoord komst yfir strax á 9. mínútu sem hleypti illu blóði í marga stuðningsmenn Ajax en þráðurinn virðist hafa verið stuttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×