Nýtt 200 manna hverfi verður byggt í Flóahreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. október 2023 20:05 Atli Lilliendahl við skiltið þar sem sjá má hvernig lóðunum í nýja hverfinu verður raðað upp. Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdir eru nú að hefjast við nýja tvö hundruð manna íbúabyggð í Flóahreppi með 65 íbúðalóðum þar sem hver lóð er um einn hektari að stærð. Sveitarstjóri Flóahrepps segir verkefnið mjög spennandi fyrir lítið sveitarfélag. Boðað var til athafnar í vikunni þar sem nýja hverfið var kynnt fyrir sveitarstjórn og öðru fólki en nýja hverfið mun rísa á landi sem á uppruna sinn úr landi Skálmholts í Flóahreppi og Kílhrauns í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Nýja hverfið, sem nefnist Huldu og Maríu Hólar telur um 50 lóðir og mun ásamt Krækishólum, sem eru í lokaferli Skipulagsstofnunar með 15 lóðir, verða langstærsti þéttbýliskjarni Flóahrepps í náinni framtíð með 65 íbúðarhúsalóðir og yfir 200 íbúa. Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps óskar hér Atla til hamingju með framkvæmdirnar, sem eru að fara af stað í nýja hverfinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er búið að vera hérna í skipulagsferli í þrjú ár og nú erum við komin á endastöð og nú er hægt að fara að selja og þá kemur bara í ljós hvort ég er í ruglinu eða ekki að gera eitthvað, sem á rétt á sér,” segir Atli Lilliendahl, hlæjandi en hann er í forsvari fyrir verkefninu. „Ég hef í mörg ár séð að byggð myndi færast frá þéttbýlinu og út í sveitirnar, þannig að þetta er bara verkefni, sem ég hef trúað á í mörg ár,” bætir Atli við. Sveitarstjóra Flóahrepps líst mjög vel á nýju byggðina „Við erum lítið sveitarfélag með rétt um 700 íbúum og hér er verið að skipuleggja og tilbúið skipulag fyrir að verða 65 lóðir, 50 tilbúnar núna og 15 munu bætast við. Það getur kallað á íbúafjölgun um allt að 200 manns, sem er bara töluvert fyrir okkar sveitarfélag og þess vegna segi ég að þetta séu töluverð tímamót,” segir Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri. Atli var leystur út með gjöfum frá Flóahreppi, allt eitthvað matarkyns úr sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fasteignasalinn, Snorri Sigurfinnsson, sem mun sjá um sölu lóðanna er nú þegar búin að panta sér lóð í nýja hverfinu. „Ég ætla sjálfur að byggja mér hús hérna og það er væntanlega til marks um áhugann og trúna, sem ég hef á þessu svæði,” segir Snorri. Snorri Sigurfinnsson, fasteignasali, sem er búin að tryggja sér eina lóð á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Húsnæðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Boðað var til athafnar í vikunni þar sem nýja hverfið var kynnt fyrir sveitarstjórn og öðru fólki en nýja hverfið mun rísa á landi sem á uppruna sinn úr landi Skálmholts í Flóahreppi og Kílhrauns í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Nýja hverfið, sem nefnist Huldu og Maríu Hólar telur um 50 lóðir og mun ásamt Krækishólum, sem eru í lokaferli Skipulagsstofnunar með 15 lóðir, verða langstærsti þéttbýliskjarni Flóahrepps í náinni framtíð með 65 íbúðarhúsalóðir og yfir 200 íbúa. Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps óskar hér Atla til hamingju með framkvæmdirnar, sem eru að fara af stað í nýja hverfinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er búið að vera hérna í skipulagsferli í þrjú ár og nú erum við komin á endastöð og nú er hægt að fara að selja og þá kemur bara í ljós hvort ég er í ruglinu eða ekki að gera eitthvað, sem á rétt á sér,” segir Atli Lilliendahl, hlæjandi en hann er í forsvari fyrir verkefninu. „Ég hef í mörg ár séð að byggð myndi færast frá þéttbýlinu og út í sveitirnar, þannig að þetta er bara verkefni, sem ég hef trúað á í mörg ár,” bætir Atli við. Sveitarstjóra Flóahrepps líst mjög vel á nýju byggðina „Við erum lítið sveitarfélag með rétt um 700 íbúum og hér er verið að skipuleggja og tilbúið skipulag fyrir að verða 65 lóðir, 50 tilbúnar núna og 15 munu bætast við. Það getur kallað á íbúafjölgun um allt að 200 manns, sem er bara töluvert fyrir okkar sveitarfélag og þess vegna segi ég að þetta séu töluverð tímamót,” segir Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri. Atli var leystur út með gjöfum frá Flóahreppi, allt eitthvað matarkyns úr sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fasteignasalinn, Snorri Sigurfinnsson, sem mun sjá um sölu lóðanna er nú þegar búin að panta sér lóð í nýja hverfinu. „Ég ætla sjálfur að byggja mér hús hérna og það er væntanlega til marks um áhugann og trúna, sem ég hef á þessu svæði,” segir Snorri. Snorri Sigurfinnsson, fasteignasali, sem er búin að tryggja sér eina lóð á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Húsnæðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira