Nýtt 200 manna hverfi verður byggt í Flóahreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. október 2023 20:05 Atli Lilliendahl við skiltið þar sem sjá má hvernig lóðunum í nýja hverfinu verður raðað upp. Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdir eru nú að hefjast við nýja tvö hundruð manna íbúabyggð í Flóahreppi með 65 íbúðalóðum þar sem hver lóð er um einn hektari að stærð. Sveitarstjóri Flóahrepps segir verkefnið mjög spennandi fyrir lítið sveitarfélag. Boðað var til athafnar í vikunni þar sem nýja hverfið var kynnt fyrir sveitarstjórn og öðru fólki en nýja hverfið mun rísa á landi sem á uppruna sinn úr landi Skálmholts í Flóahreppi og Kílhrauns í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Nýja hverfið, sem nefnist Huldu og Maríu Hólar telur um 50 lóðir og mun ásamt Krækishólum, sem eru í lokaferli Skipulagsstofnunar með 15 lóðir, verða langstærsti þéttbýliskjarni Flóahrepps í náinni framtíð með 65 íbúðarhúsalóðir og yfir 200 íbúa. Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps óskar hér Atla til hamingju með framkvæmdirnar, sem eru að fara af stað í nýja hverfinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er búið að vera hérna í skipulagsferli í þrjú ár og nú erum við komin á endastöð og nú er hægt að fara að selja og þá kemur bara í ljós hvort ég er í ruglinu eða ekki að gera eitthvað, sem á rétt á sér,” segir Atli Lilliendahl, hlæjandi en hann er í forsvari fyrir verkefninu. „Ég hef í mörg ár séð að byggð myndi færast frá þéttbýlinu og út í sveitirnar, þannig að þetta er bara verkefni, sem ég hef trúað á í mörg ár,” bætir Atli við. Sveitarstjóra Flóahrepps líst mjög vel á nýju byggðina „Við erum lítið sveitarfélag með rétt um 700 íbúum og hér er verið að skipuleggja og tilbúið skipulag fyrir að verða 65 lóðir, 50 tilbúnar núna og 15 munu bætast við. Það getur kallað á íbúafjölgun um allt að 200 manns, sem er bara töluvert fyrir okkar sveitarfélag og þess vegna segi ég að þetta séu töluverð tímamót,” segir Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri. Atli var leystur út með gjöfum frá Flóahreppi, allt eitthvað matarkyns úr sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fasteignasalinn, Snorri Sigurfinnsson, sem mun sjá um sölu lóðanna er nú þegar búin að panta sér lóð í nýja hverfinu. „Ég ætla sjálfur að byggja mér hús hérna og það er væntanlega til marks um áhugann og trúna, sem ég hef á þessu svæði,” segir Snorri. Snorri Sigurfinnsson, fasteignasali, sem er búin að tryggja sér eina lóð á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Húsnæðismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Boðað var til athafnar í vikunni þar sem nýja hverfið var kynnt fyrir sveitarstjórn og öðru fólki en nýja hverfið mun rísa á landi sem á uppruna sinn úr landi Skálmholts í Flóahreppi og Kílhrauns í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Nýja hverfið, sem nefnist Huldu og Maríu Hólar telur um 50 lóðir og mun ásamt Krækishólum, sem eru í lokaferli Skipulagsstofnunar með 15 lóðir, verða langstærsti þéttbýliskjarni Flóahrepps í náinni framtíð með 65 íbúðarhúsalóðir og yfir 200 íbúa. Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps óskar hér Atla til hamingju með framkvæmdirnar, sem eru að fara af stað í nýja hverfinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er búið að vera hérna í skipulagsferli í þrjú ár og nú erum við komin á endastöð og nú er hægt að fara að selja og þá kemur bara í ljós hvort ég er í ruglinu eða ekki að gera eitthvað, sem á rétt á sér,” segir Atli Lilliendahl, hlæjandi en hann er í forsvari fyrir verkefninu. „Ég hef í mörg ár séð að byggð myndi færast frá þéttbýlinu og út í sveitirnar, þannig að þetta er bara verkefni, sem ég hef trúað á í mörg ár,” bætir Atli við. Sveitarstjóra Flóahrepps líst mjög vel á nýju byggðina „Við erum lítið sveitarfélag með rétt um 700 íbúum og hér er verið að skipuleggja og tilbúið skipulag fyrir að verða 65 lóðir, 50 tilbúnar núna og 15 munu bætast við. Það getur kallað á íbúafjölgun um allt að 200 manns, sem er bara töluvert fyrir okkar sveitarfélag og þess vegna segi ég að þetta séu töluverð tímamót,” segir Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri. Atli var leystur út með gjöfum frá Flóahreppi, allt eitthvað matarkyns úr sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fasteignasalinn, Snorri Sigurfinnsson, sem mun sjá um sölu lóðanna er nú þegar búin að panta sér lóð í nýja hverfinu. „Ég ætla sjálfur að byggja mér hús hérna og það er væntanlega til marks um áhugann og trúna, sem ég hef á þessu svæði,” segir Snorri. Snorri Sigurfinnsson, fasteignasali, sem er búin að tryggja sér eina lóð á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Húsnæðismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira