Hemsworth hefur deilt myndum af ferðalagi þeirra feðgina á Instagram og virðist sem þau hafi aðallega ferðast um Suðurland. Þar á meðal fóru þau í hestaferð á vegum Heklu hesta, klifur á Sólheimajökli og fjórhjólaferð.
Dóttirin veiddi í soðið
Þá birti leikarinn skemmtilega myndasyrpu úr laxveiðiferð þeirra feðgina í gær með yfirskriftinni: „Kvöldmatnum reddað, takk Indi.“
Á myndunum má meðal annars sjá Indiu alsæla á svip með stærðarinnar lax.
Þrumuguðinn Þór
Chris er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem þrumuguðinn Þór í Marvel myndunum. Dóttir hans fékk einmitt að leika í stóru gestahlutverki í nýjustu myndinni, Thor: Love and Thunder.
Hann uppgötvaði seint á síðasta ári að hann væri með svokallað fornæmi fyrir Alzheimer sjúkdómnum. Það þýðir að hann er með tvo erfðabreytileika sem auka líkurnar á því að hann þrói með sér Alzheimer sjúkdóminn.
Sagðist Chris í kjölfarið hafa ákveðið að taka sér frí frá sviðsljósinu. Hann sagðist ætla að taka sér góðan tíma í frí og verja tíma með börnunum sínum og eiginkonu.