Lífið

Ævintýraleg Íslandsferð Chris Hemsworth

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Stórleikarinn Chris Hemsworth átti ævintýralega daga með dóttur sinni.
Stórleikarinn Chris Hemsworth átti ævintýralega daga með dóttur sinni. Chris Hemsworth

Ástralski stór­leikarinn Chris Hemsworth og dóttir hans, India Rose, áttu ævintýralega daga á Íslandi síðastliðna viku þar sem ísklifur á Sólheimajökli, útreiðar og laxveiðar komu við sögu. Feðginin kvöddu klakann í gær þegar þau fóru með vél Icelandair til Oslóar.

Hemsworth hefur deilt myndum af ferðalagi þeirra feðgina á Instagram og virðist sem þau hafi aðallega ferðast um Suðurland. Þar á meðal fóru þau í hestaferð á vegum Heklu hesta, klifur á Sólheimajökli og fjórhjólaferð.

Dóttirin veiddi í soðið

Þá birti leikarinn skemmti­lega myndasyrpu úr laxveiðiferð þeirra feðgina í gær með yf­ir­skrift­inni: „Kvöld­mat­num reddað, takk Indi.“

Á myndunum má meðal annars sjá Indiu alsæla á svip með stærðarinnar lax.

Þrumuguðinn Þór

Chris er lík­lega þekktastur fyrir hlut­verk sitt sem þrumu­guðinn Þór í Mar­vel myndunum. Dóttir hans fékk einmitt að leika í stóru gestahlutverki í nýjustu myndinni, Thor: Love and Thunder.

Hann upp­götvaði seint á síðasta ári að hann væri með svo­kallað for­næmi fyrir Alz­heimer sjúk­dómnum. Það þýðir að hann er með tvo erfða­breyti­leika sem auka líkurnar á því að hann þrói með sér Alz­heimer sjúk­dóminn.

Sagðist Chris í kjöl­farið hafa á­kveðið að taka sér frí frá sviðs­ljósinu. Hann sagðist ætla að taka sér góðan tíma í frí og verja tíma með börnunum sínum og eigin­konu.


Tengdar fréttir

Chris Hemsworth á Ís­landi

Ástralski stór­leikarinn Chris Hemsworth er staddur á klakanum. Hann kom hingað til lands síð­degis í dag og er hér á­samt dóttur sinni, hinni 11 ára gömlu India Rose.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.