Um er að ræða grófasta tilvikið við hraðamælingar lögreglu í ágúst og september.
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni voru um 750 ökumenn staðnir að hraðakstri og voru sektaðir fyrir vikuð. Ökumaðurinn sem keyrði á 84 á hins vegar yfir höfði sér ákæru eins og áður segir.
Lögregla er jafnan við umferðareftirlit þegar grunnskólar hefja göngu sína á nýjan leik eftir sumarleyfi.
„Mældi sérstakur myndavélabíll embættisins hraða ökutækja við á fjórða tug grunnskóla, eða í næsta nágrenni þeirra (gönguleiðir skólabarna) víða í umdæminu í bæði ágúst og september,“ segir í tilkynningunni.
„Lögreglan minnir ökumenn, enn og aftur, á að aka varlega, ekki síst í námunda við skóla enda margir þar á ferli, m.a. nýir vegfarendur sem hófu skólagöngu í sumarlok.“