Skóreimum stolið á Höfn í Hornafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. október 2023 20:05 Stígvéla- og skómaður á Höfn í Hornafirði, Hrafn Margeir Heimisson. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimamenn á Höfn í Hornafirði kippa sér ekkert upp við öll stígvélin og skóna sem íbúi á staðnum er með sýnis á steinvegg við garð sinn en ferðamenn, sem sækja staðinn heim verða alltaf jafn hissa og mynda stígvélin og skóna í gríð og erg. Reimunum er þó oft stolið. Hér erum við að tala um Hafnarbraut 26 á Höfn þar sem Hrafn Margeir Heimisson sjómaður býr. Stígvélin og skórnir í garðinum hans vekja alltaf mikla athygli þó heimamenn séu hættir að kippa sér upp við uppátæki Hrafns. En hvaðan koma allir skórnir? „Ég átti nú suma og svo hefur annað verið skilið eftir hér og fólk bætt þannig við söfnunina hjá mér, það eru þó mest gönguskór,“ segir Hrafn Margeir og bætir við. „Svo eru nú einhverjir sem fjarlægja alltaf eitthvað, það hverfa stígvél og skór annars slagið og svo bætist í hópinn annars staðar.“ En hvernig datt þér þetta í hug? „Það vantaði bara bút hér í girðinguna og þess vegna var þetta upplagt. Stígvélin og skórnir vekja alltaf mikla athygli hjá ferðamönnunum, þeim finnst gaman að taka myndir af þessu,“ segir Hrafn Margeir. Stígvélin eru litskrúðug og vekja alltaf mikla athygli, eins og skórnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrafn segist oft hafa lent í því að reimunum úr skónum á veggnum er stolið. „Já, þær hverfa alltaf eitthvað en nú er ég byrjaður að líma reimarnar ef ég set nýja skó á vegginn.“ Hrafn hefur oft lent í því að reimunum er stolið úr skónum en nú er hann farin að líma þær fastar til að bregðast við þjófnaðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En má fólk koma með skóna sína og setja hérna? „Ég er ekkert að mælast til þess, ég á fullan kassa af skóm, ef ég vil eitthvað, ég þarf að fara að grisja í þessu hjá mér,“ segir Hrafn Margeir glottandi. En hvað finnst bæjarbúum um þetta ? „Ég hef svo sem ekkert spurt að því en það er misjafnt hvað fólki finnst fallegt. Ég hef gaman að því að vera öðruvísi en aðrir.“ Hrafn segist ekkert kippa sér við það þegar fólk er að mynda skótauið á veggnum og hann er ánægður með alla þá ferðamenn, sem sækja Höfn heim. „Það er fínt, ég veit ekki hvernig við værum stödd ef þeir væru ekki hérna til að hressa upp á fjárhaginn, þeir bjarga öllu“, segir Hrafn Margeir, íbúi á Höfn. Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Hér erum við að tala um Hafnarbraut 26 á Höfn þar sem Hrafn Margeir Heimisson sjómaður býr. Stígvélin og skórnir í garðinum hans vekja alltaf mikla athygli þó heimamenn séu hættir að kippa sér upp við uppátæki Hrafns. En hvaðan koma allir skórnir? „Ég átti nú suma og svo hefur annað verið skilið eftir hér og fólk bætt þannig við söfnunina hjá mér, það eru þó mest gönguskór,“ segir Hrafn Margeir og bætir við. „Svo eru nú einhverjir sem fjarlægja alltaf eitthvað, það hverfa stígvél og skór annars slagið og svo bætist í hópinn annars staðar.“ En hvernig datt þér þetta í hug? „Það vantaði bara bút hér í girðinguna og þess vegna var þetta upplagt. Stígvélin og skórnir vekja alltaf mikla athygli hjá ferðamönnunum, þeim finnst gaman að taka myndir af þessu,“ segir Hrafn Margeir. Stígvélin eru litskrúðug og vekja alltaf mikla athygli, eins og skórnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrafn segist oft hafa lent í því að reimunum úr skónum á veggnum er stolið. „Já, þær hverfa alltaf eitthvað en nú er ég byrjaður að líma reimarnar ef ég set nýja skó á vegginn.“ Hrafn hefur oft lent í því að reimunum er stolið úr skónum en nú er hann farin að líma þær fastar til að bregðast við þjófnaðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En má fólk koma með skóna sína og setja hérna? „Ég er ekkert að mælast til þess, ég á fullan kassa af skóm, ef ég vil eitthvað, ég þarf að fara að grisja í þessu hjá mér,“ segir Hrafn Margeir glottandi. En hvað finnst bæjarbúum um þetta ? „Ég hef svo sem ekkert spurt að því en það er misjafnt hvað fólki finnst fallegt. Ég hef gaman að því að vera öðruvísi en aðrir.“ Hrafn segist ekkert kippa sér við það þegar fólk er að mynda skótauið á veggnum og hann er ánægður með alla þá ferðamenn, sem sækja Höfn heim. „Það er fínt, ég veit ekki hvernig við værum stödd ef þeir væru ekki hérna til að hressa upp á fjárhaginn, þeir bjarga öllu“, segir Hrafn Margeir, íbúi á Höfn.
Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira