Glímudeild Njarðvíkur lögð niður eftir áralangar deilur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2023 07:01 Mynd sem fylgdi með færslu Glímudeildar Njarðvíkur. Facebook-síða Glímudeildar Njarðvíkur Stjórn Njarðvíkur hefur ákveðið að leggja niður glímudeild félagsins. Áralangar deilur hafa átt sér stað innan félagsins um starfsemi deildarinnar. Svo miklar voru deilurnar að deildin var óstarfhæf. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Njarðvíkur. Þar segir að deildin hafi verið óstarfhæf vegna ágreiningsins og að hún hafi ekki virt regluverk UMFN (Ungmennafélagsins Njarðvíkur) né lög Íþróta- og Ólympíusambands Íslands. „Aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur sem starfar m.a. á lagagrundvelli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ber ábyrgð og skylda að hlutast til þegar deild félagsins verður óstarfhæf vegna ágreinings um það starf sem þar fer fram og þegar hún virðir ei lengur reglur UMFN né lög Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands,“ segir á vef Njarðvíkur. Þar er einnig tekið fram að aðalstjórn Njarðvíkur hafi ítrekað reynt að ná samkomulagi við forsvarsmenn glímudeildar til að hægt væri að viðhalda starfsemi henni í bæjarfélaginu. Það reyndist árangurslaust og var deildin lögð niður frá og með 28. september. Fölsuð undirskrift Glímudeild Njarðvíkur er ekki sammála öllu sem fram kemur hér að ofan. Gunnar Örn Guðmundsson, formaður glímudeildar, segir í langri færslu á Facebook-síðu deildarinnar að framkvæmdastjóri UMFN hafi falsað undirskrift glímudeildar til að koma í veg fyrir að félagsmenn gætu mætt á aðalfund deildarinnar. „Glímufólkið lét þó ekki blekkjast og 60 félagsmenn mættu á aðalfundinn á réttum stað. Á aðalfundinum var ný stjórn kjörin. Framkvæmdastjóri og formaður UMFN gerðu nýkjörnum formanni glímudeildarinnar mjög erfitt fyrir að starfa sem og að lokum gafst hann upp og varaformaður leysti hann undan skyldum sínum í stjórn.“ Eitrað andrúmsloft Gunnar Örn segir undanfarin ár hafa verið erfið fyrir þá sem koma að glímudeildinni, bæði stjórnendur og iðkendur. Ástæðan er eitrað andrúmsloft félagsins. „Var deildin m.a. útilokuð frá sameiginlegum fjáröflunum og viðburðum á vegum UMFN. Svo virðist sem þetta mál sé fyrir löngu orðið persónulegt og byggi hvorki á faglegum rökum né að hagur iðkenda glímu sé hafður í fyrirrúmi.“ Þrátt fyrir gríðarlega erfið samskipti við stjórn UMFN, kórónufaraldurinn, skort á æfingatímum þá telur glímudeild UMFN um 100 iðkendur á öllum aldri og er samkvæmt Facebook-pósti deildarinnar stærsta glímudeild landsins. Unnið markvisst í að leggja glímudeildina niður Einnig segir Gunnar Örn að núverandi framkvæmdastjóri UMFN hafi lengi unnið markvisst að því að leggja glímudeildina niður. „Á aðalfundi glímudeildarinnar 2021 var samþykkt úrsögn úr Judósambandi Íslands vegna ófaglegra vinnubragða sambandsins. Deildin breytti þá nafni deildarinnar [úr Júdódeild UMFN í Glímudeild UMFN] og gekk í Glímusamband Íslands. Áherslur deildarinnar breyttust við þetta og færðust yfir í íslenska glímu, gólfglímu og hryggspennu.“ Gunnar Örn ritar að árið 2021 hafi framkvæmdastjóri og formaður UMFN kallað stjórn glímudeildar á fund. Þar var stjórn glímudeildar hótað að ef stjórnandi deildarinnar – Guðmundur Stefán Gunnarsson, faðir Gunnars Arnar – yrði ekki rekinn þá yrði deildin kærð fyrir þjófnað á keppnisvelli. Ólíkar skoðanir hafi verið um eignarhald keppnisvallar en stjórn glímudeildar hafði leyst þann ágreining. Eftir fundinn sagði þó stjórn glímudeildar af sér, nema formaður hennar. Í kjölfarið boðuðu formaður og framkvæmdastjóri UMFN niðurlagningu glímudeildar. Planið var að boða til aðalfundar þar sem glímudeildin yrði lögð niður. Það markmið náðist þó ekki þar sem þáverandi formaður glímudeildar var enn starfandi. Formaðurinn boðaði síðar til löglegs aðalfundar. Einnig kemur fram að deildin hafi lengi vel unnið að því að slíta sig frá UMFN og hún hafi byggt upp glæsilegan iðkendahóp. „… stjórn Glímudeildarinnar mun gert allt sem hægt er til að tryggja áframhaldandi vöxt og velsæld glímuíþróttarinnar í Reykjanesbæ. Boðað verður til aðalfundar mjög fljótlega til að fara vel yfir stöðu málsins og framhaldið. Fram að því halda æfingar áfram að öllu óbreyttu.“ Yfirlýsingu Glímudeildar Njarðvíkur í heild sinni má finna hér að ofan í fréttinni. Glíma UMF Njarðvík Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Njarðvíkur. Þar segir að deildin hafi verið óstarfhæf vegna ágreiningsins og að hún hafi ekki virt regluverk UMFN (Ungmennafélagsins Njarðvíkur) né lög Íþróta- og Ólympíusambands Íslands. „Aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur sem starfar m.a. á lagagrundvelli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ber ábyrgð og skylda að hlutast til þegar deild félagsins verður óstarfhæf vegna ágreinings um það starf sem þar fer fram og þegar hún virðir ei lengur reglur UMFN né lög Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands,“ segir á vef Njarðvíkur. Þar er einnig tekið fram að aðalstjórn Njarðvíkur hafi ítrekað reynt að ná samkomulagi við forsvarsmenn glímudeildar til að hægt væri að viðhalda starfsemi henni í bæjarfélaginu. Það reyndist árangurslaust og var deildin lögð niður frá og með 28. september. Fölsuð undirskrift Glímudeild Njarðvíkur er ekki sammála öllu sem fram kemur hér að ofan. Gunnar Örn Guðmundsson, formaður glímudeildar, segir í langri færslu á Facebook-síðu deildarinnar að framkvæmdastjóri UMFN hafi falsað undirskrift glímudeildar til að koma í veg fyrir að félagsmenn gætu mætt á aðalfund deildarinnar. „Glímufólkið lét þó ekki blekkjast og 60 félagsmenn mættu á aðalfundinn á réttum stað. Á aðalfundinum var ný stjórn kjörin. Framkvæmdastjóri og formaður UMFN gerðu nýkjörnum formanni glímudeildarinnar mjög erfitt fyrir að starfa sem og að lokum gafst hann upp og varaformaður leysti hann undan skyldum sínum í stjórn.“ Eitrað andrúmsloft Gunnar Örn segir undanfarin ár hafa verið erfið fyrir þá sem koma að glímudeildinni, bæði stjórnendur og iðkendur. Ástæðan er eitrað andrúmsloft félagsins. „Var deildin m.a. útilokuð frá sameiginlegum fjáröflunum og viðburðum á vegum UMFN. Svo virðist sem þetta mál sé fyrir löngu orðið persónulegt og byggi hvorki á faglegum rökum né að hagur iðkenda glímu sé hafður í fyrirrúmi.“ Þrátt fyrir gríðarlega erfið samskipti við stjórn UMFN, kórónufaraldurinn, skort á æfingatímum þá telur glímudeild UMFN um 100 iðkendur á öllum aldri og er samkvæmt Facebook-pósti deildarinnar stærsta glímudeild landsins. Unnið markvisst í að leggja glímudeildina niður Einnig segir Gunnar Örn að núverandi framkvæmdastjóri UMFN hafi lengi unnið markvisst að því að leggja glímudeildina niður. „Á aðalfundi glímudeildarinnar 2021 var samþykkt úrsögn úr Judósambandi Íslands vegna ófaglegra vinnubragða sambandsins. Deildin breytti þá nafni deildarinnar [úr Júdódeild UMFN í Glímudeild UMFN] og gekk í Glímusamband Íslands. Áherslur deildarinnar breyttust við þetta og færðust yfir í íslenska glímu, gólfglímu og hryggspennu.“ Gunnar Örn ritar að árið 2021 hafi framkvæmdastjóri og formaður UMFN kallað stjórn glímudeildar á fund. Þar var stjórn glímudeildar hótað að ef stjórnandi deildarinnar – Guðmundur Stefán Gunnarsson, faðir Gunnars Arnar – yrði ekki rekinn þá yrði deildin kærð fyrir þjófnað á keppnisvelli. Ólíkar skoðanir hafi verið um eignarhald keppnisvallar en stjórn glímudeildar hafði leyst þann ágreining. Eftir fundinn sagði þó stjórn glímudeildar af sér, nema formaður hennar. Í kjölfarið boðuðu formaður og framkvæmdastjóri UMFN niðurlagningu glímudeildar. Planið var að boða til aðalfundar þar sem glímudeildin yrði lögð niður. Það markmið náðist þó ekki þar sem þáverandi formaður glímudeildar var enn starfandi. Formaðurinn boðaði síðar til löglegs aðalfundar. Einnig kemur fram að deildin hafi lengi vel unnið að því að slíta sig frá UMFN og hún hafi byggt upp glæsilegan iðkendahóp. „… stjórn Glímudeildarinnar mun gert allt sem hægt er til að tryggja áframhaldandi vöxt og velsæld glímuíþróttarinnar í Reykjanesbæ. Boðað verður til aðalfundar mjög fljótlega til að fara vel yfir stöðu málsins og framhaldið. Fram að því halda æfingar áfram að öllu óbreyttu.“ Yfirlýsingu Glímudeildar Njarðvíkur í heild sinni má finna hér að ofan í fréttinni.
Glíma UMF Njarðvík Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Sjá meira