Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Árni Sæberg skrifar 2. október 2023 21:54 Trump tók til máls þegar rétturinn tók hádegishlé í dag. Michael M. Santiago/Getty Saksóknari í New York í Bandaríkjunum sagði við upphaf réttarhalda yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann hefði hagnast um ríflega hundrað milljónir Bandaríkjadala með því að ljúga til um verðmæti eignasafns síns. Réttarhöld í máli á hendur forsetanum fyrrverandi hófust í New York í morgun. Dómari í málinu komst að þeirri niðurstöðu í síðustu að hann hefði bakað sér bótaskyldu með því að ljúga til um ríkidæmi sitt í fjölmörgum tilvikum og platað þannig banka og tryggingafyrirtæki á löngu tímabili, eða frá árinu 2011 til 2021. Dómarinn sagði að hann hefði, auk tveggja sona hans, Donald ygri og Eric, ofmetið virði fyrirtækis síns um allt að 2,2 milljarða dollara sem hefði á móti fært þeim milljónir dollara í sparnað. Málsaðilar, það er að segja verjendur Trumpfeðga og saksóknarinn höfðu farið fram á að dómari myndi úrskurða í málinu áður en réttarhöldin hæfust, en þeim er ætlað að skera úr um hversu háa sekt feðgarnir þurfa að greiða fyrir svindlið. Fer fram á 250 milljóna dala sekt Saksóknarinn Letitia James krefst þess að Trump verði dæmdur til greiðslu 250 milljóna Bandaríkjadala, að honum og sonum hans verði bannað að stunda viðskipti í New York og að honum og fyrirtæki hans verði bannað að sýsla með fasteignir í ríkinu í fimm ár. Áður en réttarhöldin hófust í morgun sagði Trump við fréttamenn að málið væri sviksamlegt og höfðað sem hluti af pólitískri herferð gegn honum. Þá sagði hann að James, sem er demókrati, væri „spillt manneskja, skelfileg manneskja.“ Þá fór hann ekki fögrum orðum um Arthur Engoron, dómarann í málinu. Hann sagði hann hlutdrægan demókrata sem nýtti málið til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs á næsta ári. „Þetta er dómari sem ætti að svipta lögmannsréttindum. Þetta er dómari sem ætti að setja úr starfi,“ hefur Reuters eftir honum. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Vill að dómarinn stígi til hliðar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa lagt fram kröfu um að dómarinn Tanya Chutkan stígi til hliðar. Það á hún að gera á þeim grundvelli að hún hafi sýnt fram á óhlutlægni í garð Trumps. 11. september 2023 22:53 „Þessi yfirlýsing er virðislaus“ Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur beðið dómara um að kanna hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi ofmetið háhýsi sín, golfvelli og aðra eignir í ríkinu um meira en tvo milljarða dala. James hefur sakað Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik. 31. ágúst 2023 15:13 Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. 27. ágúst 2023 13:39 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Réttarhöld í máli á hendur forsetanum fyrrverandi hófust í New York í morgun. Dómari í málinu komst að þeirri niðurstöðu í síðustu að hann hefði bakað sér bótaskyldu með því að ljúga til um ríkidæmi sitt í fjölmörgum tilvikum og platað þannig banka og tryggingafyrirtæki á löngu tímabili, eða frá árinu 2011 til 2021. Dómarinn sagði að hann hefði, auk tveggja sona hans, Donald ygri og Eric, ofmetið virði fyrirtækis síns um allt að 2,2 milljarða dollara sem hefði á móti fært þeim milljónir dollara í sparnað. Málsaðilar, það er að segja verjendur Trumpfeðga og saksóknarinn höfðu farið fram á að dómari myndi úrskurða í málinu áður en réttarhöldin hæfust, en þeim er ætlað að skera úr um hversu háa sekt feðgarnir þurfa að greiða fyrir svindlið. Fer fram á 250 milljóna dala sekt Saksóknarinn Letitia James krefst þess að Trump verði dæmdur til greiðslu 250 milljóna Bandaríkjadala, að honum og sonum hans verði bannað að stunda viðskipti í New York og að honum og fyrirtæki hans verði bannað að sýsla með fasteignir í ríkinu í fimm ár. Áður en réttarhöldin hófust í morgun sagði Trump við fréttamenn að málið væri sviksamlegt og höfðað sem hluti af pólitískri herferð gegn honum. Þá sagði hann að James, sem er demókrati, væri „spillt manneskja, skelfileg manneskja.“ Þá fór hann ekki fögrum orðum um Arthur Engoron, dómarann í málinu. Hann sagði hann hlutdrægan demókrata sem nýtti málið til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs á næsta ári. „Þetta er dómari sem ætti að svipta lögmannsréttindum. Þetta er dómari sem ætti að setja úr starfi,“ hefur Reuters eftir honum.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Vill að dómarinn stígi til hliðar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa lagt fram kröfu um að dómarinn Tanya Chutkan stígi til hliðar. Það á hún að gera á þeim grundvelli að hún hafi sýnt fram á óhlutlægni í garð Trumps. 11. september 2023 22:53 „Þessi yfirlýsing er virðislaus“ Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur beðið dómara um að kanna hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi ofmetið háhýsi sín, golfvelli og aðra eignir í ríkinu um meira en tvo milljarða dala. James hefur sakað Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik. 31. ágúst 2023 15:13 Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. 27. ágúst 2023 13:39 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Vill að dómarinn stígi til hliðar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa lagt fram kröfu um að dómarinn Tanya Chutkan stígi til hliðar. Það á hún að gera á þeim grundvelli að hún hafi sýnt fram á óhlutlægni í garð Trumps. 11. september 2023 22:53
„Þessi yfirlýsing er virðislaus“ Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur beðið dómara um að kanna hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi ofmetið háhýsi sín, golfvelli og aðra eignir í ríkinu um meira en tvo milljarða dala. James hefur sakað Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik. 31. ágúst 2023 15:13
Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. 27. ágúst 2023 13:39