Náði að yfirstíga hræðsluna á mótorhjólinu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. október 2023 20:01 Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, Villi Vill, er viðmælandi í Einkalífinu og ræðir þar meðal annars mótorhjólaáhugann og jógaiðkunina. Vísir/Vilhelm „Ég finn mjög mikinn mun á mér þegar ég mæti til starfa hvort ég hef komið á bílnum eða á mótorhjólinu,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson sem er viðmælandi í Einkalífinu. Hér má sjá allt viðtalið við Villa: Mannbætandi frelsistilfinning „Bara þessar tíu eða fimmtán mínútur úr Garðabænum niður í 101 Reykjavík á hjólinu þar sem maður er að fá ógrynni af súrefni hjálpa alveg ótrúlega mikið sem upptekt inn í daginn. Svo er það þessi frelsistilfinning, hvort heldur sem ég er á Ítalíu eða Íslandi, bara að fara út á hjólinu, fara eitthvert, geta stoppað hvar sem er og það er engin tónlist, það er ekki neitt, maður er bara einn með sjálfum sér og hugsunum sínum sem getur verið alveg ótrúlega mannbætandi.“ Lífið er stútfullt af krefjandi verkefnum og var mótorhjólaprófið ákveðin áskorun fyrir Villa. „Nú má ekki hanka mig á þessum ártölum en mig minnir að ég hafi verið með mótorhjólapróf núna í um það bil fimm ár. Fyrst ætlaði ég bara að taka prófið til þess að vera með hjól á Ítalíu og þvælast um þar. Ég var búinn að fara einu sinni á Ítalíu og vera í viku á hjólinu þegar ég kom til baka og ákvað að fjárfesta í hjóli hér, þetta var svo skemmtilegt. Það tók mig mjög langan tíma að koma mér að því að taka prófið. Ég var svona sirka tíu ár með þrjá eða fjóra mismunandi kennara án þess að klára verklega eða bóklega námið og án þess að fara nokkurn tíma í próf þar sem ég fékk alltaf cold feet, ég bara varð alltaf hræddur.“ „Ég er hættur“ Man Villi sérstaklega eftir einu tilviki þar sem hann var staddur á hjólinu í Ártúnsbrekkunni. „Það var rigning, pínu rok og það voru tveir stórir átján hjóla trukkar sitt hvorum megin við mig. Og ég bara keyrði út í kant, hringdi í kennarann og sagði bara heyrðu ég er hættur. En síðan gerðist eitthvað á einhverjum tímapunkti. Eftir því sem ég gerði þetta oftar, eftir því sem ég kynnti mér sportið betur, þá minnkaði þessi hræðsla eða beygur. Síðan á endanum, fyrir um það bil fimm árum, þá kláraði ég verklegu tímana, fór í verklega og bóklega prófið og náði mér í mótorhjólapróf. Það var auðvitað algjörlega frábært.“ Átti að vera með þessum hætti Allt hefur sinn tíma og segir Villi ekki þýða neitt að ætla að svekkja sig eitthvað á þessu ferli. „Ég er ekkert að gráta þessi tíu ár sem ég missti af. Þetta var auðvitað bara eitthvað sem átti að vera með þessum hætti.“ Aðspurður hvernig hann yfirvinni hræðslu almennt svarar Villi: „Það er með einhverjum svona hætti. Með því að kynna mér hlutina, með því að taka mér tíma, anda inn í aðstæðurnar og smám saman og yfirleitt þá einhvern veginn hverfur þessi kvíði eða hræðslutilfinning.“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson yfirstígur hræðslu meðal annars með því að kynna sér hlutina, taka sér tíma og anda inn í þá. Vísir/Vilhelm Andardrátturinn í daglegu lífi Villi hefur stundað jóga af miklum krafti síðastliðin tvö ár og segir það fyrst og fremst frábæra hreyfingu. Hann trúi þó ekki endilega á hugmyndafræðina á bak við jóga og aðra andlega hluti. „En ég trúi svo sannarlega á andardráttinn. Það er eitt af því sem hefur breyst hjá mér. Ég andaði alltaf með munninum áður en ég byrjaði í jóga og ég átti rosalega erfitt með að anda með nefinu. En núna tveimur árum síðar þá hef ég náð stjórn á því og það eru ótrúlega bætt lífsgæði fólgin í þeirri breytingu svo ég segi bara alveg eins og er. Þú finnur það líka bara þegar þú ert að erfiða, þegar þú ert til dæmis í jóga, hvað allt er miklu léttara þegar þú ert að anda með nefinu. Síðan gerist það stundum þegar þú ert búin að vera lengi að maður bara getur ekki meira og fer að anda með munninum. Þá finnurðu að allt fer niður á við.“ Einkalífið Tengdar fréttir „Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01 Óhefðbundið fjölskyldumynstur Villa Vill: Krafan um normið úrelt árið 2023 „Ég hef verið ástfanginn og ég ætla að leyfa mér að segja að ég hef verið svo heppinn að vera ástfanginn því ég held að það sé ekki sjálfgefið,“ segir lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson sem er gestur í Einkalífinu. Viðtalið við hann birtist í fyrramálið klukkan 7. 27. september 2023 20:01 Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira
Hér má sjá allt viðtalið við Villa: Mannbætandi frelsistilfinning „Bara þessar tíu eða fimmtán mínútur úr Garðabænum niður í 101 Reykjavík á hjólinu þar sem maður er að fá ógrynni af súrefni hjálpa alveg ótrúlega mikið sem upptekt inn í daginn. Svo er það þessi frelsistilfinning, hvort heldur sem ég er á Ítalíu eða Íslandi, bara að fara út á hjólinu, fara eitthvert, geta stoppað hvar sem er og það er engin tónlist, það er ekki neitt, maður er bara einn með sjálfum sér og hugsunum sínum sem getur verið alveg ótrúlega mannbætandi.“ Lífið er stútfullt af krefjandi verkefnum og var mótorhjólaprófið ákveðin áskorun fyrir Villa. „Nú má ekki hanka mig á þessum ártölum en mig minnir að ég hafi verið með mótorhjólapróf núna í um það bil fimm ár. Fyrst ætlaði ég bara að taka prófið til þess að vera með hjól á Ítalíu og þvælast um þar. Ég var búinn að fara einu sinni á Ítalíu og vera í viku á hjólinu þegar ég kom til baka og ákvað að fjárfesta í hjóli hér, þetta var svo skemmtilegt. Það tók mig mjög langan tíma að koma mér að því að taka prófið. Ég var svona sirka tíu ár með þrjá eða fjóra mismunandi kennara án þess að klára verklega eða bóklega námið og án þess að fara nokkurn tíma í próf þar sem ég fékk alltaf cold feet, ég bara varð alltaf hræddur.“ „Ég er hættur“ Man Villi sérstaklega eftir einu tilviki þar sem hann var staddur á hjólinu í Ártúnsbrekkunni. „Það var rigning, pínu rok og það voru tveir stórir átján hjóla trukkar sitt hvorum megin við mig. Og ég bara keyrði út í kant, hringdi í kennarann og sagði bara heyrðu ég er hættur. En síðan gerðist eitthvað á einhverjum tímapunkti. Eftir því sem ég gerði þetta oftar, eftir því sem ég kynnti mér sportið betur, þá minnkaði þessi hræðsla eða beygur. Síðan á endanum, fyrir um það bil fimm árum, þá kláraði ég verklegu tímana, fór í verklega og bóklega prófið og náði mér í mótorhjólapróf. Það var auðvitað algjörlega frábært.“ Átti að vera með þessum hætti Allt hefur sinn tíma og segir Villi ekki þýða neitt að ætla að svekkja sig eitthvað á þessu ferli. „Ég er ekkert að gráta þessi tíu ár sem ég missti af. Þetta var auðvitað bara eitthvað sem átti að vera með þessum hætti.“ Aðspurður hvernig hann yfirvinni hræðslu almennt svarar Villi: „Það er með einhverjum svona hætti. Með því að kynna mér hlutina, með því að taka mér tíma, anda inn í aðstæðurnar og smám saman og yfirleitt þá einhvern veginn hverfur þessi kvíði eða hræðslutilfinning.“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson yfirstígur hræðslu meðal annars með því að kynna sér hlutina, taka sér tíma og anda inn í þá. Vísir/Vilhelm Andardrátturinn í daglegu lífi Villi hefur stundað jóga af miklum krafti síðastliðin tvö ár og segir það fyrst og fremst frábæra hreyfingu. Hann trúi þó ekki endilega á hugmyndafræðina á bak við jóga og aðra andlega hluti. „En ég trúi svo sannarlega á andardráttinn. Það er eitt af því sem hefur breyst hjá mér. Ég andaði alltaf með munninum áður en ég byrjaði í jóga og ég átti rosalega erfitt með að anda með nefinu. En núna tveimur árum síðar þá hef ég náð stjórn á því og það eru ótrúlega bætt lífsgæði fólgin í þeirri breytingu svo ég segi bara alveg eins og er. Þú finnur það líka bara þegar þú ert að erfiða, þegar þú ert til dæmis í jóga, hvað allt er miklu léttara þegar þú ert að anda með nefinu. Síðan gerist það stundum þegar þú ert búin að vera lengi að maður bara getur ekki meira og fer að anda með munninum. Þá finnurðu að allt fer niður á við.“
Einkalífið Tengdar fréttir „Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01 Óhefðbundið fjölskyldumynstur Villa Vill: Krafan um normið úrelt árið 2023 „Ég hef verið ástfanginn og ég ætla að leyfa mér að segja að ég hef verið svo heppinn að vera ástfanginn því ég held að það sé ekki sjálfgefið,“ segir lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson sem er gestur í Einkalífinu. Viðtalið við hann birtist í fyrramálið klukkan 7. 27. september 2023 20:01 Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira
„Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01
Óhefðbundið fjölskyldumynstur Villa Vill: Krafan um normið úrelt árið 2023 „Ég hef verið ástfanginn og ég ætla að leyfa mér að segja að ég hef verið svo heppinn að vera ástfanginn því ég held að það sé ekki sjálfgefið,“ segir lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson sem er gestur í Einkalífinu. Viðtalið við hann birtist í fyrramálið klukkan 7. 27. september 2023 20:01
Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00