Fótbolti

Á­hugi á Alberti á Ítalíu og á Spáni: Meistararnir lengi fylgst með stöðu mála

Aron Guðmundsson skrifar
Albert í leik með Genoa gegn Roma á dögunum
Albert í leik með Genoa gegn Roma á dögunum Vísir/Getty

Frammi­staða ís­lenska fót­bolta­mannsins Alberts Guð­munds­sonar í upp­hafi yfir­standandi tíma­bils, með Genoa í efstu deild Ítalíu, hafa vakið upp á­huga af kröftum hans hjá nokkrum af stærstu liðum landsins, meðal annars ríkjandi Ítalíu­meisturum Napoli. Þá ku einnig vera á­hugi frá fót­bolta­liðum á Spáni.

Frá þessu greinir einn virtasti í­þrótta­miðill Ítalíu, La Gazetto Dello Sport en Albert hefur skorað fjögur mörk og gefið eina stoð­sendingu í átta leikjum með Genoa á yfir­standandi tíma­bili. Verið einn af betri leik­mönnum liðsins, ef ekki sá besti.

Undan­farnir tveir leikir hjá Alberti með Genoa í Serie A hafa verið fram­úr­skarandi og varpað á honum kast­ljósinu. Albert skoraði eitt marka Genoa í sigri gegn Roma undir lok septem­ber­mánaðar og í fyrra­dag skoraði hann tvö marka liðsins í 2-2 jafn­tefli gegn Udinese.

Andrea Ramazzotti, blaðamaður La Gazetto Dello Sport,  segir Ítalíu­meistara Napoli hafa fylgst lengi með Alberti en nú hefur Ís­lendingurinn einnig vakið at­hygli hins sögu­fræga liðs Roma sem leikur nú undir stjórn Portúgalans José Mourin­ho.

Þá sé einnig áhugi frá nokkrum liðum sem leika í efstu deild á Spáni.

Albert gekk til liðs við Genoa frá hollenska liðinu AZ Alk­maar í janúar á síðasta ári. Albert átti stóran þátt í vel­gengni Genoa í ítölsku B-deildinni á síðasta tíma­bili þar sem að liðið tryggði sér sæti á nýjan leik í efstu deild.

Alls hefur Albert leikið 58 leiki fyrir aðal­lið Genoa, skorað ní­tján mörk og gefið sex stoð­sendingar. Samningur hans við fé­lagið rennur út sumarið 2026 og því munu um­rædd fé­lög hér að ofan að taka fram veskið ætli þau að tryggja sér krafta leik­mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×