Frá þessu greinir einn virtasti íþróttamiðill Ítalíu, La Gazetto Dello Sport en Albert hefur skorað fjögur mörk og gefið eina stoðsendingu í átta leikjum með Genoa á yfirstandandi tímabili. Verið einn af betri leikmönnum liðsins, ef ekki sá besti.
Undanfarnir tveir leikir hjá Alberti með Genoa í Serie A hafa verið framúrskarandi og varpað á honum kastljósinu. Albert skoraði eitt marka Genoa í sigri gegn Roma undir lok septembermánaðar og í fyrradag skoraði hann tvö marka liðsins í 2-2 jafntefli gegn Udinese.
Andrea Ramazzotti, blaðamaður La Gazetto Dello Sport, segir Ítalíumeistara Napoli hafa fylgst lengi með Alberti en nú hefur Íslendingurinn einnig vakið athygli hins sögufræga liðs Roma sem leikur nú undir stjórn Portúgalans José Mourinho.
Þá sé einnig áhugi frá nokkrum liðum sem leika í efstu deild á Spáni.
Albert gekk til liðs við Genoa frá hollenska liðinu AZ Alkmaar í janúar á síðasta ári. Albert átti stóran þátt í velgengni Genoa í ítölsku B-deildinni á síðasta tímabili þar sem að liðið tryggði sér sæti á nýjan leik í efstu deild.
Alls hefur Albert leikið 58 leiki fyrir aðallið Genoa, skorað nítján mörk og gefið sex stoðsendingar. Samningur hans við félagið rennur út sumarið 2026 og því munu umrædd félög hér að ofan að taka fram veskið ætli þau að tryggja sér krafta leikmannsins.