Nætursilfrið Ingólfur Sverrisson skrifar 3. október 2023 10:00 Á tímum þegar flestir virðast sammála um að mikla nauðsyn beri til að efla almenna og vandaða umræðu í þjóðfélaginu tekur RÚV ákvörðun um að rífa Silfrið upp með rótum og setja á tíma þegar stór hluti þjóðarinnar er genginn til náða. Engum á þeim bæ virðist hafa dottið í hug að ræða þessa tilfærslu við almenning og kanna undirtektir við svo róttæka breytingu. Nei, bara gefin út tilkynning í kanselístíl um að „vér höfum ákveðið “ og svo framvegis. Ekki er annað vitað en tíminn skömmu fyrir hádegi á sunnudögum hafi reynst mörgum vel til að íhuga og hlusta á vandaðan umræðuþátt. Hvíldardagur og fólk almennt á heimilum sínum í ró og næði. Stjórnendur útvarps allra landsmanna færðu engin rök fyrir því að færa svona mikilvægan umræðuþátt frá þessum ágæta tíma. Tóku þess í stað einhliða ákvörðum um að færa hann fram á ellefta tímann á mánudögum þegar eldra fólk og flestir sem vinna erfiðisvinnu hafa tekið á sig náðir. Þeir áhorfendur sem svo tóra þetta langt fram eftir fara fyrr en varir að draga ýsur enda er þetta tími sem flestar sjónvarpsstöðvar nýta til sýna glæpaþætti og hasar sem getur frekar haldið fólki vakandi. Sannleikurinn er sá að vandaðir umræðuþættir erlendra sjónvarpsstöðva eru lang oftast á góðum tíma fyrir allt venjulegt fólk. Ekki er þeim sem þetta ritað kunnugt um að nokkrum þeirra detti sú ósvinna í hug að hafa slíka þætti seint á kvöldum. Að öllu þessu virtu er hér með skorað á stjórnendur RÚV að færa þáttinn snarlega aftur á sinn stað fyrir hádegi á sunnudögum sem nú er nýttur til að endurtaka gamalt efni. Ef ekki er hægt að verða við þessari frómu ósk er lagt til að nafni þáttarins verði breytt í: Nætursilfrið. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Ingólfur Sverrisson Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Á tímum þegar flestir virðast sammála um að mikla nauðsyn beri til að efla almenna og vandaða umræðu í þjóðfélaginu tekur RÚV ákvörðun um að rífa Silfrið upp með rótum og setja á tíma þegar stór hluti þjóðarinnar er genginn til náða. Engum á þeim bæ virðist hafa dottið í hug að ræða þessa tilfærslu við almenning og kanna undirtektir við svo róttæka breytingu. Nei, bara gefin út tilkynning í kanselístíl um að „vér höfum ákveðið “ og svo framvegis. Ekki er annað vitað en tíminn skömmu fyrir hádegi á sunnudögum hafi reynst mörgum vel til að íhuga og hlusta á vandaðan umræðuþátt. Hvíldardagur og fólk almennt á heimilum sínum í ró og næði. Stjórnendur útvarps allra landsmanna færðu engin rök fyrir því að færa svona mikilvægan umræðuþátt frá þessum ágæta tíma. Tóku þess í stað einhliða ákvörðum um að færa hann fram á ellefta tímann á mánudögum þegar eldra fólk og flestir sem vinna erfiðisvinnu hafa tekið á sig náðir. Þeir áhorfendur sem svo tóra þetta langt fram eftir fara fyrr en varir að draga ýsur enda er þetta tími sem flestar sjónvarpsstöðvar nýta til sýna glæpaþætti og hasar sem getur frekar haldið fólki vakandi. Sannleikurinn er sá að vandaðir umræðuþættir erlendra sjónvarpsstöðva eru lang oftast á góðum tíma fyrir allt venjulegt fólk. Ekki er þeim sem þetta ritað kunnugt um að nokkrum þeirra detti sú ósvinna í hug að hafa slíka þætti seint á kvöldum. Að öllu þessu virtu er hér með skorað á stjórnendur RÚV að færa þáttinn snarlega aftur á sinn stað fyrir hádegi á sunnudögum sem nú er nýttur til að endurtaka gamalt efni. Ef ekki er hægt að verða við þessari frómu ósk er lagt til að nafni þáttarins verði breytt í: Nætursilfrið. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun