Fótbolti

Tyrkinn gæti byrjað sinn fyrsta leik gegn Galatasaray

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Altay Bayindir gæti þreytt frumraun sína með Manchester United í kvöld.
Altay Bayindir gæti þreytt frumraun sína með Manchester United í kvöld. getty/James Gill

Nýr tyrkneskur markvörður Manchester United gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið þegar það tekur á móti löndum hans í Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

United keypti Altay Bayindir frá Fenerbache á lokadegi félagaskiptagluggans. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við United með möguleika á árs framlengingu.

Bayindir hefur setið á varamannabekk United síðan hann kom til félagsins en það gæti breyst í kvöld. Evening Standard greinir nefnilega frá því að hann gæti byrjað milli stanganna gegn Galatasaray.

United þarf á sigri að halda í kvöld eftir að hafa tapað fyrir Bayern München, 4-3, í 1. umferð riðlakeppninnar í þarsíðustu viku. Galatasaray gerði 2-2 jafntefli við FC Kaupmannahöfn á sama tíma.

Bayindir, sem er 25 ára, hóf ferilinn hjá Ankaragücü en gekk í raðir Fenerbache 2019. Hann lék með liðinu í fjögur ár og varð bikarmeistari með því á síðasta tímabili.

Leikur Manchester United og Galatasaray hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×