Lífið

Einbýli á Sunnuveginum í upprunalegum stíl á 220 milljónir

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Stór og veglegur arinn er í miðri stofunni.
Stór og veglegur arinn er í miðri stofunni. Fasteignaljósmyndun

Við Sunnuveg 24 í Reykjavík er glæsilegt 328 fermetra einbýlishús til sölu. Húsið var byggt árið 1964 og er í upprunalegum stíl sem er einstakur fyrir margar sakir. 

Drápuhlíðargrjót, viðarklædd loft, stórir gluggar og veglegur arinn í miðri stofu er einkennandi fyrir tíðarandann.

Gólfteppi er á stofu og viðarklæðning í lofti.Fasteignaljósmyndun

Húsið þarfnast töluverða endurbóta en býður upp á mikla möguleika fyrir fólk sem býr yfir sköpunarkrafti og seiglu.

Húsið var byggt árið 1964.Fasteignaljósmyndun

Samtals eru fjögur svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Stofan er opin og björt með mikilli lofthæð og fallegu útsýni. Í eldhúsinu er viðarinnrétting og dúkur á gólfi. 

Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.

Opið er milli eldhúss og stofu.Fasteignaljósmyndun
Gular flísar og blátt baðkar.Fasteignaljósmyndun
Fjögur svefnherbergi eru í húsinu.Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.