Vaktin: Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Atli Ísleifsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 4. október 2023 07:30 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar Seðlabankans. Hér er hann í púltinu í morgun. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá nefndinni sem birt var klukkan 8:30. Fulltrúar nefndarinnar munu rökstyðja ákvörðun sína og sitja fyrir svörum á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30 og hægt verður að fylgjast með í spilaranum að neðan. Þróunin í samræmi við mat nefndarinnar Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að á heildina litið hafi þróun efnahagsmála verið í samræmi við mat nefndarinnar á síðasta fundi. „Verðbólga hefur aukist á ný og mældist 8% í september. Verðbólga án húsnæðis jókst einnig en undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað lítillega. Vísbendingar eru um að heldur hafi dregið úr tíðni verðhækkana og að þær séu ekki á eins breiðum grunni og áður. Þótt verðbólguvæntingar séu áfram of háar hafa þær lækkað á suma mælikvarða. Hagvöxtur mældist 5,8% á fyrri hluta þessa árs en var ríflega 7% á síðasta ári. Nokkuð hefur því hægt á vexti efnahagsumsvifa og vísbendingar eru um að hægt hafi enn frekar á eftirspurn á þriðja fjórðungi ársins. Aftur á móti er enn nokkur spenna á vinnumarkaði og í þjóðarbúskapnum í heild. Raunvextir bankans hafa hins vegar hækkað það sem af er ári og áhrif vaxtahækkana bankans eru farin að koma fram í meira mæli,“ segir í yfirlýsingunni. Ákveðið að staldra við Þá segir einnig að á þessum tímapunkti sé nokkur óvissa um efnahagsframvinduna og hvort núverandi taumhald sé nægjanlegt. „Nefndin hefur því ákveðið að staldra við en á næsta fundi mun liggja fyrir ný þjóðhags- og verðbólguspá bankans. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar en næsti ákvörðunardagur er 22. nóvember, að átta vikum liðnum. Sýnt verður beint frá fréttamannafundinum í spilaranum að neðan. Einnig verður hægt fylgjast með málinu í vaktinni þar að neðan þar sem fréttastofa mun segja frá ákvörðun nefndarinnar þegar hún liggur fyrir og því sem gerist á fréttamannafundi fulltrúa nefndarinnar klukkan 9:30. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá nefndinni sem birt var klukkan 8:30. Fulltrúar nefndarinnar munu rökstyðja ákvörðun sína og sitja fyrir svörum á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30 og hægt verður að fylgjast með í spilaranum að neðan. Þróunin í samræmi við mat nefndarinnar Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að á heildina litið hafi þróun efnahagsmála verið í samræmi við mat nefndarinnar á síðasta fundi. „Verðbólga hefur aukist á ný og mældist 8% í september. Verðbólga án húsnæðis jókst einnig en undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað lítillega. Vísbendingar eru um að heldur hafi dregið úr tíðni verðhækkana og að þær séu ekki á eins breiðum grunni og áður. Þótt verðbólguvæntingar séu áfram of háar hafa þær lækkað á suma mælikvarða. Hagvöxtur mældist 5,8% á fyrri hluta þessa árs en var ríflega 7% á síðasta ári. Nokkuð hefur því hægt á vexti efnahagsumsvifa og vísbendingar eru um að hægt hafi enn frekar á eftirspurn á þriðja fjórðungi ársins. Aftur á móti er enn nokkur spenna á vinnumarkaði og í þjóðarbúskapnum í heild. Raunvextir bankans hafa hins vegar hækkað það sem af er ári og áhrif vaxtahækkana bankans eru farin að koma fram í meira mæli,“ segir í yfirlýsingunni. Ákveðið að staldra við Þá segir einnig að á þessum tímapunkti sé nokkur óvissa um efnahagsframvinduna og hvort núverandi taumhald sé nægjanlegt. „Nefndin hefur því ákveðið að staldra við en á næsta fundi mun liggja fyrir ný þjóðhags- og verðbólguspá bankans. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar en næsti ákvörðunardagur er 22. nóvember, að átta vikum liðnum. Sýnt verður beint frá fréttamannafundinum í spilaranum að neðan. Einnig verður hægt fylgjast með málinu í vaktinni þar að neðan þar sem fréttastofa mun segja frá ákvörðun nefndarinnar þegar hún liggur fyrir og því sem gerist á fréttamannafundi fulltrúa nefndarinnar klukkan 9:30. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Tengdar fréttir Spá 0,5 prósentustiga stýrivaxtahækkun Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fimmtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 9,25% í 9,75%. 29. september 2023 16:08 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Sjá meira
Spá 0,5 prósentustiga stýrivaxtahækkun Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fimmtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 9,25% í 9,75%. 29. september 2023 16:08