Vill frekar deyja en að fara aftur til Venesúela Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. október 2023 11:49 Zarkis Abraham hefur verið hér á landi í tíu mánuði. Hann sér enga framtíð í Venesúela. Vísir/vilhelm Tugir komu saman við Hallgrímskirkju í morgun til að mótmæla ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja megi hælisleitendum frá Venesúela um alþjóðlega vernd. Mótmælendur, bæði Venesúelamenn og stuðningsfólk, lýstu reiði og ótta við framtíðina. Þegar fréttastofu bar að garði við Hallgrímskirkju í morgun höfðu mótmælendur, flestir Venesúelamenn, stillt sér upp í boga fyrir framan kirkjuna. Viðstaddir sýndu hljóðláta samstöðu og báru skilti; „Þau eru að senda börn í fangið á einræðisherra“ stóð á einu; „Líf barnanna okkar eru í ykkar höndum“ á öðru. Venesúelamaðurinn Zarkis Abraham, einn mótmælenda, var að fá synjun á umsókn sinni eftir tíu mánaða dvöl hér á landi. Hann hefur verið að leita sér að vinnu og furðar sig á ákvörðun íslenskra stjórnvalda. Einkum í ljósi þess að Bandaríkin - land sem hann telur gegnsýrt kynþáttfordómum - taki við löndum hans, en á Íslandi hafi verið ákveðið að gera það ekki. Mótmælendur komu saman í hljóðlátri samstöðu og báru margir skilti.Vísir/vilhelm „Þau eru að snúa við okkur baki. Þetta er brjálæði. Jafnvel Bandaríkin, rasískasta ríki heims, tekur við okkur en þetta land gerir það ekki,“ segir Zarkis. Inntur eftir því hvað hann hyggist gera nú þegar ákvörðun stjórnvalda liggi fyrir segist hann dauðhræddur. „Ég veit það ekki. Kannski flýja til annars lands. Ég get ekki verið í Venesúela, ég myndi frekar drepa mig en að vera í Venesúela án réttinda, eins og ég hef verið alla ævi. Þetta er bara brjálæði. Ég varði tveimur, fjórum árum í að flýja. Og þegar mér tókst það hafna þeir öllum. Þetta er brjálæði,“ segir Zarkis. Framtíð barnanna er í höndum ykkar, stóð á einu skiltanna.Vísir/vilhelm Nokkur fjöldi Íslendinga var einnig staddur á mótmælunum í morgun, þar af nokkrir starfsmenn tungumálaskólans Dósaverksmiðjunnar. „Þetta er fáránlegt sem er í gangi. Þeta er rugl,“ segir Kristbjörg Arna Þorvaldsdóttir. „Við störfum hjá Dósaverksmiðjunni sem er tungumálaskóli hér á landinu og margri nemendur eru frá Venesúela. Þannig að það er nauðsynlegt fyrir okkur að sýna stuðning, samstöðu og vera þeim innan handar,“ segir Derek Terell Allen. Óttist þið um framtíð fólksins sem þið þekkið? „Já við gerum það. Maður veit einhvern veginn ekkert hvað á eftir að gerast eftir viku, tvær vikur. Þetta fólk vill bara gott líf hérna á Íslandi,“ segir Margrét Rebekka Valgarðsdóttir. Venesúela Hælisleitendur Flóttamenn Reykjavík Tengdar fréttir Flóttamenn frá Venesúela mótmæla við Hallgrímskirkju Um eitt hundrað flóttamenn frá Venesúela komu saman við Hallgrímskirkju klukkan tíu í morgun. Fólkið mótmælir fyrirhuguðum brottvísunum. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. 4. október 2023 10:28 Þingmaður segir frumvarpið draga úr skilvirkni og auka kostnað Fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum mun draga úr skilvirkni, auka kostnað og lengja biðtíma að sögn þingmanns Pírata sem telur breytingarnar fela í sér afturför í útlendingamálum. 3. október 2023 11:48 Telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela vera starfandi Lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela sem til stendur að senda úr landi vera í vinnu hér á landi. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir stofnunina ekki hafa upplýsingar um fjöldann. 2. október 2023 13:28 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Þegar fréttastofu bar að garði við Hallgrímskirkju í morgun höfðu mótmælendur, flestir Venesúelamenn, stillt sér upp í boga fyrir framan kirkjuna. Viðstaddir sýndu hljóðláta samstöðu og báru skilti; „Þau eru að senda börn í fangið á einræðisherra“ stóð á einu; „Líf barnanna okkar eru í ykkar höndum“ á öðru. Venesúelamaðurinn Zarkis Abraham, einn mótmælenda, var að fá synjun á umsókn sinni eftir tíu mánaða dvöl hér á landi. Hann hefur verið að leita sér að vinnu og furðar sig á ákvörðun íslenskra stjórnvalda. Einkum í ljósi þess að Bandaríkin - land sem hann telur gegnsýrt kynþáttfordómum - taki við löndum hans, en á Íslandi hafi verið ákveðið að gera það ekki. Mótmælendur komu saman í hljóðlátri samstöðu og báru margir skilti.Vísir/vilhelm „Þau eru að snúa við okkur baki. Þetta er brjálæði. Jafnvel Bandaríkin, rasískasta ríki heims, tekur við okkur en þetta land gerir það ekki,“ segir Zarkis. Inntur eftir því hvað hann hyggist gera nú þegar ákvörðun stjórnvalda liggi fyrir segist hann dauðhræddur. „Ég veit það ekki. Kannski flýja til annars lands. Ég get ekki verið í Venesúela, ég myndi frekar drepa mig en að vera í Venesúela án réttinda, eins og ég hef verið alla ævi. Þetta er bara brjálæði. Ég varði tveimur, fjórum árum í að flýja. Og þegar mér tókst það hafna þeir öllum. Þetta er brjálæði,“ segir Zarkis. Framtíð barnanna er í höndum ykkar, stóð á einu skiltanna.Vísir/vilhelm Nokkur fjöldi Íslendinga var einnig staddur á mótmælunum í morgun, þar af nokkrir starfsmenn tungumálaskólans Dósaverksmiðjunnar. „Þetta er fáránlegt sem er í gangi. Þeta er rugl,“ segir Kristbjörg Arna Þorvaldsdóttir. „Við störfum hjá Dósaverksmiðjunni sem er tungumálaskóli hér á landinu og margri nemendur eru frá Venesúela. Þannig að það er nauðsynlegt fyrir okkur að sýna stuðning, samstöðu og vera þeim innan handar,“ segir Derek Terell Allen. Óttist þið um framtíð fólksins sem þið þekkið? „Já við gerum það. Maður veit einhvern veginn ekkert hvað á eftir að gerast eftir viku, tvær vikur. Þetta fólk vill bara gott líf hérna á Íslandi,“ segir Margrét Rebekka Valgarðsdóttir.
Venesúela Hælisleitendur Flóttamenn Reykjavík Tengdar fréttir Flóttamenn frá Venesúela mótmæla við Hallgrímskirkju Um eitt hundrað flóttamenn frá Venesúela komu saman við Hallgrímskirkju klukkan tíu í morgun. Fólkið mótmælir fyrirhuguðum brottvísunum. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. 4. október 2023 10:28 Þingmaður segir frumvarpið draga úr skilvirkni og auka kostnað Fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum mun draga úr skilvirkni, auka kostnað og lengja biðtíma að sögn þingmanns Pírata sem telur breytingarnar fela í sér afturför í útlendingamálum. 3. október 2023 11:48 Telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela vera starfandi Lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela sem til stendur að senda úr landi vera í vinnu hér á landi. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir stofnunina ekki hafa upplýsingar um fjöldann. 2. október 2023 13:28 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Flóttamenn frá Venesúela mótmæla við Hallgrímskirkju Um eitt hundrað flóttamenn frá Venesúela komu saman við Hallgrímskirkju klukkan tíu í morgun. Fólkið mótmælir fyrirhuguðum brottvísunum. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. 4. október 2023 10:28
Þingmaður segir frumvarpið draga úr skilvirkni og auka kostnað Fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum mun draga úr skilvirkni, auka kostnað og lengja biðtíma að sögn þingmanns Pírata sem telur breytingarnar fela í sér afturför í útlendingamálum. 3. október 2023 11:48
Telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela vera starfandi Lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela sem til stendur að senda úr landi vera í vinnu hér á landi. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir stofnunina ekki hafa upplýsingar um fjöldann. 2. október 2023 13:28