Sjáðu mörkin frá Galakvöldinu á Old Trafford, stuðið í Napoli, endurkomu Braga og öll hin úr Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2023 14:31 Mauro Icardi fagnar sigurmarki sínu gegn Manchester United. getty/Michael Regan Galatasaray jók enn á eymd Manchester United með sínum fyrsta sigri á enskri grundu, Jude Bellingham og félagar í Real Madrid gerðu góða ferð til Napoli og annan leikinn í röð fékk Union Berlin á sig mark í uppbótartíma. Alls voru 28 mörk skoruð í Meistaradeild Evrópu í gær. Þau má sjá hér fyrir neðan. Í A-riðli vann Galatasaray United, 2-3, á Old Trafford. Þetta var sjötta tap United á tímabilinu og það þriðja á heimavelli. Mauro Icardi skoraði sigurmark Tyrkjanna þegar níu mínútur voru til leiksloka. Heimamenn komust tvisvar yfir með mörkum Rasmusar Højlund en Wilfried Zaha og Kerem Aktürkoglu jöfnuðu fyrir gestina frá Istanbúl. Klippa: Man. Utd. 2-3 Galatasaray FC Kaupmannahöfn komst yfir gegn Bayern München á Parken þegar Lukas Lerager skoraði á 56. mínútu. Jamal Musiala jafnaði ellefu mínútum seinna og á 83. mínútu skoraði Frakkinn ungi, Mathys Tel, sigurmark Bayern. Þýskalandsmeistararnir hafa unnið fimmtán leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í röð. Klippa: FCK 1-2 Bayern Lens vann Arsenal, 2-1, í B-riðli. Skytturnar komust yfir með marki Gabriels Jesus en Adrien Thomasson jafnaði fyrir Frakkana. Hinn tvítugi Elye Wahi skoraði svo sigurmark þeirra á 69. mínútu. Klippa: Lens 2-1 Arsenal Í hinum leik B-riðils gerðu PSV Eindhoven og Sevilla 2-2 jafntefli. Öll mörkin komu seint í leiknum. Nemanja Gudelj kom Evrópudeildarmeisturunum yfir á 68. mínútu. Luuk de Jong jafnaði fyrir Hollendingana á 86. mínútu en aðeins 75 sekúndum síðar kom Youssef En-Nesyri gestunum frá Andalúsíu aftur yfir. Jordan Teze skoraði svo jöfnunarmark PSV þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Klippa: PSV 2-2 Sevilla Dramatíkin var alls ráðandi í leik Union Berlin og Braga í C-riðli. Berlínarbúar komust í 2-0 með tveimur mörkum Sheraldos Becker í fyrri hálfleik. Sikou Niakaté minnkaði muninn fyrir Portúgalina rétt fyrir hálfleik og Bruma jafnaði svo með frábæru skoti í upphafi seinni hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði André Castro sigurmark Braga með skoti fyrir utan vítateig. Klippa: Union Berlin 2-3 Braga Í Napoli vann Real Madrid heimamenn með tveimur mörkum gegn þremur. Norski miðvörðurinn Leo Østigård kom Napoli yfir en Vinícius Júnior jafnaði og Jude Bellingham skoraði á 34. mínútu eftir mikinn einleik. Piotr Zielinski jafnaði úr vítaspyrnu á 54. mínútu og þannig var staðan fram á 78. mínútu. Þá átti Federico Valverde þrumuskot í slána, bakið á Alex Meret, markverði Napoli, og inn. Klippa: Napoli 2-3 Real Madrid Real Sociedad vann Red Bull Salzburg, 0-2, á útivelli í D-riðli. Mikel Oyarzabal og Brais Méndez skoruðu mörk Baskanna. Klippa: Salzburg 0-2 Real Sociedad Í hinum leik D-riðils vann Inter Benfica, 1-0. Marcus Thuram skoraði eina mark leiksins á 62. mínútu en silfurlið síðasta tímabils í Meistaradeildinni í óð í færum í leiknum. Klippa: Inter 1-0 Benfica Mörkin úr öllum leikjum gærdagsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Alls voru 28 mörk skoruð í Meistaradeild Evrópu í gær. Þau má sjá hér fyrir neðan. Í A-riðli vann Galatasaray United, 2-3, á Old Trafford. Þetta var sjötta tap United á tímabilinu og það þriðja á heimavelli. Mauro Icardi skoraði sigurmark Tyrkjanna þegar níu mínútur voru til leiksloka. Heimamenn komust tvisvar yfir með mörkum Rasmusar Højlund en Wilfried Zaha og Kerem Aktürkoglu jöfnuðu fyrir gestina frá Istanbúl. Klippa: Man. Utd. 2-3 Galatasaray FC Kaupmannahöfn komst yfir gegn Bayern München á Parken þegar Lukas Lerager skoraði á 56. mínútu. Jamal Musiala jafnaði ellefu mínútum seinna og á 83. mínútu skoraði Frakkinn ungi, Mathys Tel, sigurmark Bayern. Þýskalandsmeistararnir hafa unnið fimmtán leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í röð. Klippa: FCK 1-2 Bayern Lens vann Arsenal, 2-1, í B-riðli. Skytturnar komust yfir með marki Gabriels Jesus en Adrien Thomasson jafnaði fyrir Frakkana. Hinn tvítugi Elye Wahi skoraði svo sigurmark þeirra á 69. mínútu. Klippa: Lens 2-1 Arsenal Í hinum leik B-riðils gerðu PSV Eindhoven og Sevilla 2-2 jafntefli. Öll mörkin komu seint í leiknum. Nemanja Gudelj kom Evrópudeildarmeisturunum yfir á 68. mínútu. Luuk de Jong jafnaði fyrir Hollendingana á 86. mínútu en aðeins 75 sekúndum síðar kom Youssef En-Nesyri gestunum frá Andalúsíu aftur yfir. Jordan Teze skoraði svo jöfnunarmark PSV þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Klippa: PSV 2-2 Sevilla Dramatíkin var alls ráðandi í leik Union Berlin og Braga í C-riðli. Berlínarbúar komust í 2-0 með tveimur mörkum Sheraldos Becker í fyrri hálfleik. Sikou Niakaté minnkaði muninn fyrir Portúgalina rétt fyrir hálfleik og Bruma jafnaði svo með frábæru skoti í upphafi seinni hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði André Castro sigurmark Braga með skoti fyrir utan vítateig. Klippa: Union Berlin 2-3 Braga Í Napoli vann Real Madrid heimamenn með tveimur mörkum gegn þremur. Norski miðvörðurinn Leo Østigård kom Napoli yfir en Vinícius Júnior jafnaði og Jude Bellingham skoraði á 34. mínútu eftir mikinn einleik. Piotr Zielinski jafnaði úr vítaspyrnu á 54. mínútu og þannig var staðan fram á 78. mínútu. Þá átti Federico Valverde þrumuskot í slána, bakið á Alex Meret, markverði Napoli, og inn. Klippa: Napoli 2-3 Real Madrid Real Sociedad vann Red Bull Salzburg, 0-2, á útivelli í D-riðli. Mikel Oyarzabal og Brais Méndez skoruðu mörk Baskanna. Klippa: Salzburg 0-2 Real Sociedad Í hinum leik D-riðils vann Inter Benfica, 1-0. Marcus Thuram skoraði eina mark leiksins á 62. mínútu en silfurlið síðasta tímabils í Meistaradeildinni í óð í færum í leiknum. Klippa: Inter 1-0 Benfica Mörkin úr öllum leikjum gærdagsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira