Ræddu leikmannakaup Ten Hags: „Hans menn voru lélegastir á vellinum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2023 14:00 André Onana hefur gert slæm mistök í báðum leikjum Manchester United í Meistaradeild Evrópu. getty/Alex Dodd Aron Jóhannsson segir að það líti illa út fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United, hversu slakir leikmennirnir sem hann hefur fengið til félagsins séu. United laut í lægra haldi fyrir Galatasaray, 2-3, á Old Trafford í gær. United hefur tapað báðum leikjum sínum í A-riðli Meistaradeildarinnar á tímabilinu. Aron og Jóhannes Karl Guðjónsson ræddu um stöðuna United og Ten Hags eftir leikinn gegn Galatasaray í gær. „Það verður áhugavert hvernig þjálfarinn ætlar að leiða þetta áfram, það er að segja ef hann fær að vera þarna áfram. Þetta virðist vera gegnumgangandi hjá þeim sem eiga að vera stórir karakterarar í þessu liði, Bruno Fernandes er einn af þeim, að það eru allir að benda á einhvern annan. Enginn tekur ábyrgð,“ sagði Jóhannes Karl. „Maður veit ekkert hvað hann er að hugsa og það voru vonir um að það væri hægt að byggja ofan á það en það hefur orðið algjört hrun á stuttum tíma; engin trú og enginn vilji. Auðvitað ætlum við ekki að sitja hér og segja að leikmenn United nenni ekki að hlaupa eða berjast. En það er eitthvað andleysi þarna.“ Onana er búinn að vera skelfilegur Kjartan Atli Kjartansson beindi umræðuna því næst að leikmannakaupum United í stjóratíð Ten Hags. Hollendingurinn hefur verið duglegur að kaupa leikmenn sem hann hefur unnið með áður, eins og Lisandro Martínez, André Onana, Sofyan Amrabat og Antony. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um United „Hvernig ætlar United að takast á við þetta? Ætla þeir að færa honum þessi völd, að leyfa honum að fá leikmenn sem hann langar í, til þess svo að reka hann í byrjun október. Það gengur heldur ekki upp finnst mér. En þegar maður sér svona frammistöðu og menn eru með hangandi haus er þetta mikið, mikið áhyggjuefni,“ sagði Aron. „Í dag [í gær] voru hans menn lélegastir á vellinum. Onana, sem er búinn að vera skelfilegur frá því hann kom. Amrabat var ekki mikill greiði gerður með því að vera allt í einu kominn í vinstri bakvörð. Hann er miðjumaður sem vinnur boltann og kemur honum á næstu gæja. Hann er allt í einu vinstri bakvörður. Hann er út úr stöðu og með lélegar fyrirgjafir.“ Jóhannes Karl tók við boltanum. „Ekki nóg með að Ten Hag hafi fengið að sækja sína leikmenn, heldur hefur líka verið talað um það í ensku pressunni að hann sé að sækja leikmenn í gegnum sama umboðsmann. Ekki hjálpar það honum núna, ef hann er að taka leikmenn eins og Amrabat í gegnum umboðsmann sem tengist honum. Það er hræðilegt ef satt er,“ sagði Skagamaðurinn. Umræðuna um United úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Sjá meira
United laut í lægra haldi fyrir Galatasaray, 2-3, á Old Trafford í gær. United hefur tapað báðum leikjum sínum í A-riðli Meistaradeildarinnar á tímabilinu. Aron og Jóhannes Karl Guðjónsson ræddu um stöðuna United og Ten Hags eftir leikinn gegn Galatasaray í gær. „Það verður áhugavert hvernig þjálfarinn ætlar að leiða þetta áfram, það er að segja ef hann fær að vera þarna áfram. Þetta virðist vera gegnumgangandi hjá þeim sem eiga að vera stórir karakterarar í þessu liði, Bruno Fernandes er einn af þeim, að það eru allir að benda á einhvern annan. Enginn tekur ábyrgð,“ sagði Jóhannes Karl. „Maður veit ekkert hvað hann er að hugsa og það voru vonir um að það væri hægt að byggja ofan á það en það hefur orðið algjört hrun á stuttum tíma; engin trú og enginn vilji. Auðvitað ætlum við ekki að sitja hér og segja að leikmenn United nenni ekki að hlaupa eða berjast. En það er eitthvað andleysi þarna.“ Onana er búinn að vera skelfilegur Kjartan Atli Kjartansson beindi umræðuna því næst að leikmannakaupum United í stjóratíð Ten Hags. Hollendingurinn hefur verið duglegur að kaupa leikmenn sem hann hefur unnið með áður, eins og Lisandro Martínez, André Onana, Sofyan Amrabat og Antony. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um United „Hvernig ætlar United að takast á við þetta? Ætla þeir að færa honum þessi völd, að leyfa honum að fá leikmenn sem hann langar í, til þess svo að reka hann í byrjun október. Það gengur heldur ekki upp finnst mér. En þegar maður sér svona frammistöðu og menn eru með hangandi haus er þetta mikið, mikið áhyggjuefni,“ sagði Aron. „Í dag [í gær] voru hans menn lélegastir á vellinum. Onana, sem er búinn að vera skelfilegur frá því hann kom. Amrabat var ekki mikill greiði gerður með því að vera allt í einu kominn í vinstri bakvörð. Hann er miðjumaður sem vinnur boltann og kemur honum á næstu gæja. Hann er allt í einu vinstri bakvörður. Hann er út úr stöðu og með lélegar fyrirgjafir.“ Jóhannes Karl tók við boltanum. „Ekki nóg með að Ten Hag hafi fengið að sækja sína leikmenn, heldur hefur líka verið talað um það í ensku pressunni að hann sé að sækja leikmenn í gegnum sama umboðsmann. Ekki hjálpar það honum núna, ef hann er að taka leikmenn eins og Amrabat í gegnum umboðsmann sem tengist honum. Það er hræðilegt ef satt er,“ sagði Skagamaðurinn. Umræðuna um United úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Sjá meira