Ræddu leikmannakaup Ten Hags: „Hans menn voru lélegastir á vellinum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2023 14:00 André Onana hefur gert slæm mistök í báðum leikjum Manchester United í Meistaradeild Evrópu. getty/Alex Dodd Aron Jóhannsson segir að það líti illa út fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United, hversu slakir leikmennirnir sem hann hefur fengið til félagsins séu. United laut í lægra haldi fyrir Galatasaray, 2-3, á Old Trafford í gær. United hefur tapað báðum leikjum sínum í A-riðli Meistaradeildarinnar á tímabilinu. Aron og Jóhannes Karl Guðjónsson ræddu um stöðuna United og Ten Hags eftir leikinn gegn Galatasaray í gær. „Það verður áhugavert hvernig þjálfarinn ætlar að leiða þetta áfram, það er að segja ef hann fær að vera þarna áfram. Þetta virðist vera gegnumgangandi hjá þeim sem eiga að vera stórir karakterarar í þessu liði, Bruno Fernandes er einn af þeim, að það eru allir að benda á einhvern annan. Enginn tekur ábyrgð,“ sagði Jóhannes Karl. „Maður veit ekkert hvað hann er að hugsa og það voru vonir um að það væri hægt að byggja ofan á það en það hefur orðið algjört hrun á stuttum tíma; engin trú og enginn vilji. Auðvitað ætlum við ekki að sitja hér og segja að leikmenn United nenni ekki að hlaupa eða berjast. En það er eitthvað andleysi þarna.“ Onana er búinn að vera skelfilegur Kjartan Atli Kjartansson beindi umræðuna því næst að leikmannakaupum United í stjóratíð Ten Hags. Hollendingurinn hefur verið duglegur að kaupa leikmenn sem hann hefur unnið með áður, eins og Lisandro Martínez, André Onana, Sofyan Amrabat og Antony. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um United „Hvernig ætlar United að takast á við þetta? Ætla þeir að færa honum þessi völd, að leyfa honum að fá leikmenn sem hann langar í, til þess svo að reka hann í byrjun október. Það gengur heldur ekki upp finnst mér. En þegar maður sér svona frammistöðu og menn eru með hangandi haus er þetta mikið, mikið áhyggjuefni,“ sagði Aron. „Í dag [í gær] voru hans menn lélegastir á vellinum. Onana, sem er búinn að vera skelfilegur frá því hann kom. Amrabat var ekki mikill greiði gerður með því að vera allt í einu kominn í vinstri bakvörð. Hann er miðjumaður sem vinnur boltann og kemur honum á næstu gæja. Hann er allt í einu vinstri bakvörður. Hann er út úr stöðu og með lélegar fyrirgjafir.“ Jóhannes Karl tók við boltanum. „Ekki nóg með að Ten Hag hafi fengið að sækja sína leikmenn, heldur hefur líka verið talað um það í ensku pressunni að hann sé að sækja leikmenn í gegnum sama umboðsmann. Ekki hjálpar það honum núna, ef hann er að taka leikmenn eins og Amrabat í gegnum umboðsmann sem tengist honum. Það er hræðilegt ef satt er,“ sagði Skagamaðurinn. Umræðuna um United úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
United laut í lægra haldi fyrir Galatasaray, 2-3, á Old Trafford í gær. United hefur tapað báðum leikjum sínum í A-riðli Meistaradeildarinnar á tímabilinu. Aron og Jóhannes Karl Guðjónsson ræddu um stöðuna United og Ten Hags eftir leikinn gegn Galatasaray í gær. „Það verður áhugavert hvernig þjálfarinn ætlar að leiða þetta áfram, það er að segja ef hann fær að vera þarna áfram. Þetta virðist vera gegnumgangandi hjá þeim sem eiga að vera stórir karakterarar í þessu liði, Bruno Fernandes er einn af þeim, að það eru allir að benda á einhvern annan. Enginn tekur ábyrgð,“ sagði Jóhannes Karl. „Maður veit ekkert hvað hann er að hugsa og það voru vonir um að það væri hægt að byggja ofan á það en það hefur orðið algjört hrun á stuttum tíma; engin trú og enginn vilji. Auðvitað ætlum við ekki að sitja hér og segja að leikmenn United nenni ekki að hlaupa eða berjast. En það er eitthvað andleysi þarna.“ Onana er búinn að vera skelfilegur Kjartan Atli Kjartansson beindi umræðuna því næst að leikmannakaupum United í stjóratíð Ten Hags. Hollendingurinn hefur verið duglegur að kaupa leikmenn sem hann hefur unnið með áður, eins og Lisandro Martínez, André Onana, Sofyan Amrabat og Antony. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um United „Hvernig ætlar United að takast á við þetta? Ætla þeir að færa honum þessi völd, að leyfa honum að fá leikmenn sem hann langar í, til þess svo að reka hann í byrjun október. Það gengur heldur ekki upp finnst mér. En þegar maður sér svona frammistöðu og menn eru með hangandi haus er þetta mikið, mikið áhyggjuefni,“ sagði Aron. „Í dag [í gær] voru hans menn lélegastir á vellinum. Onana, sem er búinn að vera skelfilegur frá því hann kom. Amrabat var ekki mikill greiði gerður með því að vera allt í einu kominn í vinstri bakvörð. Hann er miðjumaður sem vinnur boltann og kemur honum á næstu gæja. Hann er allt í einu vinstri bakvörður. Hann er út úr stöðu og með lélegar fyrirgjafir.“ Jóhannes Karl tók við boltanum. „Ekki nóg með að Ten Hag hafi fengið að sækja sína leikmenn, heldur hefur líka verið talað um það í ensku pressunni að hann sé að sækja leikmenn í gegnum sama umboðsmann. Ekki hjálpar það honum núna, ef hann er að taka leikmenn eins og Amrabat í gegnum umboðsmann sem tengist honum. Það er hræðilegt ef satt er,“ sagði Skagamaðurinn. Umræðuna um United úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira