Lífið

„Bara varúð, þetta er hættulega gott“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Helga Gabríela birtir iðulega fjölbreyttar og girnilegar uppskriftir á samfélagsmiðlum sínum.
Helga Gabríela birtir iðulega fjölbreyttar og girnilegar uppskriftir á samfélagsmiðlum sínum. Helga Gabríela

Helga Gabríela matreiðslumaður og þriggja barna móðir deildi hollri uppskrift af hinu sígilda döðlugotti á samfélagsmiðli sínum. Döðlugotteríið, eins og hún kallar það, inniheldur aðeins sex innihaldsefni.

Döðlugotterí

Innihaldsefni:

  • 15 til 20 medjool döðlur
  • Sirka 100 gr, hreint hnetusmjör
  • Hálfur bolli möndlur
  • Hálfur bolli ristaðar kókosflögur
  • 200 gr dökkt súkkulaði
  • Sjávarsalt

Aðferð:

  • Hreinsið steinanna úr döðlunum og kljúfið þær í sundur. Þjappið þeim á smjörpappír þannig að fallega hliðin snúi niður að pappírnum, gott að bleyta hendurnar örlítið til að þjappa þeim niður.
  • Smyrjið þunnu lagi af hnetusmjöri yfir döðlubotninn og setjið í frystinn.
  • Á meðan er súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og möndlurnar saxaðar.
  • Þegar súkkulaðið er klárt er möndlunum og kókosflögunum hrært saman við og þessu helt yfir hnetudöðlubotninn. Gott að sáldra smá sjávarflögum yfir.
  • Að lokum þarf að smella þessu í frystinn þar til súkkulaðið er orðið hart.
  • Gott að leyfa þessu að standa í 2 mín áður en þetta er skorið niður í bita
„Njótið og passið að klára þessa bita ekki of hratt,“ segir Helga Gabríela.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×