Pep hrósaði ungstirninu: „Hann skilur alltaf hvað er að gerast“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. október 2023 22:30 Rico Lewis átti mjög góðan leik fyrir Manchester City í kvöld og fékk hrós frá Pep Guardiola eftir leik. Vísir/Getty Pep Guardiola var afar ánægður með frammistöðu hans manna í Manchester City í kvöld. Liðið gerði góða ferð til Leipzig og vann 3-1 sigur. Sigur Manchester City í kvöld var síður en svo auðveldur. Lengi vel stefndi í 1-1 jafntefli en mörk frá Julian Alvarez og Jeremy Doku undir lok leiksins tryggðu Manchester City 3-1 sigur. Í viðtali eftir leik var Pep Guardiola knattspyrnustjóri afar sáttur með frammistöðu síns liðs. „Nærri því fullkomin frammistaða fyrir utan fyrstu mínútur seinni hálfleiks. Það er ekki hægt að koma hingað og fá ekki á sig skyndisóknir eins og þeir skoruðu úr. Ef maður spilar of opið gegn Leipzig þá rústa þeir þér,“ sagði Guardiola en mark Ikoma Openda kom eftir skyndisókn Leipzig. "He s one of the best I have ever trained, by far."Pep Guardiola is full of praise for Rico Lewis.#MCFC | #UCL pic.twitter.com/vX2OCzgxaS— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 4, 2023 „Þegar þú nærð 15, 20 eða 25 sendingum í öllum aðgerðum þá gerast góðir hlutir. Þeir ná þá ekki skyndisóknunum, við sýnum þolinmæði og kantmennirnir okkar náðu snertinum og þá gerast hlutir. Við spiluðum mjög vel og ég er ánægður með frammistöðuna. Við erum með sex stig og erum búnir að taka stórt skref í átt að því að komast áfram.“ Rico Lewis lék á miðjunni hjá City í kvöld og átti frábæran leik. „Ég er með svo marga leikmenn en það er erfitt að finna betri leikmann en hann í að spila í vasanum. Hann er frábær sem sitjandi miðjumaður, sem sókndjarfur miðjumaður og jafnvel sem bakvörður sem kemur inn á miðjuna eða fer upp kantinn. Hann er góður því hann er með svo mikil gæði. Hann skilur alltaf hvað er að gerast. Sama hvað andstæðingar gera, hvað samherjar gera þá tekur hann alltaf rétta ákvörðun,“ sagði Pep um Lewis. „Ég get treyst á hann og síðasta tímabilið hjálpaði mjög mikið.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Sjá meira
Sigur Manchester City í kvöld var síður en svo auðveldur. Lengi vel stefndi í 1-1 jafntefli en mörk frá Julian Alvarez og Jeremy Doku undir lok leiksins tryggðu Manchester City 3-1 sigur. Í viðtali eftir leik var Pep Guardiola knattspyrnustjóri afar sáttur með frammistöðu síns liðs. „Nærri því fullkomin frammistaða fyrir utan fyrstu mínútur seinni hálfleiks. Það er ekki hægt að koma hingað og fá ekki á sig skyndisóknir eins og þeir skoruðu úr. Ef maður spilar of opið gegn Leipzig þá rústa þeir þér,“ sagði Guardiola en mark Ikoma Openda kom eftir skyndisókn Leipzig. "He s one of the best I have ever trained, by far."Pep Guardiola is full of praise for Rico Lewis.#MCFC | #UCL pic.twitter.com/vX2OCzgxaS— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 4, 2023 „Þegar þú nærð 15, 20 eða 25 sendingum í öllum aðgerðum þá gerast góðir hlutir. Þeir ná þá ekki skyndisóknunum, við sýnum þolinmæði og kantmennirnir okkar náðu snertinum og þá gerast hlutir. Við spiluðum mjög vel og ég er ánægður með frammistöðuna. Við erum með sex stig og erum búnir að taka stórt skref í átt að því að komast áfram.“ Rico Lewis lék á miðjunni hjá City í kvöld og átti frábæran leik. „Ég er með svo marga leikmenn en það er erfitt að finna betri leikmann en hann í að spila í vasanum. Hann er frábær sem sitjandi miðjumaður, sem sókndjarfur miðjumaður og jafnvel sem bakvörður sem kemur inn á miðjuna eða fer upp kantinn. Hann er góður því hann er með svo mikil gæði. Hann skilur alltaf hvað er að gerast. Sama hvað andstæðingar gera, hvað samherjar gera þá tekur hann alltaf rétta ákvörðun,“ sagði Pep um Lewis. „Ég get treyst á hann og síðasta tímabilið hjálpaði mjög mikið.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Sjá meira