Meistaradeildarmörkin: Stjörnur PSG fengu skell og City hnyklaði vöðvana Aron Guðmundsson skrifar 5. október 2023 10:00 Frakklandsmeistararnir réðu ekkert við funheita leikmenn Newcastle sem buðu upp á sýningu í endurkomu Meistaradeildarinnar á St. James' Park Vísir/Getty Tuttugu og sjö mörk voru skoruð í þeim átta leikjum sem voru á dagskrá 2. umferðar riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi. Newcastle bauð upp á sýningu gegn PSG í fyrsta Meistaradeildarleiknum á St. James' Park í fleiri fleiri ár. Evrópumeistararnir gerðu góða ferð til Þýskalands og Shakhtar átti frábæra endurkomu í Belgíu. Í E-riðli tók spænska liðið Atletico Madrid á móti Feyenoord í leik sem lauk með 3-2 sigri heimamanna. Leikar stóðu 2-2 í hálfleik en mark frá Alvaro Morata í upphafi síðari hálfleik tryggði Atletico Madrid sigur, liðið situr á toppi riðilsins með 4 stig. Feyenoord er í þriðja sæti með einu stigi minna. Klippa: Fimm marka thriller í Madríd Skotlandsmeistarar Celtic tóku svo á móti ítalska liðinu Lazio í hinum leik E-riðils. Celtic komst yfir snemma leiks með marki Kyogo Furuhashi en Ítalirnir svöruðu með tveimur mörkum og tóku stigin þrjú með sér heim. Lazio er sem stendur í 2.sæti E-riðils með 4 stig, jafnmikið og topplið riðilsins Atletico Madrid. Celtic er hins vegar án stiga á botni riðilsins. Klippa: Lazio sýndi karakter á útivelli og vann skosku meistarana Í F-riðli fór fram steindauður leikur Borussia Dortmund frá Þýskalandi við AC Milan. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Ögn meiri spenna var fyrir viðureign Newcastle United og Paris Saint-Germain á St. James' Park. Leikurinn markaði endurkomu Meistaradeildar Evrópu til Newcastleborgar og skemmst er frá því að segja að heimamenn fóru á kostum í leiknum. Leiknum lauk með 4-1 sigri Newcastle en mörk liðsins skoruðu þeir Miguel Almiron, Dan Burn, Sean Longstaff og Fabian Schar. Lucas Hernandez kom inn einu marki fyrir Frakklandsmeistarana en nær komust þeir ekki. Klippa: Newcastle valtaði yfir franska stórliðið PSG Newcastle er sem stendur á toppi F-riðils með 4 stig. PSG er í 2.sæti með þrjú stig og svo fylgja AC Milan og Dortmund þar á eftir með tvö stig og eitt stig. Ríkjandi Evrópumeistarar Manchester City gerðu góða ferð til Þýskalands þar sem að liðið mætti RB Leipzig og fór þaðan af hólmi með 3-1 sigur. Manchester City er með fullt hús stiga á toppi riðilsins, Leipzig er með þremur stigum minna í 2.sæti. Klippa: Evrópumeistararnir sýndu mátt sinn og meginn í Þýskalandi Í sama riðli gerðu Crvena Zvezda og Young Boys frá Sviss 2-2 jafntefli í Serbíu. Bæði lið eru með eitt stig í þriðja og fjórða sæti. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Fjögurra marka jafntefli í G-riðli í Serbíu Shakhtar Donetsk vann magnaðan endurkomusigur á útivelli gegn belgíska liðinu Royal Antwerp. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik sneru Úkraínumennirnir taflinu við í þeim seinni, unnu að lokum 3-2 sigur. Royal Antwerp fékk vítaspyrnu á lokamínútu uppbótatímans en Toby Alderweireld, leikmanni liðsins brást bogalistin á punktinum. Klippa: Úkraínska liðið gafst ekki upp í Belgíu Í hinum leik riðilsins vann Barcelona 1-0 sigur gegn Porto á útivelli. Ferran Torres skoraði eina mark leiksins í uppbótatíma venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Barcelona situr á toppi riðilsins með fullt hús stiga. Porto er með þremur stigum minna líkt og Shakhtar í öðru og þriðja sæti. Royal Antwerp er enn án stiga. Klippa: Torres reyndist hetja Barcelona í Portúgal Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Sjá meira
Í E-riðli tók spænska liðið Atletico Madrid á móti Feyenoord í leik sem lauk með 3-2 sigri heimamanna. Leikar stóðu 2-2 í hálfleik en mark frá Alvaro Morata í upphafi síðari hálfleik tryggði Atletico Madrid sigur, liðið situr á toppi riðilsins með 4 stig. Feyenoord er í þriðja sæti með einu stigi minna. Klippa: Fimm marka thriller í Madríd Skotlandsmeistarar Celtic tóku svo á móti ítalska liðinu Lazio í hinum leik E-riðils. Celtic komst yfir snemma leiks með marki Kyogo Furuhashi en Ítalirnir svöruðu með tveimur mörkum og tóku stigin þrjú með sér heim. Lazio er sem stendur í 2.sæti E-riðils með 4 stig, jafnmikið og topplið riðilsins Atletico Madrid. Celtic er hins vegar án stiga á botni riðilsins. Klippa: Lazio sýndi karakter á útivelli og vann skosku meistarana Í F-riðli fór fram steindauður leikur Borussia Dortmund frá Þýskalandi við AC Milan. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Ögn meiri spenna var fyrir viðureign Newcastle United og Paris Saint-Germain á St. James' Park. Leikurinn markaði endurkomu Meistaradeildar Evrópu til Newcastleborgar og skemmst er frá því að segja að heimamenn fóru á kostum í leiknum. Leiknum lauk með 4-1 sigri Newcastle en mörk liðsins skoruðu þeir Miguel Almiron, Dan Burn, Sean Longstaff og Fabian Schar. Lucas Hernandez kom inn einu marki fyrir Frakklandsmeistarana en nær komust þeir ekki. Klippa: Newcastle valtaði yfir franska stórliðið PSG Newcastle er sem stendur á toppi F-riðils með 4 stig. PSG er í 2.sæti með þrjú stig og svo fylgja AC Milan og Dortmund þar á eftir með tvö stig og eitt stig. Ríkjandi Evrópumeistarar Manchester City gerðu góða ferð til Þýskalands þar sem að liðið mætti RB Leipzig og fór þaðan af hólmi með 3-1 sigur. Manchester City er með fullt hús stiga á toppi riðilsins, Leipzig er með þremur stigum minna í 2.sæti. Klippa: Evrópumeistararnir sýndu mátt sinn og meginn í Þýskalandi Í sama riðli gerðu Crvena Zvezda og Young Boys frá Sviss 2-2 jafntefli í Serbíu. Bæði lið eru með eitt stig í þriðja og fjórða sæti. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Fjögurra marka jafntefli í G-riðli í Serbíu Shakhtar Donetsk vann magnaðan endurkomusigur á útivelli gegn belgíska liðinu Royal Antwerp. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik sneru Úkraínumennirnir taflinu við í þeim seinni, unnu að lokum 3-2 sigur. Royal Antwerp fékk vítaspyrnu á lokamínútu uppbótatímans en Toby Alderweireld, leikmanni liðsins brást bogalistin á punktinum. Klippa: Úkraínska liðið gafst ekki upp í Belgíu Í hinum leik riðilsins vann Barcelona 1-0 sigur gegn Porto á útivelli. Ferran Torres skoraði eina mark leiksins í uppbótatíma venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Barcelona situr á toppi riðilsins með fullt hús stiga. Porto er með þremur stigum minna líkt og Shakhtar í öðru og þriðja sæti. Royal Antwerp er enn án stiga. Klippa: Torres reyndist hetja Barcelona í Portúgal
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Sjá meira