Þá segjum við frá hitametum sem nú falla á heimsvísu í hverjum mánuði en vísindamenn segja ekkert lát á.
Einnig verður fjallað um mál skokkara sem varð fyrir bíl þegar hann var á hlaupum heim úr vinnu. Hann lagði Reykjavíkurborg í málaferlum vegna þessa á dögunum.
Að auki segjum við frá nýjum Nóbelsverðlaunahafa í Bókmenntum, sem að þessu sinni er Norðmaðurinn Jon Fosse.
Í íþróttapakkanum er Evrópuleikur Blika að sjálfsögðu fyrirferðarmikill en hann er leikinn á Laugardagsvelli síðdegis og þá verður farið yfir úrslitin í Meistaradeildinni frá því í gær.