Lífið

Ásta Fjeldsted og Bolli festu kaup á glæsihýsi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ásta Fjeldsted og Bolli Thoroddsen.
Ásta Fjeldsted og Bolli Thoroddsen. vísir

Ásta Fjeldsted forstjóri Festi og Bolli Thoroddsen eigandi Takanawa hafa fest kaup á glæsilegu húsi á Fjölugötu 7, sem var áður í eigu fyrrverandi ráðherrans Álfheiði Ingadóttur.

Smartland greinir frá. Um er að ræða 316,5 fermetra glæsilegt hús sem byggt var árið 1920. Húsið er á tveimur hæðum auk kjallara og rislofts. Auk þess er möguleiki á aukaíbúð.

Á fyrstu hæðinni eru stórar og rúmgóðar stofur með aukinni lofthæð og fallegri loftklæðningu. Úr borðstofu er gengið fram í einstaklega fallega sólstofu og frá henni er hægt að ganga niður í garð. Nánar um húsið hér:

Ásta Fjeldsted var á síðasta ári ráðin forstjóri Festi en hún var áður framkvæmdastjóri Krónunnar. Bolli hefur átt góðu gengi að fagna í viðskiptalífi Japans en hann er eigandi fyrirtækisins Takanawa sem hefur aðsetur bæði í Reykjavík og Tokyo. Fyrirtækið fæst við viðskiptaþróun, kaup og samruna fyrirtækja í lyfja- og líftæknigeiranum. Þau Ásta og Bolli eignuðust sitt þriðja barn í nóvember á síðasta ári.


Tengdar fréttir

Bæði eitt versta og besta ár lífsins

Bolli Thoroddsen heillaðist af Japan og rekur þar fyrirtækið Takanawa og dvelur þar langtímum en hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Hann fór fyrst út til Japans árið 1995 en þá var hann fjórtán ára gamall og fékk ferðina í fermingargjöf frá móður sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×