Körfubolti

Ívar Ásgrímsson: Töpuðum boltanum alltof oft

Dagur Lárusson skrifar
Ívar Ásgrímsson í leiknum í kvöld.
Ívar Ásgrímsson í leiknum í kvöld. Vísir/Anton Brink

Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum svekktur eftir stórt taps síns liðs gegn Haukum í Subway deild karla í dag.

„Mér fannst við vera ágætir í fyrri hálfleiknum en í seinni hálfleiknum vorum við ekki góðir,“ byrjaði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, að segja eftir leik.

„En munurinn í fyrri hálfleiknum var augljós. Við töpuðum einfaldlega alltof mikið af boltum, við náðum ekki að klára tólf sóknir og þeir fá boltann á silfurfati trekk í trekk og setja niður auðveldar körfur,“ hélt Ívar áfram að segja.

Ívar segir að liðið sitt hafi ekki mætt til leiks í þriðja leikhluta.

„Við mætum síðan í raun ekki til leiks í þriðja leikhluta og þeir hitta vel úr sínum skotum og því fór sem fór.“

Ívar vildi þó einnig tala um það jákvæða í leiknum.

„Það var kafli í öðrum leikhluta þar sem við náum að koma forystu þeirra niður í tíu stig og það sem var að gerast þar var að við vorum að ná að stöðva þeirra sóknir. Eins og ég segi, mér fannst við vera ágætir í fyrri hálfleiknum og það er eitthvað til þess að byggja á. Það má síðan ekki gleyma því að við vorum án tveggja lykilleikmanna sem hefðu verið í byrjunarliðinu,“ endaði Ívar á að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×