Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2023 09:11 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir að fara frjálslega með ríkisleyndarmál. AP/Mary Altaffer Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. Auðjöfurinn greindi svo fleirum frá upplýsingunum en alríkissaksóknarar sem starfa fyrir Jack Smith, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, hafa rætt við manninn, sem heitir Anthony Pratt. Samkvæmt frétt ABC News, sem sagði fyrst frá þessum ásökunum gegn Trump, mun Pratt hafa sagt blaðamönnum frá þessum upplýsingum, starfsmönnum sínum og erlendum erindrekum. Aðrir miðlar eins og New York Times hafa einnig heimildir fyrir því að málið sé til rannsóknar. Saksóknarar telja Pratt vera einn af rúmlega áttatíu manns sem getur borið vitni gegn Trump í dómsmálinu gegn forsetanum fyrrverandi vegna leynilegu skjalanna sem hann tók með sér til Mar-a-Lago og neitaði að afhenda til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þegar þess var krafist. Leyndarmál um kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn eru meðal þeirra mikilvægustu í Bandaríkjunum. Pratt er sagður hafa rætt við Trump í apríl 2021, þar sem þeir töluðu um kafbátaflota Bandaríkjanna, eins og þeir höfðu áður gert. Pratt lagði til að Ástralar ættu að kaupa kafbáta af Bandaríkjamönnum, sem þeir eru nú að gera. Við það er Trump sagður hafa hallað sér að Pratt og sagt honum nákvæmlega hve mörg kjarnorkuvopn bandarískir kjarnorkukafbátar bera og hversu nálægt þeir geta siglt að rússneskum kafbátum, án þess að komist upp um þá. Pratt mun svo hafa dreift þessum upplýsingum til að minnsta kosti 45 annarra. Saksóknarar eru taldir ætla að nota frásögn Pratt til að sýna fram á að Trump hafi farið lauslega með leynilegar upplýsingar og ríkisleyndarmál. Ástralski auðjöfurinn Anthony Pratt varð meðlmiur í sveitaklúbbi Trumps í Mar-a-Lago, skömmu eftir að sá síðarnefndi varð forseti.Getty/Martin Ollman Forsetinn fyrrverandi hefur áður opinberað ríkisleyndarmál til utanaðkomandi aðila. Eftir að hann rak James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, árið 2017, fundaði hann með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Washington. Á þeim fundi deildi Trump leynilegum upplýsingum um njósnir Ísraela gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Sjá einnig: CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Trump tísti einnig leynilegri mynd af eldflaugaskotpalli í Íran og þar að auki er hann sakaður um að hafa sýnt tveimur mönnum leynilegt skjal sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna gerði fyrir hann varðandi mögulegar árásir á Íran. Sjá einnig: Viðurkenndi á upptöku að gögnin væru leynileg ABC News hefur eftir heimildarmönnum sínum að Pratt hafi sagt áströlskum embættismönnum frá ummælum Trump til að sýna þeim að hann væri að reyna að hjálpa Áströlum varðandi samingaviðræður við ríkisstjórn Joe Biden, núverandi forseta, um að kaupa kjarnorkukafbáta af Bandaríkjunum. Ástralar og Bandaríkjamenn skrifuðu fyrr á árinu undir samkomulag um kaup á þremur Virgínu-kjarnorkukafbátum frá Bandaríkjunum. Þó þeir séu knúnir með kjarnorku mun enginn kafbátanna bera kjarnorkuvopn. Bandaríkin Donald Trump Ástralía Tengdar fréttir Dómari bannar Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins Dómari í New York hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að tjá sig ekki um starfsmenn dómstólsins eftir að Trump birti færslu á Truth Social þar sem hann gerði lítið úr einum þeirra. 4. október 2023 07:11 Staðfestir niðrandi ummæli Trumps um hermenn John Kelly, fyrrverandi starfsmanna stjóri Hvíta húss Donalds Trump, gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega í ummælum sem opinberuð voru í gær. Kelly staðfesti nokkur af umdeildum ummælum Trumps um særða og handsamaða hermenn. 3. október 2023 11:47 Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Saksóknari í New York í Bandaríkjunum sagði við upphaf réttarhalda yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann hefði hagnast um ríflega hundrað milljónir Bandaríkjadala með því að ljúga til um verðmæti eignasafns síns. 2. október 2023 21:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Auðjöfurinn greindi svo fleirum frá upplýsingunum en alríkissaksóknarar sem starfa fyrir Jack Smith, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, hafa rætt við manninn, sem heitir Anthony Pratt. Samkvæmt frétt ABC News, sem sagði fyrst frá þessum ásökunum gegn Trump, mun Pratt hafa sagt blaðamönnum frá þessum upplýsingum, starfsmönnum sínum og erlendum erindrekum. Aðrir miðlar eins og New York Times hafa einnig heimildir fyrir því að málið sé til rannsóknar. Saksóknarar telja Pratt vera einn af rúmlega áttatíu manns sem getur borið vitni gegn Trump í dómsmálinu gegn forsetanum fyrrverandi vegna leynilegu skjalanna sem hann tók með sér til Mar-a-Lago og neitaði að afhenda til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þegar þess var krafist. Leyndarmál um kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn eru meðal þeirra mikilvægustu í Bandaríkjunum. Pratt er sagður hafa rætt við Trump í apríl 2021, þar sem þeir töluðu um kafbátaflota Bandaríkjanna, eins og þeir höfðu áður gert. Pratt lagði til að Ástralar ættu að kaupa kafbáta af Bandaríkjamönnum, sem þeir eru nú að gera. Við það er Trump sagður hafa hallað sér að Pratt og sagt honum nákvæmlega hve mörg kjarnorkuvopn bandarískir kjarnorkukafbátar bera og hversu nálægt þeir geta siglt að rússneskum kafbátum, án þess að komist upp um þá. Pratt mun svo hafa dreift þessum upplýsingum til að minnsta kosti 45 annarra. Saksóknarar eru taldir ætla að nota frásögn Pratt til að sýna fram á að Trump hafi farið lauslega með leynilegar upplýsingar og ríkisleyndarmál. Ástralski auðjöfurinn Anthony Pratt varð meðlmiur í sveitaklúbbi Trumps í Mar-a-Lago, skömmu eftir að sá síðarnefndi varð forseti.Getty/Martin Ollman Forsetinn fyrrverandi hefur áður opinberað ríkisleyndarmál til utanaðkomandi aðila. Eftir að hann rak James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, árið 2017, fundaði hann með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Washington. Á þeim fundi deildi Trump leynilegum upplýsingum um njósnir Ísraela gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Sjá einnig: CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Trump tísti einnig leynilegri mynd af eldflaugaskotpalli í Íran og þar að auki er hann sakaður um að hafa sýnt tveimur mönnum leynilegt skjal sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna gerði fyrir hann varðandi mögulegar árásir á Íran. Sjá einnig: Viðurkenndi á upptöku að gögnin væru leynileg ABC News hefur eftir heimildarmönnum sínum að Pratt hafi sagt áströlskum embættismönnum frá ummælum Trump til að sýna þeim að hann væri að reyna að hjálpa Áströlum varðandi samingaviðræður við ríkisstjórn Joe Biden, núverandi forseta, um að kaupa kjarnorkukafbáta af Bandaríkjunum. Ástralar og Bandaríkjamenn skrifuðu fyrr á árinu undir samkomulag um kaup á þremur Virgínu-kjarnorkukafbátum frá Bandaríkjunum. Þó þeir séu knúnir með kjarnorku mun enginn kafbátanna bera kjarnorkuvopn.
Bandaríkin Donald Trump Ástralía Tengdar fréttir Dómari bannar Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins Dómari í New York hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að tjá sig ekki um starfsmenn dómstólsins eftir að Trump birti færslu á Truth Social þar sem hann gerði lítið úr einum þeirra. 4. október 2023 07:11 Staðfestir niðrandi ummæli Trumps um hermenn John Kelly, fyrrverandi starfsmanna stjóri Hvíta húss Donalds Trump, gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega í ummælum sem opinberuð voru í gær. Kelly staðfesti nokkur af umdeildum ummælum Trumps um særða og handsamaða hermenn. 3. október 2023 11:47 Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Saksóknari í New York í Bandaríkjunum sagði við upphaf réttarhalda yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann hefði hagnast um ríflega hundrað milljónir Bandaríkjadala með því að ljúga til um verðmæti eignasafns síns. 2. október 2023 21:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Dómari bannar Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins Dómari í New York hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að tjá sig ekki um starfsmenn dómstólsins eftir að Trump birti færslu á Truth Social þar sem hann gerði lítið úr einum þeirra. 4. október 2023 07:11
Staðfestir niðrandi ummæli Trumps um hermenn John Kelly, fyrrverandi starfsmanna stjóri Hvíta húss Donalds Trump, gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega í ummælum sem opinberuð voru í gær. Kelly staðfesti nokkur af umdeildum ummælum Trumps um særða og handsamaða hermenn. 3. október 2023 11:47
Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Saksóknari í New York í Bandaríkjunum sagði við upphaf réttarhalda yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann hefði hagnast um ríflega hundrað milljónir Bandaríkjadala með því að ljúga til um verðmæti eignasafns síns. 2. október 2023 21:54