Cyberpunk Phantom Liberty: Nánast nýr leikur og betri Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2023 12:01 V á alltaf nóg af óvinum í Cyberpunk 2077. CD Projekt Red Umfangsmiklar breytingar á leiknum Cyberpunk 2077 og aukapakki sem kallast Phantom Liberty hafa leitt til þess að leikurinn virðist nánast vera nýr. Þær breytingar sem hafa verið gerðar bæta leikinn mjög en ég hef samt rekist á þó nokkra galla. Í Phantom Liberty fær V skringileg skilaboð um að fara til Dogtown, sem er nýtt svæði í Night City. Án þess að fara í einvherja spennuspilla leiðir það til mikils hasars og láta þar sem V þarf að koma forsta NUSA, eða nýju Bandaríkjanna, til bjargar. Leikurinn er kominn með betra og meira Cyberpunk andrúmsloft og Dogtown og Phantom Liberty angar af Mad max eða Escape from New York. Idris Elba er þarna líka, sem getur eingöngu verið plús. Kom verulega gallaður út Cyberpunk 2077 kom fyrst út í desemberið 2020 en hann hefði haft gott f því að fá nokkra mánuði ef ekki ár til viðbótar í framleiðslu. Leikurinn innihélt urmull galla og orðspor leiksins hlaut fyrir vikið gífurlega hnekki. Nú hafa starfsmenn CD Prjekt Red bætt mjög úr því. Kotaku segir frá því að það hafi kostað CDPR 120 milljónir dala að taka leikinn í gegn en það virðist ætla að skila sér því leikurinn hefur verið að seljast eins og heitar lummur, sem er fáránlegt orðatiltæki en það kemur málinu ekki við. CDPR segir að sala Cyberpunk hafi tekið mikinn kipp og að nú séu seld eintök komin yfir 25 milljónir. Welcome to Night City!Current population: over 25 millionsArasaka stands no chance.Thank you all for your support! pic.twitter.com/clg6QrnneD— Cyberpunk 2077 (@CyberpunkGame) October 5, 2023 Þættirnir Netrunners á Netflix, hafa einnig átt þátt í því að orðspor Cyberpunk 2077 hafi bæst en CDPR kynnti líka í vikunni að gera ætti þætti eða kvikmynd úr söguheiminum. Starfsmenn CDPR eru byrjaðir á framhaldsleik. Idris Elba er með stórt hlutverk í Phantom Liberty.CD Projekt Red Enn gallar en færri og minni Þegar fortíðarSammi skrifaði um Cyberpunk 2077, árið 2020, benti ég á að í söguheimi Cyberpunk hefur tækninni fleytt áfram svo munurinn milli manna og véla hefur dregist mjög svo saman. „Cyberpunk 2077 byggir í mjög stuttu máli á hlutverkaspili, svipuðu og Dungeons and Dragons. Í þessum söguheimi fór allt í fokk, eins og gengur og gerist í leikjum sem þessum. Stærðarinnar fyrirtæki stjórna öllu og tæknin hefur gert mönnum það kleift að skipta út heilu líffærunum fyrir tæki, tól og vopn,“ skrifaði fortíðarSammi. Leikurinn fjallar um V, sem er íbúi Night City og lendir í miklum vandræðum og þarf að taka á honum stóra sínum til að bjarga lífi sínu. Ég ætla ekkert mikið að tala um kjarna Cyberpunk 2077, burtséð frá nýju breytingunum, þar sem ég skrifaði um leikinn sjálfan á sínum tíma, eeeeen, það er enn töluvert af göllum finnst mér. Þeir trufla mjög lítið, oftast. Einu sinni var ég reyndar á hlaupum um götur Night City þegar maður féll til jarðar við fæturnar á mér og dó. Enn þann dag í dag veit ég ekki hvaðan hann kom. Ég hef líka séð bíla hrapa af himnum ofan og íbúar borgarinnar hverfa reglulega fyrir framan nefið á manni. Þetta eru samt gallar sem hafa ekki mikil áhrif á spilun leiksins, sem mér finnst orðin allt öðruvísi með útgáfu nýrrar útgáfu leiksins og Phantom Liberty. Í söguheimi Cyberpunk bæta menn tækjum og tólum við líkama sína.CD Projekt Red Betra að sérsniða V Stærstu breytingar leiksins hafa verið gerðar á persónukerfinu. Það er að segja hvernig maður byggir sinn eða sína V upp. Fyrir reynslu fær maður stig til að gera V betri á tilteknum sviðum en í nýju útgáfunni er V meira sérhæfðari en áður. Í gamla leiknum notaði maður áðurnefnd stig til að bæta skaða frá tilteknum vopnum um nokkrar prósentur. Nú fær maður fleiri hæfileika með aukinni reynslu og maður verður betur var við framþróun V en áður. Sömuleiðis hafa verið gerðar miklar breytingar á Cyberware í leiknum en það snýst að vélbúnaði V. Í gömlu útgáfu leiksins notaðist ég yfirleitt alltaf við nánast sama vélbúnaðinn, sama hvernig ég byggði V en eins og með breytingarnar á persónukerfinu hentar búnaðurinn betur til að sérsniða persónuna að spilunarstíl manns. Þá eru takmörk fyrir því hve mikið af búnaði maður getur bætt við V og hann þarf að uppfæra reglulega, eins og vopn leiksins. Til þess þarf maður að brjóta niður öll vopn og búnað til að fá varahluti en þá notar maður svo til að uppfæra hlutina sem maður notar. Þetta er ekki svo frábrugðið fyrri útgáfu leiksins en gerir mikið fyrir leikinn. Minn fyrsti V í nýju útgáfunni er vopnaður sverði sem hann notar til að búta hundruð manna og vélmenna í sundur. Ekki ósvipaður þeirri V sem talað er um hér að neðan. Dogtown er mun smærri en Night City en plássið er notað mun betur. Það eru áhugaverðir hlutir, ný vopn og fólk til að drepa á bakvið hvert horn, öfugt við stór tóm svæði borgarinnar. Í dogtown eru svæði og byggingar þar sem maður þarf að berjast við erfiða óvini fyrir mörg af bestu vopnum og cyberware leiksins. Phantom Liberty bætir haug af nýjum vopnum við leikinn. Alls konar byssum, hnífum og sverðum, auk þess sem opnað er á nýja hæfileika fyrir V. Þar að auki er núna hægt að berjast í bílum og stökkva úr þeim af miklum tilrifum. Sumir bílar eru búnir vélbyssum sem hægt er að nota til að drepa menn og granda öðrum bílum. Eyðimörkin við Night City er orðin mun skemmtilegri. Það er líka hægt að nota sverð á mótorhjóli. Mér finnst nánast ómögulegt að hitta einhvern óvin með þessu sverði en V, lúkkar allavega smá töff haldandi á sverðinu eins og boss. Dogtown, sem er nýtt svæði í Night City, er mjög frábrugðið öðrum hlutum borgarinnar.CD Projekt Red Samantekt-ish Það tók þrjú ár en Cyberpunk 2077 er líklega orðinn sá leikur sem okkur var upprunalega lofað. Hann er í það minnsta orðinn mun betri en hann var en mér fannst hann að vísu alltaf góðu og hef reglulega gripið í hann síðustu þrjú ár. Það mun halda áfram, svo ég geti gert nýjan V og prófað að spila mig öðruvísi í gegnum Phantom Liberty. Leikjadómar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Í Phantom Liberty fær V skringileg skilaboð um að fara til Dogtown, sem er nýtt svæði í Night City. Án þess að fara í einvherja spennuspilla leiðir það til mikils hasars og láta þar sem V þarf að koma forsta NUSA, eða nýju Bandaríkjanna, til bjargar. Leikurinn er kominn með betra og meira Cyberpunk andrúmsloft og Dogtown og Phantom Liberty angar af Mad max eða Escape from New York. Idris Elba er þarna líka, sem getur eingöngu verið plús. Kom verulega gallaður út Cyberpunk 2077 kom fyrst út í desemberið 2020 en hann hefði haft gott f því að fá nokkra mánuði ef ekki ár til viðbótar í framleiðslu. Leikurinn innihélt urmull galla og orðspor leiksins hlaut fyrir vikið gífurlega hnekki. Nú hafa starfsmenn CD Prjekt Red bætt mjög úr því. Kotaku segir frá því að það hafi kostað CDPR 120 milljónir dala að taka leikinn í gegn en það virðist ætla að skila sér því leikurinn hefur verið að seljast eins og heitar lummur, sem er fáránlegt orðatiltæki en það kemur málinu ekki við. CDPR segir að sala Cyberpunk hafi tekið mikinn kipp og að nú séu seld eintök komin yfir 25 milljónir. Welcome to Night City!Current population: over 25 millionsArasaka stands no chance.Thank you all for your support! pic.twitter.com/clg6QrnneD— Cyberpunk 2077 (@CyberpunkGame) October 5, 2023 Þættirnir Netrunners á Netflix, hafa einnig átt þátt í því að orðspor Cyberpunk 2077 hafi bæst en CDPR kynnti líka í vikunni að gera ætti þætti eða kvikmynd úr söguheiminum. Starfsmenn CDPR eru byrjaðir á framhaldsleik. Idris Elba er með stórt hlutverk í Phantom Liberty.CD Projekt Red Enn gallar en færri og minni Þegar fortíðarSammi skrifaði um Cyberpunk 2077, árið 2020, benti ég á að í söguheimi Cyberpunk hefur tækninni fleytt áfram svo munurinn milli manna og véla hefur dregist mjög svo saman. „Cyberpunk 2077 byggir í mjög stuttu máli á hlutverkaspili, svipuðu og Dungeons and Dragons. Í þessum söguheimi fór allt í fokk, eins og gengur og gerist í leikjum sem þessum. Stærðarinnar fyrirtæki stjórna öllu og tæknin hefur gert mönnum það kleift að skipta út heilu líffærunum fyrir tæki, tól og vopn,“ skrifaði fortíðarSammi. Leikurinn fjallar um V, sem er íbúi Night City og lendir í miklum vandræðum og þarf að taka á honum stóra sínum til að bjarga lífi sínu. Ég ætla ekkert mikið að tala um kjarna Cyberpunk 2077, burtséð frá nýju breytingunum, þar sem ég skrifaði um leikinn sjálfan á sínum tíma, eeeeen, það er enn töluvert af göllum finnst mér. Þeir trufla mjög lítið, oftast. Einu sinni var ég reyndar á hlaupum um götur Night City þegar maður féll til jarðar við fæturnar á mér og dó. Enn þann dag í dag veit ég ekki hvaðan hann kom. Ég hef líka séð bíla hrapa af himnum ofan og íbúar borgarinnar hverfa reglulega fyrir framan nefið á manni. Þetta eru samt gallar sem hafa ekki mikil áhrif á spilun leiksins, sem mér finnst orðin allt öðruvísi með útgáfu nýrrar útgáfu leiksins og Phantom Liberty. Í söguheimi Cyberpunk bæta menn tækjum og tólum við líkama sína.CD Projekt Red Betra að sérsniða V Stærstu breytingar leiksins hafa verið gerðar á persónukerfinu. Það er að segja hvernig maður byggir sinn eða sína V upp. Fyrir reynslu fær maður stig til að gera V betri á tilteknum sviðum en í nýju útgáfunni er V meira sérhæfðari en áður. Í gamla leiknum notaði maður áðurnefnd stig til að bæta skaða frá tilteknum vopnum um nokkrar prósentur. Nú fær maður fleiri hæfileika með aukinni reynslu og maður verður betur var við framþróun V en áður. Sömuleiðis hafa verið gerðar miklar breytingar á Cyberware í leiknum en það snýst að vélbúnaði V. Í gömlu útgáfu leiksins notaðist ég yfirleitt alltaf við nánast sama vélbúnaðinn, sama hvernig ég byggði V en eins og með breytingarnar á persónukerfinu hentar búnaðurinn betur til að sérsniða persónuna að spilunarstíl manns. Þá eru takmörk fyrir því hve mikið af búnaði maður getur bætt við V og hann þarf að uppfæra reglulega, eins og vopn leiksins. Til þess þarf maður að brjóta niður öll vopn og búnað til að fá varahluti en þá notar maður svo til að uppfæra hlutina sem maður notar. Þetta er ekki svo frábrugðið fyrri útgáfu leiksins en gerir mikið fyrir leikinn. Minn fyrsti V í nýju útgáfunni er vopnaður sverði sem hann notar til að búta hundruð manna og vélmenna í sundur. Ekki ósvipaður þeirri V sem talað er um hér að neðan. Dogtown er mun smærri en Night City en plássið er notað mun betur. Það eru áhugaverðir hlutir, ný vopn og fólk til að drepa á bakvið hvert horn, öfugt við stór tóm svæði borgarinnar. Í dogtown eru svæði og byggingar þar sem maður þarf að berjast við erfiða óvini fyrir mörg af bestu vopnum og cyberware leiksins. Phantom Liberty bætir haug af nýjum vopnum við leikinn. Alls konar byssum, hnífum og sverðum, auk þess sem opnað er á nýja hæfileika fyrir V. Þar að auki er núna hægt að berjast í bílum og stökkva úr þeim af miklum tilrifum. Sumir bílar eru búnir vélbyssum sem hægt er að nota til að drepa menn og granda öðrum bílum. Eyðimörkin við Night City er orðin mun skemmtilegri. Það er líka hægt að nota sverð á mótorhjóli. Mér finnst nánast ómögulegt að hitta einhvern óvin með þessu sverði en V, lúkkar allavega smá töff haldandi á sverðinu eins og boss. Dogtown, sem er nýtt svæði í Night City, er mjög frábrugðið öðrum hlutum borgarinnar.CD Projekt Red Samantekt-ish Það tók þrjú ár en Cyberpunk 2077 er líklega orðinn sá leikur sem okkur var upprunalega lofað. Hann er í það minnsta orðinn mun betri en hann var en mér fannst hann að vísu alltaf góðu og hef reglulega gripið í hann síðustu þrjú ár. Það mun halda áfram, svo ég geti gert nýjan V og prófað að spila mig öðruvísi í gegnum Phantom Liberty.
Leikjadómar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira